Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR átr *&átr áreÉmE^ í Ritstjóri og Abm.: Cuðlaugur Sigurðsson Útgofandi: EYJAPRENT HF. Filmusetning og offset-prentun: Eyjaprent hf. Strandvegi 47, 2. hæð Simi 98-1210 ****** 1 Mannleg sam- skipti á undan- haldi í Eyjum? Á þessu hausti seni öðrum, halda ýmis félagasam- tök ársfagnaði sína. Átthagafélögin með spilakvöld og önnur hefðbundin félagastarfsemi hafín. Fyrir nokkrum árum var hér gefín út skrá yfír félagasamtök í Vestmannaeyjum og þar voru skráð hátt á annað hundrað félagasamtök, hvert með sínum brag. Fyrir nokkrum árum voru árshátíðir stærri félagasamtaka hápunktur skemmtanaiðkunar Eyja- búa á hverju hausti. Má þar m.a. nefna árshátíð Félags kaupsýslumanna, árshátíð Sjálfstæðisfélag- anna o.fl. Nú er svo komið, að varla er hægt að halda þessar skemmtanir, hvað þá aðrar. Árshátíð Félags kaupsýslumanna var þó með betra móti, en aðrar skemmtanir ekki líkar því yfírbragði, sem áður var. Hvað veldur? Er skemmtanaiðkun fólks í Vest- mannaeyjum komin inn á aðrar brautir með tilkomu annarra áhugaverðari þátta. Hvaða þættir eru það? „Barinn“, vídeóið, eða fleiri og þá fámennari félagasamtök? Það er staðreynd að myndsegulbönd hér í bæ skipta ekki tugum, heldur hundruðum og fólk sækir minna eftir mannlegum samskiptum. Er þetta neikvæð þróun? Er verra að sitja heima og glápa í sjónvarpið, en fara á mannamót? Oft hefur sú röksemd heyrst, að betra sé að sitja yfír sjónvarpinu heima, en fara út frá heimilinu til að þjóna Bakkusi. Ef svo er, er ekki betur heimasetið? Er ástæða fyrir andstæðinga myndbandavæðingar að hafa hátt. Vilja þeir leggja uppeldislegt gildi „auka“ sjónvarps um helgar jafnt við uppeldi einn dag með timburmönnum, eða öðrum alvarlegri fylgifiskum Bakkusar? ”Glannaskapur” & „matvendni” Oli Hermannsson tefldi með hvítu móti Kára Sólmundarsyni, en sá leikur stóð skammt yfir því Óli missté sig illilega í átjánda leik og tapar þá manni, og hann var ekkert að ergja sig meira og gaf skákina. Guðmundur Búason stýrði hvítu mönnunum á móti Jóni Pálssyni, og aldrei þessu vant þá tefldi hann nokkuð glannalega, fórnaði manni í 10-unda leik, en mér þótti Jón ansi matvandur er hann þáði ekki þenn- an bita og hann hefði mátt tefla af meiri djörfung í svona opinni skák, en var heillum horfin og tapaði i 24 leikjum. Agúst Ómar tefldi við Arnar Sigurmundsson og hafði svart. En þess skal getið að Herjólfur var með aðalfund niðri í salnum og að sjálf- sögðu þurfti Arnar að mæta þar, en þeir hófu taflið áður en fundur hófst, og voru búnir að leika nokkra leiki þegar að Amar þurfti aðskreppa niður á fundinn, og þeir stoppuðu klukkuna. Agúst sat og beið og orðin svangur og þyrstur, og orðinn hund- leiður, þegar Arnar birtist uppljóm- Már Karlsson, tæknifræðingur: MEINT GROÐAFIKN! Hr. ritstjóri Vegna greinar yðar í blaðinu s.l. fimmtudag, um tekjuöflun Fjarhitunar Vestmannaeyja þykir undirrituðum rétt að koma á framfæri, eftirfarandi, við yður: l. Til að greiða stofn- og rekstrarkostnað hitaveitunnar greiða notendur fyrir vatns- notkun og skipta á þann hátt á milli sín greiðslubyrðinni á Athugasemd ritstjóra: þessu sameignarfyrirtæki sinu. Greiðslubyrði vegna stofn- kostnaðar nemur fyrstu árin u.