Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 1
Stærsta ffréttablað Eyjanna Eina óháða blaðið í Eyjum Fréttir koma út í 2300 ein- tökum vikulega 8. árgangur Vestmannaeyjum 19. nóvember 1981 46. tölublað Bæjarráð Fimmtudag 12. nóv.: 1. mál: A fundinn mættu full- trúar Vörubílstjórafélags- ins Ekils sbr. síðustu fundargerð bæjarráðs, og gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum sínum varð- andi samskipti félagsins og bæjarsjóðs, sem og al- mennt varðandi atvinnu- ástand vörubifreiðastjóra og horfur í þeim málum. - Bæjarráð getur eftir atvikum fallist á það sjón- armið vörubifreiðastjóra, að framvegis verði um meiri sundurliðun að ræða á útboðsverkum bæjarsjóðs, og vísar að öðru leyti til samnings og samkomulags aðila frá 11. júní 1976. 2. mál: Rætt var um rekstur- og fjárhagsstöðu bæjar- sjóðs og stofnana hans. Laugardag 14. nóv.: 1. mál: A fundinn mætti stjórn Starfsmannafélags Vest- mannaeyjabæjar og gerði grein fyrir afstöðu sinni til væntanlegrar launanefnd- ar sveitarfélaga, sbr. bréf til stjórnarinnar til samn- inganefndar og bæjarráðs dags. 13.11.1981. I fram- haldi þar af urðu nokkrar umræður um kosti og galla þeirra hugmynda, sem liggja að baki áforma um stofnun launanefndar sveitarfélaga, sem og al- mennt um gerð kjara- samninga. Akveðið var að aðilar hittust aftur aftur að lokn- um stofnfundi launa- nefndarinnar. Alda sýnir mál verk í Akóges Á sýningunni verða um 30 olíumálverk, flest unnin síð- ustu 4 árin. Einnig verða blómamyndir, púðar og dúk- ar, flest málað á flauel. Sýning þessi er sölusýn- ing. Fréttatilkynning. Alda Björnsdóttir opnar málverkasýningu í Akóges í kvöld, 19. nóvember kl. 8. Sýningin verður opin frá kl. 14-22 dagana 20., 21., 22. og lýkur á sunnudagskvöldi. alda er fædd 4. júlí 1928 í Vestmannaeyjum og er dóttir Björns Sigurðssonar frá Pét- ursborg. ’réttatilkynning frá 'oreldrafélagi Bamaskólan; -Eftirfarandi bréf var sent bæjarráði og skólanefn Foreldrafélagið hélt fund sl. fimmtudag. Á fundinn mættu Ásgerður Ólafsdóttir blindraráðgjafi og Arnór Helgason. Þau veittu ýmsar upplýsingar varðandi kennslu sjónskertra. Bréf þetta er til nánari upplýsinga og rök- stuðnings fyrir beiðni okkar um aðstoð vegna þessara mála. Hér í Vestmannaeyjum búa nú 4 mjög sjónskert börn. Fram kom hjá Ásgerði að það er einsdæmi hér á landi að svo mörg börn séu í ekki stærra byggðarlagi. I reglugerð um sérkennslu er greint frá því að svona sjónskert börn eigi rétt á 10 kennslutímum á viku vegna fötlunar sinnar. Vegna þess- ara óvenjulegra ástæðna fer Foreldra- og kennarafélag Barnaskólans fram á að Vest- mannaeyjabær mæti þessum vanda með því að veita ríf- legan styrk þannig að einn kennari geti menntað sig í kennslu sjónskertra barna. Félagið mun einnig fara fram á það við félagasamtök í bænum, að þau leggi máli þessu lið. Á þann hátt gæti orðið um myndarlegan styrk að ræða. Ennfremur vill félagið benda á að þörf fyrir tal- kennara við skólana er mikil. I lauslegri könnun sem gerð var í Barnaskólanum vetur- inn 1980-1981 kom í ljós að 30-40 börn þyrftu á talkennslu að halda. Félagið óskar eftir því að Vestmannaeyjabær sjái sér fært að veita annan styrk til kennara sem vildi leggja stund á nám í talkennslu. Til upplýsinga skal þess getið að talkennsla og blindra- kennsla er tveggja ára nám að loknu almennu kennaraprófi. Til upplýsinga skal þess getið að talkennsla og blindra- Kristniboðs- basar Næstkomandi laugardag eftir hádegi kl. 5, verður basar í húsi KFUM við Vest- ftiannabraut. Undanfarnar vikur hefur hópur kvenna, sem vilja styrkja starf íslensku kristni- boðanna í Eþíópíu og Kenýju unnið af kappi og árangurinn hefur mátt sjá í sýningar- glugga Kjarna undanfarna daga. Nú er tækifæri til að kaupa ýmsa handavinnu til jólagjafa á hóflegu verði. Einnig verða seldar kökur og blóm. Fundur um Video Foreldrafélag Bamaskólans hefur ákveðið að gangast fyrir umræðufundi um video-málið. Fengnir verða aðilar sem hafa misjafna skoðun á þessu máli, til að hefja umræðurnar. Fundurinn verður næst- komandi mánudag kl. 20.30 í Barnaskólanum. Rétt er að vekja áhuga allra á þessum fundi, það skiptir alla máli, hvort auk- ið verður við sjónvarpsefni og á hvern hátt. Eins hafa margir áhyggjur af þessari þróun, -telja hana neikvæða. Einnig eru skiptar skoðanir um hvort leggja eigi kapal eða setja upp endurvarpsstöð. Athygli skai vakin á því að allar rannsóknir benda til þess að börn og unglingar horfi mest á sjónvarp. Það er því virkileg ástæða fyrir foreldra að fylgjast með þessu máli. Verðbólgan er ekld farin að virka! Vanti þig örbylgjuofn - grillofn - sauma- vél - eða hvað þetta allt heitir.............. fæst það í Kjarna á gamla verðinu! YAMAHA orgelin á gamla verðinu og á mjög góðum kjörum. Kjami s/f Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.