Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1981, Blaðsíða 1
Stærsta fréttablað Eyjanna Eina óháöa blaðið í Eyjum 4br *&&* W^Sþ *Mr ^fc ÉTTIK % VIKUBLAÐ f *$ítr *t&r *%Sl* *F Fréttir koma út í 2300 ein- tökum vikulega 8. árgangur Vestmannaeyjum 12. nóvember 1981 45. tölublað Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi: PRÓFKJÖR ER NAUÐSYN Á fundi fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna s.l. sunnudag var saþykkt einróma tillaga um að óska eftir því við hina stjórnmálaflokkana að viðhaft verði sameiginlegt prófkjör allra flokka. Gert er ráð fyrir því að prófkjörið verði með svipuðu sniði og flokkarnir á Akranesi náðu samkomulagi um. Gert er ráð fyrir að svör hafí borist fyrir 30. nóv- ember. Einnig er reiknað með að sameiginlegt prófkjör færi fram í byrjun næsta árs. Hvers vegna sam- eiginlegt prófkjör? Allmiklar umræður hafa verið um kosti og galla próf- kjöra. margir eru þeirrar skoðunar að þau eigi ekki rétt á sér. Það er að mínu viti eðlilegra að viðhafa prófkjör, þegar velja á menn í framboð til bæjarstjórnar og til Al- þingis. Með því gefst kjós- endum tækifæri til að ráða því hverjir veljast í efstu sætin. Það sem helst hefur verið fundið að prófkjörum er að menn úr öðrum flokkum geti haft áhrif á valið. Einnig að fólk geti flakkað á milli flokka í prófkjöri. Með sameiginlegu próf- kjöri er girt fyrir þennan ókost. Hvernig er fram- kvæmdin? Öllum Vestmanneyingum, 18 ára og eldri, yrði heimil þáttaka. hver kjósandi fengi seðil í hendurnar með fulltrú- um allra flokka. Einungis mætti krossa við eða númera (eftir því hvor leiðin yrði valin) hjá einum flokki. Með þessu fyrirkomulagi væri stigið sórt skref í þá átt að allir kjósendur ættu þess kost að velja þá aðila, sem þeir treysta best til að sitja í bæjar- stjórn. Vonandi taka allir stjórnmálaflokkarnir vel í hugmyndina um sameigin- legt prófkjör. Það á að vera liðin tíð, að fámennar klíkur geti ráðið því hverjir veljist til framboðs fyrir flokkana. Skrefagjald Pósts og Síma Nýjar og glæsi- legar íbúðir aldraðra Sunnudaginn 8. nóv. s.l. voru íbúðir aldraðra afhentar leigjendum. í- búðirnar eru fjórar ein- staklingsíbúðir auk tveggja stærri íbúða. Frágangur er allur hinn vandaðasti. íbúðirnar verða Eyjabúum til sýnis eftir hádegi á laugardag. Byggingarverktaki var Áshamar h.f. Lítil eða engin hækkun á síma? Fréttir höfðu samband við stöðvarstjóra Pósts og Síma í Eyjum, Baldur Böðvarsson, og inntu hann eftir áhrifum skrefagjaldsins svokallaða á símareikninga Eyjabúa. Baldur sagði að skrefagjald væri nú mælt frá kl. 8 á morgni til kl. 7 á kvöldin, er skrefið mælt á 6 mínútna fresti. Eftir kl. 7 á kvöldin til 8 að morgni reiknast ekki skref (eins og fyrirkomulagið var áður allan sólarhringinn á innanbæjarsamtölum). Áður var hægt að tala ótakmarkað innanbæjar, án þess að skref væru mæld. Við skrefataln- ingu lengjast samtöl t.d. til Reykjavíkur um 20%, en á móti hækkar skrefagjaldið um 9%. Baldur sagði að með þessu myndu símareikningar Vestmanneyinga sjálfsagt eigi hækka í heild. Vestmann- eyingar myndu hvorki tapa né græða á þessari breytingu. Hinsvegar þar sem fjarlægð er meiri, t.d. Austfirðir og Norðurland færu betur út úr þessar breytingu, þar sem skrefin lengdust um ca. 50% á utanbæjarsamtölum þar. Baldur benti á, að um helgar, laugardaga og sunnu- daga væri ekki reiknað nýja skrefagjaldið, en alla hátíðis- daga, svo sem jól, páska o.s.frv., væri reiknað skrefa- gjald ef þessir hátíðisdag- ar bera upp á aðra daga en laugardaga og sunnu- daga. Á næstunni mun Póstur og Sími í Vestmannaeyjum senda frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem nánar er fjallað um þessi mál. Aukafundur í bæjarráði í dag: Atvinnumál bílstjóra BSV meðal þess sem tekið er fyrir I dag kl. 17.00 verður aukafundur í bæjarráði vegna bréfs frá vörubif- reiðastjórum á B.S.V. og slæmrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Bílstjórarnir vekja at- hygli bæjarráðs á alvar- legu atvinnuástandi og brota Bæjarsjóðs á samn- ingi við vörubílstjórafél- agið Ekil. Þá munu fjárhagserfið- leikar bæjarins verða teknir til umræðu að sögn Arnars Sigurmundssonar, bæjar- ráðsmanns minnihlutans. En útgjöld bæjarins hafa farið mjög úr böndum á nokkrum rekstrarliðum svo sem félagsmálum, æskulýðs- málum og viðhaldi fast- eigna bæjarins. Ef ekkert verður aðgert stefna útgjöld bæjarins rúmlega 3 milljón kr. fram úr áætlun á árinu. Á sama tíma virðast tekjur bæjarsjóðs verða mjög ná- lægt áætlun 1981. Innheimta bæjargjalda var 58.3% um síðustu mán- aðarmót sem er svipuð út- koma og sl. tvö ár, en heldur betri en á sama tíma 1978. Að sögn Arnars hefur meirihlutinn í bæjarráði ekki lagt fram neinar til- lögur til lausnar vandanum og er útlitið í fjármálum bæjarins ekki glæsilegt um þessar mundir. Á sama tíma sl. ár barst mikið af síld til Eyja, en greinilegt er að síldarver- tíðin í ár verður mun lakari. Hefur þetta mikil áhrif á innheimtu bæjargjalda og verður án efa erfítt að ná sömu innheimtuprósentu og í fyrra, nema eitthvað ó- vænt muni ske, en inn- heimta 1980 varð 78.2% af gjöldum sem voru til inn- heimtu. * ORBYLGJUOFNAR * SAUMAVÉLAR * FRYSTIKISTUR * ÍSSKÁPAR ....OG SVO ALLT HITT SEM VIÐ EIGUM..ALLT Á GAMLA VERÐINU! Kjarm s/f Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.