Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1981, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR &tr ^MStr ^ | ÍFRÉTTIR % Ritstjóri og ðbm.: Gufilaugur Sigurfisson Útgefandi: EYJAPRENT HF. Filmusetning og offset-prentun: Eyjaprent hf. Strandvegi 47, 2. haefi Sími 98-1210 Sj álfstæðismenn halda til landsfundar í dag kl. 17.30 hefst Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem haldinn er í Reykjavík. Þetta er vafalaust stærsta þing, sem haldið er hér á landi, með þátttöku 900 fulltrúa frá öllum landshlutum. Frá Vestmannaeyjum fara 27 fulltrúar. Ætla má að heitt verði í kolum á þessum landsfundi, þar sem flokkurinn er klofinn í tvær andstæðar fylkingar. Kosning í embætti flokksins verða á sunnudaginn. Þá verður ljóst, hver framtíð Sjálfstæðisflokksins er. Vest- manneyingar hljóta að taka það með í reikninginn við kosningu forystunnar, hvernig farið var með fulltrúa Eyjamanna í fjárveitinganefnd nú í haust, er honum var, að þeirra sögn, „sparkað“ úr nefndinni. Sú forysta, sem það gerði getur ekki verið hátt skrifuð hjá Vestmann- eyingum og því má getum að því leiða, hver afstaða fulltrúa Eyjamanna verður við kosningarnar. Einn fulltrúanna, sagði í samtali við blaðið að hann færi með því hugarfari á þennan landsfund, að velja til forystu fólk úr frjálslyndari armi flokksins. Verði Geir og Ragn- hildur ofan á eftir kosningarnar, væru frjálslyndir sjálfstæðismenn úr sögunni. VIÐ skAkborðið Fyrir stuttu síðan var Tafl- félaginu færð 10 eintök af skákdæmum eftir, ”spekinginn með barnshjartað,” Sigur- björn Sveinsson. En það var bróðursonur skáldsins, Svein- björn Guðmundsson sem það gerði. Sveinbjörn er gamall Vestmannaeyingur og vel kunnur í T.V., og á hann skildar góðar þakkir fyrir þessa ágætu gjöf. Þessi skákdæmi eru orðin mjög fágæt núorðið og er ætlunin að þau verði veitt sem sérstök verðlaun í sambandi við skák. Meðal þessara dæma eru þrjú sem hann hefur kallað „Trú, Von, Kærleikur” og mér hefur verið sagt að það hafi tekið hann um 4 ár að fullgera þau, ég læt hér fylgja það fyrsta af þessum þremur, en hin munu koma í næstu blöðum. TRU, en krossinn táknar trúna, og menn sjá krossinn á taflborðinu er þeir hafa stillt upp: Hvítt: K-d-2, D-d-7, R-c-5, R-e-5. Svart: K-d-5, B-d-6, d-3, d- 4, Hvítur mátar í 2. leik. Þá kemur hér Haustskák- in frá byrjun, en síðan munu koma þeir leikir sem bætast við á viku hverri. 1. e-4 e-5 2. R-f-3 R-c-6 3. B-b-5 a-6 4. B-a-4 R-f-6 5. 0-0 B-e-7 6. H-e-1 b-5 7. B-b-3 d-6 8. c-3 0-0 Síðastliðinn mánudag var svo nokkurskonar æfing fyrir októberhraðskákmótið, en þar var það Þorvaldur sem bar sigur úr býtum, og það sýnd- ist sem svo að hann hefði litlu gleymt í skákinni, þó svo að hann hefði ekki fengist við annað meira en horfast í augu við þorsk og ýsu síðan í vor. Nú, á hæla honum kom svo Frumvarp til laga um héraðsútvarp Flm.: Benedikt Gröndal, Ámi Gunnarsson: 1. gr. Héraðsútvarp má fara fram á vegum sjálfseignarstofnana á þann hátt sem greinir í lögum þessum. Útvarpa má eingöngu á örbylgjum (FM), sem Lands- sími Islands leyfir. Héraðsútvarp skal háð öll- um þeim ákvæðum útvarps- laga nr. 19/1971, sem við geta átt. 2. gr. Héraðsútvarp einbeitir sér að efni, sem framleitt er í við- komandi héraði eða snertir það sérstaklega. Það leggur áherslu á staðbundnar fréttir og auglýsingar, en má ekki flytja það efni á sama tíma og fréttir eða auglýsingar eru fluttar í Ríkisútvarpinu. Héraðsútvarp má vera helg- að sérstöku efnisvali, enda brjóti það ekki í bága við útvarpslög. Héraðsútvarpi er heimilt að endurvarpa eins miklu af dagskrá Ríkisútvarpsins og það óskar án endurgjalds, og skal það ekki hafa