þ.b. 4/5 af tekjuþörfinni en rekstrarkostnaður l/5 hluta. 2. Alíar upplýsingar um áætl- anir heitavatnsnotkunar eru til reiðu hverjum þeim notanda er þess óskar. 3. Notanda þeim er þér grein- ið frá í umræddri grein hafði verið gerð grein fyrir því að vatnsmagn það er þér tilgreinið var hluti af 122 daga notkun, en ekki einungis fyrir 4 daga eins og þér haldið fram. Upplýsingar hér um hefðuð þér fúslega fengið ef eftir hefði verið leitað. Sá mun og vera háttur virtra blaðamanna að óska skýringa og hugsanlega ólíkra sjónarmiða í hverju máli. Már Karlsson Tala notkunardaga: 4 I athugasemd Más Karls- sonar hér að ofan við grein í síðustu Fréttum um óhóf- legan gróða Fjarhitunar, skal hér bent á, að á reikn- ingi umrædds neytanda er liður sem heitir „tala notk- unardaga“. Þar stendur skýrum staf talan 4. Fyrir þessa fjögurra daga notkun er þessum neytanda gert að greiða, fyrir 130 tonn, tæpar ejtt þúsund krónur. Þessar tölur tala sínu máli og þykja af hálfu Fjar- hitunar vera réttar, nema ef um mistök er að ræða í reikningsgerð. Már Karlsson viðurkenn- ekki að um mistök sé að ræða. A meðan svo er, lítur blaðið svo á, að málflutn- ingur Más standist ekki. Því stendur blaðið við umrædda grein, og þar við situr frá þess hálfu. Ritstjóri. Frábær skemmtun í skammdegi Leikfélag Vestmannaeyja frum- sýndi s.l. sunnudag leikritið Get- raunagróða eftir Philip King. Þetta er 107. verkefni leikfélagsins, en leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Þegar þessar Fréttir koma út, hefur LV sýnt Getraunagróða 3svar sinnum og ávallt fyrir nær fullu húsi. Getraunagróði gengur út á mis- skilning á prestsetri séra Lionels Toops, se_m leikinn er af Óskari Arasyni. Óskar Arason bregst ekki leikhúsgestum í þessu verki fremur en öðrum og var hann, ásamt Guðrúnu Kolbeinsdóttur yfír- burðamaður á sviðinu. I svo leikandi léttu og skemmti- legu verki sem þessu, reynir mjög á tjáningarhæfni leikarans og tekst aður í góðu skapi eftir góðan fund og gott kaffí og finar pönnukökur með rjóma. Þeir hófu svo taflið að nýju og voru að tefla til klukkan rúmlega eitt en þá sömdu þeir jafntefli. Undirritaður stýrði hvítu mönn- unum á móti Páli Arnasyni en fékk örðugri stöðu útúr byrjuninni og tapaði peði, en tókst að rétta úr kútnum í 30-asta leik og lét þá hrók fyrir uppvakning, og hafði nú tvö peð mjög vel staðsett á móti þessum hrók og í 44 leik gaf Páll þessa hörkuskák. Sævar Halldórsson sat hjá þetta kvöld. 