Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1981, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ ÍVEXTI 8. ÁRGANGUR VESTMANNAEYJUM 10. DESEMBER 1981 49. TÖLUBLAÐ Síldarvertíðin: Mun lakari en í fyrra Á þeirri síldarvertíð, sem nú er nær lokið, eru komin á land í Eyjum 5451 tonn af síld, sem er miklu minna magn en á síðustu síldar- vertíðum. Kemur það til m.a. vegna hegðunar síldarinnar, en hún hélt sig mikið inni á fjörðum fyrir austan land, eins og á síðustu vertíð. En nú voru síldarverkendur fyrir austan betur í stakk búnir til að taka á móti mikilli síld til vinnslu en áður. Þá var heildarafli talsvert minni á þessari vertíð en haustið 1980 og minna magni landað í Eyjum, Þor- lákshöfn og Suðurnesjum. Þegar þetta er skrifað eru tveir Eyjabátar enn á síld, þ.e. Valdimar Sveinsson og Gjafar, en þeir gátu ekki hafið veiðar fyrr en mjög seint vegna breytinga,sem unnið var að á bátunum. Eiga þeir eftir að veiða samtals um 150 tonn upp í sinn kvóta. Heildarafli síldar, sem komið hef- ur á land hér í Eyjum s.l. síldar- vertíðir er sem hér segir: 1977 ...............4.342 tonn 1978 ...............8.312 tonn 1979 ...............9.755 tonn 1980 ...............8.280 tonn 1981 ...............5.451 tonn Af þessum tölum má sjá, að mun minni afli hefur komið hér á land á þessari vertíð. Enda hefur þetta þýtt mun minni vinnu í haust, og bitnaði minna síldarmagn mjög mikið á síldarsöltun, en drjúgt var fryst hér í Eyjum eftir að lokað var fyrir söltun. ODDUR JÚLÍUSSON SKRIFAR: Kveðja til Gogga Vinur minn Georg Þór Kristjáns- son gerir mér vandalausum, þann óvæiua LciSsr í ^íðasta Fylki að biðja mig um útskýringu á ný- gerðum kjarasamningum. Tel ég að sú útskýring fáist best með því að birta samninginn hér í heild: l.gr. Síðast gildandi samningar fram- lengjast til 15. maí 1982 með þeim breytingum sem greinir í samningi þessum. 2.gr. Frá 1. nóvember 1981 hækki öll laun um 3.25%. 3.gr. Frá 1. nóvember 1981 skulu lág- markstekjur fyrir fulla dagvinnu vera krónur 5.214.- á mánuði að meðtalinni hækkun skv. 2. gr., en hlutfallslega lægri þegar um hluta- starf er að ræða. Þegar metið er, hvort starfsmaður á rétt á greiðslu vegna þessa ákvæðis, skal telja með dagvinnutekjum allar launagreiðslur aðrar en greiðslur vegna yfirvinnu, vaktavinnu eða kostnaðargreiðslna. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til unglinga innan 16 ára aldurs. 4. gr. Hinn 1. desember 1981 greiðast verðbætur á laun í samræmi við hækkun framfærsluvísitölu frá 1. ágúst til 1. nóvember 1981. Hinn 1. mars 1982 greiðast verð- bætur á laun skv. ákvæðum laga nr. 13/1979. Lágmarksdagvinnutekjur taki sömu hlutfallslega hækkun og laun. 5.gr. Samningaviðræðum skal fram haldið eigi síðar en 15. mars 1982. 6. gr. Samningur þessi fellur úr gildi án uppsagnar hinn 15. maí 1982. Svo mörg voru þau orð. Nú eru það áreiðanlega ekki illa kynntir samningar sem ráku Georg til að biðja um mínar útskýringar á plagg- inu því arna, mér sýnist öllu heldur að verið sé að fiska eftir minni persónulegu afstöðu og skal hún fúslega koma fram hér. Hér er um það að ræða að samið er um 3.25% grunnkaupshækkun, lágmarkstekjur og afturvirkni samningsins, en það er útaf fyrir sig stefhumarkandi þar sem atvinnurekendavaldið hefur að öllu jöfhu ekki verið til viðræðu um slíkt. Á móti þessu kemur að Olafs- lögin svokölluðu eru viðurkennd sem skammtímasamningur er hann alltof langur og öllum vandamálum ýtt^til hliðar, frestað. Ég óttast það mest að hér sé í rauninni verið að semja til eins árs þar sem ég hef ekki trú á því að ofan í kosningar og sumarfrí verði farið í samningagerð af neinum krafti. Hinsvegar liggur það ljóst fyrir að í dag hefði atvinnurekendum verið gerður mikill greiði með átökum á vinnumarkaðinum, hefði verkalýðs- hreyfingin í dag látið teyma sig út í verkföll, hefðu atvinnurekendur hrópað margfalt húrra, þar sem þeir blessaðir hefðu þá losnað við greiðslur á jóladögum og hefðu fagnað því láni að hafa fólkið heima kauplaust í þeirri litlu vinnu sem nú er. Auðæfi hafsins, orkulindir og gróðurmoldin eru sá grunnur sem þjóðlíf okkar byggist á. Ein höfuð- nauðsyn stjórnvalda er að tryggja skynsamlega nýtingu auðlinda lands- ins og uppbyggingu og nýsköpun atvinnuveganna í samræmi við land- gæði. Hlúa þarf að þekkingu og þróa tækni sem bestum árangri skilar miðað við heildarhagsmuni svo unnt sé að skapa alþýðu manna þau