áhrif á greiðslutaxta útvarpsins fyrir efni. Ríkisútvarpinu er heimilt að útvarpa hverju því af efni héraðsútvarps, sem það óskar án sérstaks endurgjalds. Þó skal Ríkisútvarpið greiða höf- undum og flytjendum mis- mun á greiðslutaxta héraðs- útvarps og þess sjálfs fyrir aðfengið efni. 3. gr. Stofnanir héraðsútvarps geta verið fleiri en ein á hverju svæði. Héraðsútvarpi stýrir hér- aðsútvarpsráð skipuð sjö Mælsku- og rökræðu- keppni JC verður haldin milli JC-Víkur og JC-Vest- mannaeyja næstkomandi laugardag og hefst hún kl. 20.00 í Kiwanishúsinu. Eftir keppnina verða skemmtiatriði og dansleikur. JC félagar og gestir eru hvattir til að mæta og styðja við bakið á JCV til sigurs. Miðaverð er kr. 35,00 og verður húsinu lokað milli kl. 20.30 og 22.30. Mætum öll - Áfram JCV! Skemmtinefndin. fóstbróðir hans, Páll, og þar á eftir eldhuginn Elías sem ekki hefur nú látið svo lítið að tefla á þessu hausti fyrr en núna. Samferða honum var svo Stein- ar, einn af Jósúaættinni, eld- hress. Þessir komu svo alveg á eftir: Sævar, Jón M. Halldór og undirritaður, sem getur tekið undir með kellingunni sem sagði það nú ekki sitt fag, er hún átti að elda við rafar- magn. Yngri drengirnir voru svo þarna með sveitarkeppni og komu þeir vel út á þessari æfingu og margar ágætar skákir tefldar, og vert að geta þessara ungu manna meir en verið hefur, og verður það gert seinna. I kvöld verður svo október- hraðskákmótið og það klárast þá, og ættu sem flestir sem það geta, að taka þátt í því. Það byrjar stundvíslega kl. 20.00 í Alþýðuhúsinu. Sigmundur Andrésson Haust- hafrakex Kruður mönnum. Það fer með alla stjóm stofnunarinnar, þar á meðal dagskrárstjórn. Stjórnir sveitarfélaga sem samþykkja aðild og sendistöð nær til, kjósa sex stjórnar- menn og hafa atkvæðamagn í hlutfalli við íbúaíjölda. Út- varpsráð kýs einn stjórnar- manna. Héraðsútvarpsráð kýs sér formann, varaformann og ritara. Sveitarstjórnir geta falið samtökum einstaklinga rekst- ur héraðsútvarpsstöðvar, og gilda þá sömu ákvæði um stjóm og lög þessi að öðm leyti. Menntamálaráðherra setur reglugerð um kosningu og störf héraðsútvarpsráða. 4. gr. Sveitarstjórnir skulu á þriggja ára fresti endumýja ákvarðanir um héraðsútvarp. Sé það gert skal á ný kosið til héraðsútvar ps r áðs. Berist menntamálaráðherra rökstuddar kvartanir um hlut- drægni héraðsútvarp er hon- um heimilt að veita viðkom- andi stofnun áminningu. Berist ítrekaðar kvartanir og sé rök- studd ástæða til að ætla se:: mánuðum síðar að gróf hlut- drægni haldi áfram getur ráð- herra svipt viðkomandi stofnun útvarpsleyfi. Héraðsútvarpsráð ræður framkvæmdastjóra fyrir hér- aðsútvarp. Hann ræður ann- að starfsfólk að fenginni um- sögn ráðsins. 6. gr. Tekjur héraðsútvarps skulu vera sem hér segir: 1) Auglýsingatekjur. 2) Leggja skal 10% á sölu- skattsstofn myndbandstækja, myndbanda, segulbandstækja, og segulbanda. Útvarpsráð og útvarpsstjóri skipta þess- um tekjum milli héraðsút- varpsstöðva. 7-gr. Menntamálaráðherra ákveð- ur auglýsingataxta fyrir hvert héraðsútvarp. 8. gr. Ríkisútvarpið veitir hér- aðsútvarpi hvers konar að- stoð sem það hefur kost á. Útvarpsstjóri efnir árlega til fundar þar sem mæta for- menn og framkvæmdastjórar héraðsútvarpsstofnana og Ríkisútvarpsins. Þar skal fjalla um sameiginleg hags- munamál og greiða úr hugsan- legum árekstrum. Leysist deilur ekki skal menntamála- ráðherra skera úr. 9. gr. Verði sjálfseignarstofnun samkvæmt lögum þessum lögð niður renna eignir hennar til Ríkisútvarpsins. 10. gr. Menntamálaráðherra setur reglugerð um starfsemi hér- aðsútvarps samkvæmt lögum þessum. 11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.