Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ I VEXTI r 8. ÁRGANGUR VESTMANNAEYJUM 17. DES. 1981 51. TÖLUBLAÐ Fréttatil- kynning frá Flugskóla iarna Jónassonar Að höíðu samráði við Loft- ferðaeftirlitið mun ég undir- ritaður stofna til Flugskóla í Vestmannaeyjum. Starfið mun hefjast með bóklega einkaflugmannsnám- skeiði í kvöld. Jónas Bjarnason Master of sience mun skipuleggja nám- ið og kenna með minni að- stoð. Flugskóli Helga Jónssonar mun lána kennslugögn. Reynt verður að fá veður- fræðing til að fínpússa veður- fræðina þegar kemur að prófi. Þegar sól fer að hækka á lofti þá verður verklegri kennslu hleypt af stað. Loftur Harðarson verður yfirkennari. Bjarni Jónasson, Skólastjóri. Þeir félagar, flugmennirnir B jarni og Loftur ætla að kenna Vestmanneyingum að fljúga. Myndina tók Sigurgeir er þeir voru staddir í Flugturninum núna í haust. Fréttatilkynning frá und- irbúningsnefnd iðngarða J6lat6nleikar í Landa- kirkju á morgun Á morgun, föstudaginn 18. desembermunu söngvamirSig- riður Ella Magnúsdóttir og Svala Nilsen syngja mörg af þekkt- ustu jólalögunum, ásamt kór Landakirkju. Undirleikari og stjórnandi er Guðmundur H. Guðjónsson. Undanfarin ár hafa verið haldnir jólatónleikar í Landa- kirkju á jólaföstu. Hefur það mælst vel fyrir og er það von aðstandenda tónleikanna að aðsókn verði góð. Annar einsöngvaranna, sem syngur i Landakirkju á morgun, Sigríöur Ella Magnúsdóttir. Handbolti um helgina: Stórleikur Týs og Þórs Þá er komið að leik Týs og Þórs og verður leikið annað kvöld. Hefst leikurinn kl. 20. Þar sem áreiðanlega verður um hörkuleik að ræða er fólki vinsamlega bent á að hafa með sér góða skapið. Hefur sést til hinna rólegustu bæj- arbúa, að þeir hafa verið komnir á skyrturnar, svo heitt hefur þeim verið í hamsi og gala svo Afram?. Þetta er síðasti leikurinn í handboltanum hér fyrir jólin og því vissara að tryggja sér tíma fyrir góðan skemmtun. Við viljum nota plássið hér jafnframt til að senda bæjar- búum bestu óskir um gleði- leg jól og gott nýár, með þökk fyrir stuðninginn á árinu. Verði ófært á föstudag, verður leikið á laugardag, en ef ófært verður á laugardag frestast leikurinn enn, og þá til sunnudags. Handknattleiksráð Týs. Fyrir nokkru samþykkti bæjarstjórn að kanna möguleika á byggingu iðngarða hér í Eyjum. Skipuð var 3ja manna nefnd til að annast þessa könnun. Nefndina skipa Sigurður Jónsson, sem er formaður, Guðmundur Þ. B. Ólafsson og Páll Zophoníasson. Nefndin hefur haldið nokkra fundi til að kynna sér þessi mál, sérstaklega hvernig þesu er háttað í öðrum sveitarfélögum. Á síðasta fundi nefnd- arinnar var samþykkt að senda frá nefndinni frétta- tilkynningu og leita eftir undirtektum og húgsan- legum umsækjendum. Menn gera sér betur Ijóst, að nauðsynlegt er í okkar bæjarfélagi að sköp- uð verði fleiri atvinnutæki- færi. Einn liðurinn í þeirri þróun er að komið verði á fót fleiri iðnfyrirtækjum. Sér- staklega er nauðsynlegt að kanna til hlítar, hvort ekki sé unnt að koma á nýiðnaði bæði með markað hér inn- anbæjar í huga og einnig fyrir stærra markaðssvæði. Til að skapa möguleika fyrir slíku, er hugmyndin um iðngarða sett fram. Bæjarsjóður myndi hafa forgöngu um byggingu húsnæðis, þar sem fleiri en eitt fyrirtæki eru saman komin. Hér væri um aug- Ijósa hagkvæmni að ræða varðandi hönnun, útboð og fjármögnun varðandi stað- als húsnæðis. Það væri því hlutverk bæj- arsjóðs að sækja um lán til Lánadeildar iðngarða við Iðnlánasjóð, en hann lánar til slíkra verkefna. Benda má á, að fyrirtæki í iðngörðum geta haft margvíslegan stuðning hvert af öðru. Þau geta haft samstarf um skrif- stofuhald, sölustarf og margháttaða aðra þjónustu. Undirbúningsnefndin hef- ur samþykkt að leita eftir„ hvort hér séu aðilar tilbúnir til að hefja starfsemi í iðn- görðum. Rétt er að benda á, að nefndin hefur samþykkt að setja sér það markmið að Jóla- blaðið Jólablað Frétta, sem koma átti út í dag, kemur út á laugardaginh. Meðal efnis í blaðinu eru tvær greinar skrifaðar af Jógvan Hansen, önnur er sjóferðasaga, en hin um upphaf nafngiftar New York borgar. Þá er fastur liður um skákina, mjög skemmtileg grein eftir Sigmund Andrésson. Myndaopna úr bæjar- lífinu, auk þess gamlar myndir. Við minnum á auka- blaðið, sem kemur út á þriðjudaginn. Efhi og auglýsingar í það blað verða að hafa borist fyrir mánudagskvöld. um nýiðnað verði að ræða, þannig að um aukna fjöl- breytni verði að ræða í at- vinnulífinu. Aðilar, sem gerðust rekstraraðilar í iðngörðum, myndu leigja hjá Bæjarsjóði eða kaupa á hagstæðum kjörum. Einnigværihægtað hugsa sér leigsölusamn- ing. Á Selfossi byrjuðu fyrir- tækin á að leigja, en keyptu síðar. Aðilar, sem áhuga hafa á stofnun iðngarða og hafa í huga að koma á stofn ný- iðnaði hér, eru beðnir að snúa sér til formanns nefnd- arinnar ellegar annarra nefndarmanna. Handboltanámskeið hjá Tý: Haldiö verður námskeiö fyrir stúlkur og drengi í [þróttahús- inu. Miðaö veröur viö 6. flokk og yngri. Ingibergur Einarsson og Sig- urlás Þorleifsson munu leiö- beina bömunum. Allir krakkar eru hvattir til aö notfæra sér þetta einstaka tæki- færi vel. Mánudag 21. des.. Þriðjudag 22. des. Miðvikud. 23. des . Mánud. 28. des. .. Þriöjud. 29. des. .. Miðvikud. 30. des. Knattspyrnufélagið Týr.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.