Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1981, Blaðsíða 4
FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR Bæjarstjórnin: r Askorun til alþingis Á síðasta bæjarstjórnarfundi lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á Alþingi að afnema einkarétt Ríkisútvarpsins til reksturs hljóðvarps og sjón- varps. Arnar Sigurmundsson, Sigurður Jónsson Gísli G. Guðlaugsson Georg Þór Kristjánsson Guðmundur Þ.B. Ólafsson Tryggvi Jónasson.“ Tillagan var samþykkt með 6 ■tkvæðum gegn atkvæði annars full- trúa Alþýðubandalagsins, en hinn fulltrúi þess sat hjá ásamt fulltrúa F ramsóknarflokks ins. Þessi tillaga kom fram eftir um- ræður um Vídeómál, þar sem á- lyktun Foreldrafélags Barnaskólans var til umræðu. + o * HANGIKJOT á gamla verðinu O-KO WJ Ijör Hólagötu 28 Neyðar- þjónusta tann- lækna Blaðinu hefur borist eftir- farandi fyrirspurn: „Mig langar til að fá upp- lýsingar um hvort neyðarþjón- usta verði hjá tannlæknum um hátíðirnar, og hvort ekki sé tímabært að koma á slíkri þjón- ustu á um helgar. Helgina 4.-7. nóvember s.l. var enginn tannlæknir í bænum. Ef slíkri þjónustu yrði komið á, væri upplagt að auglýsa tímann fyrir hátíðirnar nú.“ H.S. Fréttir höfðu samband við tannlæknastofuna og fenguupplýsingar að neyð- arþjónustu yrði komið á hjá tannlæknum um jólin og yrði hún auglýst tímanlega. Fasteigna- markaðurinn Skrifstofa Vestmannaeyjum Bárugotu 2, 2. hæð. Viðtalstimi. 15.30-19.00. þriðjudaga - laugardaga Sími 1847. Skrifstofa Reykjavík: Garða stræti 13. Viðtalstími á mánudogum. Sími 13945. Jón Hjaltason hrl Umboð í Vm: Páll Helgason Hólagötu 16 Sími 1515 BYGGINGANEFND: Deilt um verslunarlóð Bréf frá bæjarráði vegna bréfs frá Kostakjör og félagi Kaupsýslumanna Vestmannaeyjum. Varðandi úthlutun á verslunarlóð í Goðahrauni til Kaupfélags Vest- mannaeyja. Á fundi byggingarnefndar 25/5 1977 var K.V úthlutað lóðinni. Vegna breytinga á deiliskipulagi á fyrrgreindu svæði, fékk K.V ekki leyfi til þess að hefja framkvæmdir, fyrr en skipulag lægi fyrir. Kaup- félag Vestmannaeyja endurnýjaði síðan umsókn sína 12/1 1980, þegar hugmynd lá fyrir af deiliskipulagi og óskaði eftir að lóðarstærðin yrði ca. 1250m2, með hugsanlegum stækk- unarmöguleikum. Bygginganefnd samþykkir erindið á fundi sínum 15/1 1980, með venjulegum fyrir- vörum. Bygginganefnd leit svo á að Kaupfélag Vestmannaeyja mætti ekki hefja framkvæmdir fyrr en framang.eint deiliskipulag hefði hlotið iógmæta afgreiðslu. Á fundi bygginganefndar 5/6 1981 lá fyrir umsókn frá Verslunin Kostakjör um framangreinda versl- unarlóð. Bygginganejnd gat ekki orðið við erindinu af framangreind- um ástæðum, þar sem lóðinni var þá þegar úthlutað. A fundi nefndarinnar 7/8 1981 lagði Kaupfélag Vestmannaeyja fram teikningar af verslunarhúsi á lóðinni til umsóknar. Bygginga- nefnd óskaði eftir nánari útfærslu á teikningum með hugsanlegum stækkunarmöguleikum. Eins og framan greinir var Kaupfélag Vest- mannaeyja úthlutað lóðinni 25/5 1977. Frá þeim tíma hafði enginn annar aðili sótt um verslunarlóð í nýja vesturbænum, þar til umsókn barst bygginganefnd 5/6 1981 frá Engilbert Gíslasyni. Engar óskir né hugmyndir hafa borist um fleiri verslunarlóðir í nýja vesturbænum frá neinum aðila fyrr en nú. Bygginganefnd mótmælir harðlega þeim ásökunum sem fram hafa komið frá Engilbert Gíslasyni og Félagi Kaupsýslumanna um að hér hafi ekki verið um lögmæta afgreiðslu að ræða. Byggingarnefnd bendir á að á samþykktu aðalskipulagi hafi ein- ungis verið um að ræða eina verslun- arlóð og öllum aðilum átt að vera það kunnugt. JOLAGJOFIN I AR fæst á Tanganum Sama verð og í Reykjavík minni kr. 495 stærri kr. 569 Flugpúðinn hefur farið í loftköstum um skíðalönd Evrópu að undanförnu og hvarvetna valdið byltingu í sleðabrekkunum. NlÐSIERKim BN UJNGAMJÚKOR Á honum eru engar skarpar brúnir eða fletir, þannig að slysahætta í sleða- brekkum verður hverfandi lítil. LÆTUR MJÖGVELAÐ SKJÓRN Neðan á honum eru upphleyptar gúmmímottur sem koma í veg fyrir að hann snúist um sjálfan sig. Þú breytir um stefnu með því að færa til líkamsþungann á „púðanum” eða notar fæturna til stýringar. PÓBLÆST HANN UEPÁ BREKKUBRÚN Loftlaus Flugpúðinn tekur sama og ekkert pláss, hvorki í bílnum né geymslunni. SNJÖR,GRAS EÐAVÁEN! Flugpúðinn hefur þann eiginleika að geta runnið í hvaða snjó sem er og þú getur líka rennt þér á honum niður blauta grasivaxna brekku og flotið á honum í sundlauginni. > c o I ELDGFOÐINN EBST í TVEIMUR SEERÐUM IYRIR BÖRN OG PUILORÐNA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.