Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 4
VERSLUNIN Fancy auglýsir: Danskar dömuúlpur og anorakkar nýkomið, verð frá kr. 580, - ★★★★★ Mikið úrval af ungbarnafatnaði. ★★★★★ MUNIÐ GJAFAKORTIN VINSÆLU! Orðsending til SJÓMANNA Athygli er vakin á því að með lögum nr. 30/1981 var bætt við 11. gr. laga um almanna- tryggingar svo felldu ákvæði: ,,Hver sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur skal eiga rétt á töku ellilífeyrisfrá og með 60 ára aldri, enda sé að öðru leyti fullncegt skilyrðum þessarar greinar. Starfsár sjómanna skal í þessu sambandi miðast við að sjómaður hafi verið lögskráður á íslenskt skip eigifcerri en 180 daga að meðaltali í 25 ár. Nánari ákvceði um framkvcemd skulu sett með reglugerð”. Þeim er telja sig eiga rétt til lífeyris samkvæmt ofan sögðu er bent á að snúa sér til afgreiðslu umboðs almannatrygginga með umsóknir sínar hið fyrsta. 11. 12. 1981 Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum TILKYNNING TIL KAUPGREIÐENDA I ljós hefur komið að nokkur brögð eru að því að kaupgreiðendur vanræki að tilkynna inn- heimtumönnum um starfsmenn eða vanræki að halda eftir af launum svo sem krafist hefur verið. Ákveðið hefur verið að beita heimildum í lögum til að innheimta þannig vangreidd gjöld hjá kaupgreiðendum eftirleiðis án tillits til þess hvort viðkomandi starfsmenn starfa enn hjá þeim kaupgreiðanda er vanrækti fyrirmælin um að halda eftir af launum eða tilkynna starfs- menn. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum INNHEIMTA BÆJARSJOÐS Stuðnings- fólk Þórs: Allir Þórarar eru hvattir til að mæta í Iþróttahöllina á föstudagskvöldið næsta og hvetja Þórsliðið til dáða. Nú er að duga eða drepast, topp- sætið er í veði! ' Enginn má missa af þess- um stórleik vetrarins, strák- arnir okkar eru ákveðnir í að gera sitt besta. Ahorfendur! Látum ekki okkar eftir liggja, ÁFRAM ÞÓR! Handknattleiksdeild ÞÓRS LANDAKIRKJA: Laugardagur: Kirkjuskóli kl. 11.00 í húsi KFUM & K. Sunnudagur: Fjölskyldusamkoma kl. 14.00 Helgileikur, jólasaga og söng- ur fyrir alla fjölskylduna. Sóknarprestur Vorum að fá mikið úrval af nýjum spólum, svo sem tvær r■ „Afram” mynd- ir, vestra og fl. Höfum einnig myndsegulbönd á leigu. ATHUGIÐ.: Nánari auglýs- ingu í jólablaði Frétta. V-H-S LEIGAN BOÐASLÓÐ 18 SÍMI 2460 ***** Skáta pósturinn Skátapósturinn verður í ár að Kirkjuvegi 19. (Við hliðina á útstillingarglugga Reynistaðar), hann verður opinn: Laugardaginn 19. des. kl. 13 - 18 Mánudaginn 21. des. kl. 9 - 18 Þriðjudaginn 22. des. kl. 9-18 Miðvikudaginn 23. des. kl. 9-21 Skátafélagið FAXI KÖRFUBOLTINN: Landsleikur í Eyjum Þriðjudaginn 29. des. næst- komandi verður landsleikur í körfuknattleik í Iþróttamiðstöð- innM Brimhólalaut. Eigast þar við Islendingar og Hollendingar. Hollenska landsliðið er mjög sterkt og hefur á undanförnum 2 árum sigrað t.d. landslið Frakka, Belga, Finna, Pólverja og V- Þjóðverja. Islenska landsliðið hefur að- eins einu sinni leikið A lands- leik gegn Hollendingum áður og var sá leikur háður i Reykjavík í júní 1976 og lauk með sigri Hollendinga. Við viljum hvetja alla bæjar- búa til að fjölmenna á þennan landsleik og hvetja okkar menn, en íslenska landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á síðasta keppnistímabili. Má þar nefna m.a. 2 sigra á Frökkum, 1 sigur og 2 naum töp gegn Finnum. Þá sigraði íslenska liðið Norðmenn og Ira með miklum yfírburðum. Eins og áður segir er leik- urinn 29. des þriðjudag og hefst hann kl. 19.00. „Áfram ísland” Frá Sundlauginni Á meðan skólarnir eru í jólafríi frá 17. des. til 30. des. 1981, breytast almenningstímarnir þannig virka daga: Kl. 7-10 Almenningstímar. Kl. 12-13 Almenningstímar Kl. 15 - 20.30, Almenningstímar, Sauna- böðin opin. (Börn mega hafa með sér vind- sængur (hreinar), eða plastbáta frá kl. 15-18). Laugardaga er opið: Kl. 9-16 Almenningstímar, Sauna- böðin opin. Sunnudaga er opið: Kl. 9-12 Almenningstímar, Sauna- böðin opin. Á þorláksmessu verða almenningstímar frá: Kl. 7 - 10 Kl. 12 - 13 Kl. 15 - 18.30 Á Aðfangadag er lokað Á Jóladag er lokað 2. í jólum er lokað. Á 3ja í jólum sunnudaginn 27. 12. er opið 9-12 Á gamlársdag er opið kl. 7-11. Nýársdag er lokað Fátt er heilsunni betra en sundsprettur daglega! ALLIR NÚ AF STAÐ í SUNDLAUGINA!!! Óskum öllum Vestmannaeyingum GLEÐILEGRA jfÓLA og farscels komandi árs. Iþróttamiðstöðin í Vestm.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.