Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 1
Stœrsta fréttablað Eyjanna Eina óháða blaðið í Eyjum á FRÉTTIR % * VIKUBLAÐ F Fréttir koma út í 2300 ein< tökum vikulega 8. árgangur Vestmannaeyjum 5. nóvember 1981 44. tölublað BRAUTIN I MOLUM Það er greinilega farið að styttast verulega í kosningar til bæjarstjórnar, þar sem Brautin kom út í gær. I blaðinu er vakinn upp gamall penni, sem skrifar ein- dálk á fjórðu síðu undir nafninu MOLAR. Við lestur greinastúfa hans sýnist hér kominn fram sami höfundur og BRAUTIN baðst velvirðing- ar á fyrir 2-3 árum, en þá þóttu skrif hans taka út fyrir allt velsæmi í árásum á póli- tíska andstæðinga. Að þessu sinni verða Geir Jón og Magnús íhaldsmenn fyrir barðinu á þessum draugi. Magnús er skamm- aður fyrir skoðun sína á vídeómálinu og kallaður fyrir það vindbelgur og heilag- leiki, svo eitthvað sé nefnt. Geir Jón er aftur á móti skammaður fyrir að hafa sagt blaðalesendum frá veru sinni á bæjarstjórnarfundi, sem hann sat sem áheyrandi, en fundurinn var opinn öllum bæjarbúum. Eitthvað virðist frásögn Geir Jóns hafa farið fyrir hjartað á krötunum, því þeir skamma hann fyrir að segja ekkert frá afrekum þeirra á fundinum. Bæjarfulltrúar meiri- og minnihluta hafa verið að kvarta undan fámenni bæjar- búa á almennum fundum, og skýtur það þá skökku við, að vegið skuli að þessum fáu hræðum fyrir það eitt að mæta á slíkum fundum, og segja frá dvöl sinni þar í bæjarblöðunum. Bæjarfulltrúar mega ekki vera það viðkvæmir að vera skammast yfir því einu, að ekki skuli minnst sérstaklega á þá í skrifum frá almennum fundum bæjarstjórnar. Ekki verður því trúað að þessi skrif í Molum Brautar- innar séu með vitund bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins, því bæði MHM og GÞBÓ hafa verið fylgjandi opinni um- ræðu um málefni bæjarins. Blaðið vill í lokin hvetja til málefnalegrar umræðu um bæjarmálin, og skorar jafn- framt á bæjarbúa að sækja opna fundi bæjarstjórnar og ekki síst láta í sér heyra í bæjarblöðunum! Almennur bæjarstjórnar- fundur er ámorgunkl. 17.00 í Safnahúsinu. Vonandi verða skrif Braut- arinnar og annarra blaða ekki til að draga úr áhuga þeirra fáum bæjarbúa, sem hingað til hafa sótt fundi bæjar- stjórnar. Hinsvegar mætti koma meiri hvatning frá bæjarfull- trúum sjálfum til bæjarbúa um að sækja þessa fundi. Alla slíka hvatningu hefur vantað, hvað þá að málin hafi verið gerð áhugaverð fyrir bæjar- búa. Mjög auðvelt er að setja þannig fram málin að þau vekji athygli og áhuga. Nú í vetur mun verða borgarafundur á vegum JC, eins og gert var í s.l'. vetur, en á þeim fundi gátu bæjarbúar tekið þátt í umræðum um hin ýmsu málefni með bæjar- fulltrúum og þótti þessi fund- ur takast mjög vel. Því skul- um við vona, að bæjarbúar fái meiri áhuga á málefni kaup- staðarins, en það er einungis hægt, komi bæjarfulltrúar til móts við almenning, sem þó hefur stigið fyrsta skrefið í þessari viðleitni. Afsláttarkort Kaupfélagsins Á síðastliðnu ári var tekin upp sú nýbreytni að gefa félagsmönnum í kaupfélag- inu kost á að versla út á sérstök afsláttarkort. Hver félagsmaður fékk þá afhent tvö kort á skrifstofunni og gegn framvísun hvors þeirra fékk hann 10% afslátt á viðkomandi úttekt í vefnaðar- vöru- eða Búsáhaldadeild. Nú hefur verið ákveðið að gefa félagsmönnum korst á þessu aftur í all auknum mæli. Hver félagsmaður fær sam- tals sjö kort, þrjú sem gilda í Vörumarkaði, tvö í Vefnaðar- vörudeild og tvö í Búsáhalda- deild. Félagsmenn hafa nú fengið kortin send heim, en þeir félagsmenn, sem af einhverj- um ástæðum hafa ekki fengið kortin send, eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofunni. Þeir, sem vilja ganga í félagið nú, eru einnig beðnir að koma á skrifstofuna og - Fiskeldi í Vestmannaeyjum - ganga frá því og fá þeir þá einnig aíhent kort. Undanskilið afslætti er kjöt í heilum og hálfum skrokkum í Vörumarkaði, svo og heim- ilistæki og stærri raftæki í Búsáhaldadeild. Kortin gilda til 10. des- ember, og eingöngu gegn Staðgreiðslu. Fréttatilkynning. Aðalfundur Foreldra- félags í kvöld kl. 20.00 hefst aðalfundur Foreldrafélags Barnaskólans og verður hann í Barnaskólanum. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Ás- gerður Ólafsdóttir mun flytja erindi um kennslu fyrir sjón- skerta, ásamt Arnþóri Helga- syni. Undir liðnum önnur mál, verður rætt um videomálin, sem svo hátt hafa borið í umræðu bæjarbúa að undan- förnu. Áríðandi tilkynning til foreldra skólabarna Borist hefur bréf frá land- lækni, þar sem sagt er frá mislingafaraldri í Noregi og að líklegt sé að fasaldur þessi gangi yfir ísland á næstunni. Það eru eindregin tilmæli heilbrigðisyfírvalda, að börn á aldrinum 6-15 ára, sem ekki hafa fengið mislinga eða verið bólusett gegn þeim, verði nú þegar bólusett. Öll skólabörn verða því send heim með miða, þar sem foreldrar eru beðnir að upp- lýsa þessi atriði, og verða síðan bólusett á næstu dögum. Vestmanneyingar Kynning á örbylgjuofnum í Kjarna kl. 4-6 í dag. Dröfn Farestveit kynnir og sýnir notkun Toshiba örbylgju- ofna. Gjörið svo vel og lítið inn! "i___

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.