Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 7
Heilræði til uppalenda: 1. Efbarn býr við neikvœða gagnrýni', lœrir það að fordœma. 2. Efbarn býr við fjandskap, lœrir það að berjast. 3. Efbarn býr við háð, verðurþað feimið. 4. Ef barn býr við skömm, fœr það sektarkennd. 5. Efbarn býr við umburðarlyndi, lœrir það þolinmœði. 6. Efbarn býr við hvatningu, öðlastþað sjálfstraust. 7. Efbarn býr við lof, öðlastþað jákvætt mat. 8. Efbarn býr við sanngirni, lœrir það réttsýni. 9. Efbarn býr við öryggi, öðlast það trú. 10. Efbarn býr við jákvœtt viðhorf erþað sátt við sjálft sig. 11. Efbarn býr við sátt og samlyndi, leitast það við að lifa ífriði við Guð og menn. W. Livingston Larned: Pabbi gleymir Hér á eftir fer lítil perla, sem skrifuð er af bandaríska blaðamanninum W. Livingston Larned fyrir um þrem áratugum, en þessi pistill hefur síðan birst í hundruðum tímarita, heimilisblaða og dagblaða um öll Bandaríkin. Því ncer eins eftirsótt hefur hún verið í mörgum öðrum löndum, og höfundurinn segist hafa veitt mönnum svo þúsundum skipti leyfi til að lesa hana upp í skólum, kirkjum og ræðustólum, og hún hefur komið í útvarpi við óteljandi tækifæri. Gefðu þér nú stutta stund til að lesaþessar línur, hvortþað sé eitthvað af sjálfum þérþar aðfinna. Hlustaðu sonur minn. Ég segi þetta, meðan þú sefur með litla lófann undir vanganum og glóbjarta lokkana vota á röku enninu. Ég hef læðzt einn inn í herbergið þitt. Rétt áðan, meðan ég var að lesa í blaðinu í bókastofunni, varð mér allt í einu þungt um andar- dráttinn af iðrun. Sakbitinn kem ég að rúmstokknum þínum. Þetta er það, sem ég var að hugsa, sonur minn. Ég var vondur við þig. Ég skammaði þig, þegar þú varst að fara í skólann, af því þú nuddaðir rétt framan úr þér með handklæðinu. Ég tók þér tak, af því að þú burstaðir ekki skóna þína. Ég hreytti í þig ónotum, af því að þú fleygðir flíkunum af þéi út um allt gólf. Við morgunverðinn fann ég einnig af við þig. Þú slettir niður. Þú gleyptir í þig matinn og hámaðir. Þú studdir olnboganum á borðið. Þú hrúgaðir smjörinu á brauðsneiðina. Þegar þú hljópst út að leikum þínum og ég fór til vinnu minnar, þá snerir þú þér við og veifaðir til mín og kallaðir: „Blessaður pabbi,“ en ég yggldi mig og svaraði: ,,Réttu úr þér strákur, stattu beinn.“ Svo byrjaði þetta á nýjan leik um kvöldið. Þegar ég kom upp stíginn, sá ég til þín, þar sem þú kraupst niður í ,,Klínki“. Sokkarnir þínir voru götótt- ir. Ég auðmýkti þig frammi fyrir félög- um þínum með þvi að reka þig á undan mér heimleiðis. „Sokkarnir eru ekki gefnir núna, þú færir líklega varlegar, ef þú þyrftir að borga þá sjálfur.“ Hugsaðu þér, sonur minn, að hann faðir þinn skuli hafa sagt þetta. Manstu, þegar þú komst seinna um kvöldið inn í bókastofuna og ég var að lesa, komst feiminn og augnaráðið var eins og þú værir eitthvað móðgaður. Þegar ég gaut augunum upp fyrir blað- ið, önugur af því að ró minni skyldi raskað, þá hikaðir þú í gættinni. „Hvað er nú?