efhhagslegu, menningar- og félagstegu lífsskilyrði sem best verður á kosið. Goggi minn, Alþýðubandalagið er stór og vaxandi flokkur fólks sem á hugsjónir. Okkur er efst í dag að boða lýðræði gegn leiftursókn. Til marks um það, að í okkar flokki er íullt málfrelsi, dugar að nefna það eitt að hyggist menn bjóða sig fram í trúnaðarstöður í flokknum þurfa þeir ekki að draga sig til baka, langi einhverju flokksbrotinu að klappa í svo sem 5. mín. eins og raunin varð á með ónefhdan Eyverja. Að lokum þetta Goggi, spurðu Arnar Sigurmundsson næst þegar þið hittist hvort hann í gegnum starf sitt hjá Samfrost/Vinnuveitenda- félag Vm. hafi nokkru sinni beitt sér fyrir öðru en að kjörin yrðu löguð hjá verkafólki í Vestmannaeyjum? CHARLES DARWIN og þróunarkenningin -níunda bókin í flokki um frömuði sögunnar Bókaútgáfan örn og Örlygur hefur gefið út bókina CHARLES DARWIN OG ÞRÓUNARKENNINGIN eftir John Chancellor í íslenskri þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- um. Bókin er í bókaflokki um Fröm- uði sögunnar og Frömuði landa- funda, en áður hafa komið út hjá Erni og Örlygi átta bækur í þeim flokki. Hver og ein bók er þó sjálfstæð. Bókin um CHARLES DARWIN er prýdd fjölda mynda, bæði svart- hvítra og litmynda, sem m.a. skýra kenningar Darwins, en á sínum tima olli hann miklu fjaðrafoki og reiði er hann setti fram hina byltingarkenndu kenningu sína um þróun lífsins í bókinni „Uppruni tegundanna." Hafa fáar bækur sem út hafa komið valdið öðrum eins deilum, og þótti mörgum sem Darwin gerði litið úr guðshug- JÓHANNES LONG SKRIFAR 55 Hæst bylur í tómri... 44 í Dagskrá s.l. föstudag var auðséð að einhversstaðar hefi ég komið við auman blett í skrifum mínum í Fréttum vikuna áður. Ekki dugði minna en meginhluti forsíðu blaðsins til andsvara. Varðandi Sjónvarpsmiðstöðina h.f. títtnefndu og talin er eitthvert feimnismál af minni hálfu, er það að segja, að hún kemur inn í tilboð okkar sem heildsölu- og innflutn- ingsaðili á efni því, sem við ætluðum að nota. Það er því eins farið með okkur og öðrum þjónustuaðilum hér í bæ, að við framleiðum fæstir okkar „hráefni" hér heima. Fyrir rafiðn- aðarmenn eru lítil tök á slíku vegna skorts á járni, kísil og öðrum hrá- efnum sem til þarf. Efni þessi eru flest unnin úr jörðu og er mér ekki kunnugt um neinar slíkar námur hér á eyjunni, nema ef vera skyldi í kjallaranum hjá hjá herra V. Varðandi tollabreytingar á köpl- um og mögnurum er það að segja, að við (og Sjónvarpsmiðstöðin h.f.) vorum það forsjálir, er við gengum frá okkar tilboði, að tryggja okkur allt efni, áður en tollar hækkuðu, enda hafði það legið í loftinu þó nokkurn tíma, að tollum yrði breytt. Þannig, að þetta er ekkert feimnis- mál af okkar hálfu. Um skrif herra V. er það eitt að segja, að alltaf finnst mér það lítil- mannlegt þegar menn ráðast með róg og dylgjum á samborgara sína, að þeir skuli ekki þora að skrifa undir f'ullu nafni. Enda sannast þarna kannski best það fornkveðna að ávallt bylur hæst í tómri tunnu! Ég ætla ekki að fara í neitt „blaðastríð" við slíka hugleysingja, sem skýla sér á bak við dulnefni, er þeir skrifa greinar í stíl við Gróu á Leiti. Herra V. er það máske full- ljóst að svona skrif gera menn litla en ekki stóra. Að síðustu vona ég að þessar framkvæmdir við Sjónvarp Vest- mannaeyja verði okkur Eyjamönn- 'um til ánægju og þroska í framtíð- inni, hvort sem kapalkerfið verður Arcotan eða Whisi. Jóhannes Long. myndinni með því að halda því fram að mennirnir væru komnir af öpum. Eru í bókinni nokkrarteikningarsem gerðar voru af Darwin á sínum tíma, til þess ætlaðar að gera lítið úr honum og kenningum hans. Höfundur bókarinnar John Chan- cellor hefur eytt miklum tíma í rann- sóknir á ævistarfi og kenningar Dar- wins, og þykir þessi bók hans bregða einkar skyru og lifandi Ijósi á hinn hægláta og hikandi náttúrufræðing, sem á sínum tíma olli straumhvörf- um með kenningum sínum. CHARLES DARWIN og þróunar- kenningin er sett og umbrotin í Prentstofu G. Benediktssonar, en prentuð og bundin í Bretlandi. Nýjar jólavörur Plíseraðir skermar - Plíseruð loftljós - Plíseraðar rósettur - Tréstand- lampar - Tréborðlampar - Mynda- rarnmar - Marmaralampar^- Ódýr tölvuúr - Morgunhanar - Útvörp - Seríur - Stjörnur og auðvitað ótal margt fleira. - _ Lítið inn, það borgar sig! RAFTÆKJAVERSLUNIN ¦ V*J^%I"1MlJ S/F SKÓLAVEGM - SÍMM300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.