2. FLOKKUR Einar Birgir Einarsson vann Jón M. Björgvinsson. Halldór Gunnarsson vann Sigurð Frans Þráinsson. LNGLINGAFLOKKUR Tefldar voru tvær umferðir á laugardaginn hjá þeim sem mættir voru en það stóð illa á hjá einum 4 þátttakenda því þeir voru í keppnis- ferð í Reykjavík, þessum skákum var svo frestað, og eftir að þeir hafa svo teflt þessar frestuðu skákir, getum við birt stöðuna hjá þeim. HAUSTSKÁKIN Hún kemur hér öll, því heyrst hefur að einhver villa hafi komið fram: l.e-4 e-5. 2.R-f3 R-có. 3.B-b5 a-6. 4. B-a4 R-f6. 5. o-o B-e7. 6. H-el b-5. 7. B-b3 d-6. 8. c-3 o-o. 9. h-3 B-e6. 10. d-4 BxB. II. DxB d-5. 12. dxe5 Rxe4. 13. B-e3 R-a5. 14. D-c2 R-c4. 15. Rb-d2 Rxd2. 16. Bxd2 c-5. 17. Ha-dl D-d7. 18. B-cl Ha-e8. 19. b-3R-b6. 20. D-d3 D-e6. 21. H-e2 Hc-8. 22. R-g5 D-g6. 23. er6. leikendum þar vel upp. Þáttur leikstjórans vill oft gleymast í svona verkum, en þarna má sjá að góður leikstjóri, áhugasamur og skapandi, hefur verið að verki. - Það er oft sagt um þekkta leikara, að þeir séu „alltaf að leika“, hvort sem er á sviði eða í hinu daglega lífi og þar af leiðandi sé ekkert gaman að sjá þessar manneskjur troða upp á svið. Það fer lítið fyrir þessari tilfinningu í Bæj- arleikhúsinu þessa dagana. Þarna er um að ræða stórgóðan leik einstakra þátttakenda í verkinu. Eins og fyrr er hér nefnt, fannst mér þau Óskar og Guðrún bera af leikendum í þetta skiptið, en allir hinir skiluðu sínu þó afbragðs vel, hver með sínum hætti. Það er ekkert ofsagt, að Óskar og Guðrún eigi heima í leikhúsum meðal atvinnu- manna, en ef svo væri, þá nytum við ekki krafta þeirra hér og nú. Næsta sýning á Getraunagróða er í kvöld kl. 20.30 og fjölskyldu- sýning er á laugardag. Sigurgeir leikstjóri tjáði blaðinu, að ný aðferð hefði verið reynd við æfingar, en það eru svokallaðar „taktæfingar“, en þær eru til þess að fá leikarana til að opna sig meir í alls kyns stellingum og skringilegum háttum. Með þessu móti hefði m.a. tekist að létta alla leikendur í fasi, og er óhætt að fullyrða, að ferð í Bæjarleikhúsið borgar sig, betri skemmtun er vart hægt að fá. Fréttir óska Leikfélagi Vest- mannaeyja til hamingju með góðan árangur rétt einu sinni! „s Breyttur afgreiðslu- tími á þorláksmessu Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum auglýsir á þessari síðu afgreiðslutíma verslana og er sú breyting gerð á þeim tíma, frá fyrri árum, að nú er aðeins opið til kl. 22 á þorláksmessu, i stað 24 áður. I þess stað er fjölgað þeim dögum, sem lengur er opið umfram vanjulegan tíma. Þetta er gert til að dreifa versluninni á fleiri daga og til þess að fólk fái meiri tima til að versla, því jólahelgin er óvenjulöng að þessu sinni. FÉLAG KAUPSÝSLUMANNA VESTMANN AEY JUM Afgreiðslutími verslana í desember: laugardagur 5. laugardagur 12. fimmtudagur 17. laugardagur 19. þriðjudagur 22. miðvikudagur 23. fimmtudagur 24. fimmtudagur 31. des. Kl. 9 - 12 des. Kl. 9 - 16 des. Kl. 9 - 22 des. Kl. 9 - 18 des. Kl. 9 - 22 des. Kl. 9 - 22 des. Kl. 9 - 12 des. Kl. 9 - 12 Félag Kaupsýslumanna í Vestm.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.