Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1981, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1981, Síða 1
psl Fi r Scoma út I 2300 aia- tdkum víkulega Stœrsta fréttablað Eyjanna Eina óhóöa blaðíð I Eyjum 8. árgangur. Vestmannaeyjum 3. desember 1981 49. tölublað ÞJÁLFARA ÁKAFT LEITAÐ Knattspyrnudeild ÍBV, í 1. deild, leitar nú logandi ljósi að þjálfara fyrir 1. deildarliðið. Haft hefur verið samband við þýskan þjálfara, Klaus Hilbert að nafni, en hann þjálfaði lið Akurnesinga 1979. Einnig hefur verið haft samband við umboðsskrifstofu í Þýskalandi, sem hefur þjálfara á sínum snærum. Mikill hugur er nú í þeim knattspyrnuráðsmönnum að undirbúa vel næstu knatt- spyrnuvertíð. Um liðsskipan er erfitt að spá nú, enda langt í næsta sumar, en jafnt og þétt er unnið að þessum málum og æfingar hefjast sennilega fljótlega að þessu ári loknu. Taktaefingin: MANNLEG MASKÍNA. - Á niyndina vantar biskupana af Lax og Kantaraborg en þeir voru, er myndin var tekin að slá taktinn í leikmyndadeiídinni. Á bls.2 í blaðinu í dag er sagt frá Getraunagróða LV. Saltsalan h.f.: Byggja stóra saltgeymslu Saltsalan h.f. í Reykjavík hefur fengið úthlutað lóð fyrir saltgeymslu fyrir austan hús Stakks h.f. við Friðarhöfn. Byggingarframkvæmdir hófust í gær og er ráðgert að byggja 1280 fermetra hús, eða 10.800 rúmmetra. í húsinu verður hægt að geyma 7000-7500 tonn af salti. Saltsalan h.f. og Skipafélagið Vík- ur starfa náið saman, en m.s. Hval- vík og m.s. Eldvík eru eign Víkur hf. Mun tilgangurinn með því að koma upp stórri saltgeymslu í Vest- mannaeyjum vera að tryggja nægi- legt framboð á salti yfír hávertiðina og geta verið varabirgðastöð fyrir Hornafjörð og Austfjarðahafnir. Saltsalan h.f. er með tvær salt- geymslur fyrir, aðra í Keflavík og hina í Kópavogi. Ráðgert er að ljúka byggingu hússins í vetur, og það geti þjónað fiskverkendum seinnihluta vertíðar. Að sögn Arnars Sigurmundsson- ar hjá SAMFROST hefur þetta mál átt nokkurn aðdraganda, og óskuðu fiskverkendur eftir því við Saltsöl- una h.f. í vor að komið yrði upp geymslu fyrir vertíðina í vetur, en öll undirbúningsvinna tekur sinn tíma, þótt vel hafi verið unnið. Fram að þessu hefur Vinnslustöðin h.f. ann- ast afgreiðslu fyrir Saltsöluna, en nú þarf að taka húsnæðið undir físk- vinnsluvélar. Blaðið fagnar allri nýrri atvinnu- starfsemi er kemur í bæinn, en stór birgðargeymsla fyrir salt, skapar höfninni auknar tekjur í framtíðinni sérstaklega ef flutt verður salt héðan á hafnir úti á land. Fundur í bæjarstjóm á morgun Á morgun, föstudag, klukkan 17.00 verður haldinn almennur fundur í bæjarstjórn í Safna- húsinu. Mörg mál eru á dagskrá fundarins og má þar nefna fjármál bæjarins og bréf frá Foreldrafélagi Barnaskólans um videómálin. Þótt aðsókn bæjarbúa að fundum bæjarstjórnar hafi glæðst undanfarið, má að sögn bæjarfulltrúa vera betri mæt- ing hins almenna borgara. FYRIR JÓLIN! Úrval af YAMAHA hljómtækjum og orgelum á lang- bestu kjörum í bænum! VORUM AÐ TAKA UPP TRÉSTAND-LAMPA - TRÉBORÐ-LAMPA - FLÖSS - LOFTLJÓS - TÖLVUÚR OG MARGT FLEIRA. KJARNI S/F SKÓLAVEG 1 Sameiginlega prófkjörið: Framsókn segir nei - Alþýðu- bandalag: Ekkert svar Eins og sagt var frá í Fréttum nýlega, skrifaði fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna öðrum flokkum hér í bæ, bréf og bauð upp á sameigin- legt prófkjör allra flokka. I bréfinu var óskað eftir svari fyrir 30. nóv. sl. Alþýðuflokksmenn funduðu á sama tíma og samþykktu að fara í sam- eiginlegt próíkjör. Framsóknarmenn tóku málið fyrir á félagsfundi um sl. helgi. Var þar samþykkt með naum- um meirihluta að hafna þátttöku í sameiginlegu prófkjöri. Á fundinn- mættu 17-18 manns, ogeftir því sem blaðið kemst næst var boði sjálf- stæðismanna hafnað með 4 atkvæða meirihluta. Alþýðubandalagsmenn tókp mál- ið fyrir á fundi nýlega. Var stjórn félagsins falið að skoða málið nánar, og að sögn Magnúsar Jónassonar form. fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna höfðu engin svör borist frá þeim í gær, þrátt fyrir að fresturinn væri útrunninn. Sagði Magnús þaðætlun sína að ítreka beiðni um svör frá Alþýðubandalagsmönnum, og ef ekkert heyrðist frá þeim fyrir helg- ina, yrði litið svo á að þeir vildu ekki verða með í sameiginlegu prófkjöri. Lítur því ekki vel út þessa stund- ina fyrir sameiginlegt prófkjör, þar sem framsókn er þegar dottin út, og Alþýðubandalagið engu búið að svara þrátt fyrir að 3ja vikna frestur sé runninn út. Eru því miklar líkur á því að framsókn og Alþýðubandalag stilli upp sínum framboðslistum fyrir bæjarstjórnarkosningar með gamla laginu, þ.e. að nokkrir útvaldir ílokksmenn hittast eina kvöldstund og gangi frá listanum. Líklegt má telja að Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn haldi þá sín próí'kjör sitt í hvoru lagi, í janúar eða febrúar á næsta ári. Kosið verður til bæjarstjórnar 23. maí 1982. JC - Vestmannaeyjar: Leikfanga- happdrætti JC-Vestmannaeyjar mun standa yrir leikfangahappdrætti nú í des- ember. Ætlunin er að byrja að selja miða um þessa helgi og verða vinn- ingar til sýnis í glugga verslun- arinnar Kjarna sf. á Skólaveginum. Börn JC félaga munu að mestu sjá um sölu og ætlajrau að ganga í hvert hús. Verðmæti vinninga er 8.100 kr., en dregið verður um 100 vinn- inga. Miðaverð er kr. 10 pr stk. Dráttur fer fram 23. des. kl. 19.00, en vinninga má sækja milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi á aðfangadag. Nánari upplýsingar veita Kristín s. 2135, Helgas.2528, Hrönns. 2123 eða Lilja s. 1909.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.