“ sagði ég afundinn. Þú sagðir ekkert, en tókst undir þig stökk og yfir gólfið, lagðir handlegg- ina unt háls mér og kysstir mig, og litlir handleggirnir féllu þéttar og fastar að mér í þeirri ástúð, sem guð lét gróa í hjarta þínu og jafnvel afrækslan gat ekki upprætt. Og svo varstu floginn og farinn, þotinn upp stigann. Jæja, sonur minn, það var skömmu eftir þetta, að blaðið lyppaðist úr höndunum á mér og geigvænlegur ótti greip mig og lamaði. Hvað hefur vana- festan verið að gera úr mér? Þessi ávani, að vera alltaf með aðfinnslur, alltaf að ávíta. Þessu launaði ég þér það, að þú varst barn. Það var ekki svo að skilja, að mér þætti ekki vænt um þig. En ég ætlaðist til of mikils af æsku þinni. Ég mældi þig á alin minna eigin aldursára. Og það var svo margt, sem var svo undurgott og einlægt og fagurt í fari þínu. Litla hjartað þitt var heiðríkt eins og dagsbrúnin yfir háfjöllunum. Það sást á ósjálfráðri löngun þinni til að geysast inn og kyssa mig og bjóða mér góða nótt. Allt annað er eirtskis virði í kvöld, sonur minn. Ég er kom- inn að höfðalagi þínu i myrkrinu og krýp þar og fyrirverð mig. Það er fánýt fyrirgefning. Ég veit, að þú mundir ekki skilja þetta, ef ég segði þér það, þegar þú ert vakandi. En á morgun skal ég vera pabbi þinn í alvöru. Ég skal leika við þig, ég skal þjást þegar þú þjáist, og hlæja, þegar þú hlærð. Ég skal bíta á vörina, þegar ámælisorðin ætla að hlaupa með mig í gönur. Ég skal þylja það látlaust fyrir sjálfum mér: Hann er ekki nema drengur, ekki nema litill hnokki. Ég er hræddur um, að ég hafi gert ráð fyrir, að þú værir fullorðinn. En eins og ég sé þig núna, sonur minn, hnipraðan og lúinn í bólinu, sé ég, að þú ert ennþá barn. í gær varstu í fangi móður þinnar og hallaðir höfðinu á öxl hennar. En ég var of harður, of kröfuharður. - Láttu bara eitts og ekkert sé! Ungur maöur var lagöur inn á sjúkrahús. Hjúkrunarkonan bjó um hann af mikilli umhyggju og spuröi hann hvernig honum félli rúmiö. -Jú ágætlega. -Þaö er þá ekki hart undir yöur, spuröi hjúkrunarkonan. -Ekki sem stendur, svaraöi ungi maöurinn, en þaö gæti hæglega oröiöi! ★ Þaö var á grímuballi hjá einu félagi í Reykjavík. Ein stúlkan var aöeins klædd í kort af fslandi. Seint um kvöldiö sló hún allt i einu ungan mann utan undir og fór siöan. -Hvaö geröist eiginlega, spuröu viöstaddir. -Viö vorum aö tala saman og hún spuröi mig hvaöan ég væri, nú ég benti bara á Vestmanna- eyjar. ★ Hún var aö vakna og leit til mannsins síns meö stýrurnar í augunum. -Mig dreymdi alveg hræðilega, Kalli. Mér fannst ég vera komin til Afríku og þaö var snaróö mannæta aö éta mig. -Þaö hlýtur aö hafa veriö léttir fyrir mannætuna, þegar hún uppgötvaöi aö þetta var draumur. ★ Helga vildi skilja viö manninn sinn, þvi aö henni fannst hann ganga einum of langt í nisku sinni og sparsemi. -Hugsiö yöur nú tvisvar um, sagöi lögfræöingurinn, kannski er hann aö spara í góöri mein- ingu. -I góöri meiningu! f siöustu viku keypti hann gamlan leg- stein á útsölu og nú heimtar hann aö ég skipti um nafn! ★ Amma og Begga litla voru aö skoöa myndskreytta Biblíu sem amma haföi nýlega keypt sér. -Og hér er svo Jesúbarniö og heilög Maria. En hvar ætli Jósef hafi nú verið? spuröi amma gamla. -Hann hefur örugglega tekiö myndina, svaraði Begga. ★ Hershöföinginn var aö kveöja sína menn fyrir jólafríiö: -Svo óska ég liösforingjunum innilega gleöilegra jóia, undir- liösforingjunum gleðilegra jóla og hinum óbreyttu jóla. í þriðja on síðasta sinn — get ég eitthvað aðstoðað yður?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.