Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 10
Vorið 1940 var „Sólarris” í vöruflutningum, þrjár ferðir fór hún til Englands eftir kolafarmi, sem hún flutti til Færeyja, og eina ferð fór hún til íslands. Eftir það var byrjað að kaupa fisk frá íslandi, og þessi fiskur var fluttur á markaðinn í Skotlandi. Þessir flutningar héldu áfram fram að vetrarbyrjun og svo var byrjað aftur á sama hátt vorið 1941. Þegar komið var fram í miðjan ágúst mánuð var „Sólarris” í sinni fimmtu ferð á því ári á leið til íslands. Þeir komu undir land sunnudaginn 17. ágúst. Skyggni var mjög slæmt og svo mikil var þokan að þeir sáu lítið annað en brim. Skipstjórinn áleit þá vera nálægt Dalatanga, stormur var af norðaustri og er það slæm átt á þess- um slóðum. Part úr deg- inum héldu þeir sig nálægt landi, í þeirri von að hann mundi birta eitthvað til meir, eða það mikið að þeirfengu að sjá land, en svo var ekki, og þegar myrkrið skall á, var skipinu lagt frá landi. Á miðnætti lægði vindinn og var þá sæmilegt skyggni, en land sáu þeir ekki, svo ekki var hægt að hugsa um land- töku á meðan nóttin var. Skipstjórinn segir svo frá: Ég fór í koju og bað stýri- manninn sem tók hunda- vaktina, að sigla kl. 2, en strax um þrjúleitið skall þokan yfir aftur og var þá aftur lagt til, og beðið eftir dagsbirtunni. Morguninn mánudaginn 18. var sæmilega gott skyggni, en þó sáum við ekkert land. Kl. 5 sigldum við aftur og reiknuðum með að komast að landi í norðanverðum Seyðisfjarð- arflóanum. Skipstjórinn stýrði sjálfur og tveir há- setar voru við útkikk á bógnum, 4 menn sváfu afturí og vélstjórinn var rétt farinn niður í vélarúm að líta eftir vélinni, þegar ægilegur skellur kom á skipið - vafalaust tundur- dufl eða tundurskeyti. Hún stakkst allt í einu niður að framan. Tveir þeirra sem sváfu niðri komu í stýris- húsið um leið og skipstjór- inn gat opnað hurðina. Þeir flýttu sér sem von var og einum tókst fljótlega að ná flekanum sem þegar flaut á sjónum, með því að synda smáspöl, og svo heppinn var hann að koma niður á einn púða úr líf- bátnum og með púðann fyrir framan sig synti hann að flekanum, og af því að lítill sjór komst að efri hluta líkamans, varð úrinu sem var í vestisvasanum ekki meint af volkinu, og kom sér vel fyrir þá seinna meir að hafa úrið. Nokkrar sekúndur tafðist skipstjór- inn því jakkinn festist í hurðarhúninum og svo fljótt sökk skipið aö hann lagðist til sunds þar sem hann stóð. Hann tók þá eftir að akkeriskeðjan hékk utan um bómuna aftan við stýris- húsið. „Skipið dró mig ekki niður með sér, og með því niður með sér,” segir skip- stjórinn, ,,og með því að synda hélt ég mér á floti, þá var flekinn um 25 faðma í burtu en það var allt í lagi, því ég vartalinn nokk- uð góður sundmaður. Illa gekk og erfitt fannst mér sundið vera og hægt miða áfram, þetta var mér hálf- gerð ráðgáta, en ekki upp- götvaði ég fyrr en tölu- verð stund var liðin eftirað ég var kominn á flekann, að ég var í þungum leður- stígvélum, og það voru þau sem höfðutafiðsundið.” Skipið var nú horfið og með því 5 af félögum okk- ar, eftir voru bara við 3 sem komumst á flekann. Á dekkinu stóðu tveir bátar, var annar bundinn en hinn laus. Þeirvonuðu í lengstu lög að annar kæmi upp í það sæmilegu standi að hægt yrði að nota hann. Sú von brást, það eina sem þeir sáu var smá brot úr einu bátsborði. Flekinn flaut en enga ferð gat hann fengið, því ekkert var til að róa með, og svo var hann ferkant- aður í ofanálag, ef hann hefði verið með eitthvert bátslag - eins og þeir bátar bátslag - eins og þeir flekar sem búnir voru til. síðar, árar voru engar og því gátu þeir ekki notfært sér leifar flaksins. Þeir reyndu að ná í það sem að þeim rak, en það var ekki mikið, því flekinn var hærri ísjón- um en annað - og þess vegna rak þá fljótt frá öllu, þó náðu þeir í nokkrar fjalir sem höfðu verið not- aðar í skilrúm í lestinni, og lítinn bút úr dekksplanka sem varð þeim að miklu gagni síðar meir. Þeir voru ekki langt frá landi, ef það hefði verið bjart þá höfðu þeir haft von um að einhver hefði getað séð til þeirra frá skipi, en eins og þokan lá yfiröllu núna, þávarengin von á að svo yrði. Veðrið hélst gott allann daginn, en þegar kvölda tók kom hann af norðaustri með mikilli rigningu, sann- kallaður stormur. Nú var nauðsynlegt að hafa krafta í kögglum. Kraftarnir voru í lagi, en útbúnaðurinn slæmur. Skipstjórinn var í stígvélum, hinir báðir á sokkaleistunum, enga skjólflík voru þeir með, tveir voru í peysum, hinn þriðji á skyrtunni eingöngu. Til allra hamingju varskip- stjórinn í jakka líka, sem hann gat látið hann hafa sem var í engri peysu, húfulausir og vettlinga- lausir voru allir. Það er enginn vafi á því að lamb- húshettan og og ullarvett- lingar hafa bjargað mörgum manninum frá dauða eftir vosbúð, bæði á landi og legi. Tíminn leið og þeir urðu svangir, þeir opnuðu matartankinn í honum var kex, en einhvernveginn var komið gat á hann þegar skipið fórst, því var matur- inn blautur af sjó, það gerði ekki mikið til, það átti að vera hægt að borða það fyrir því. En maginn var ekki á sama máli, hann vildi ekki sjá þetta salta kex, svo þeir köstuöu þvi upp jafnóðum. Þeir voru ekki sjóveikir, sagði skip- stjórinn, og það var ekki meira salt en það, að það ætti að vera hægt að éta það, en gagn fengum við samt ekkert af því, það getur hafa stafað af því að það var nokkuð langt um liðið frá því við drukkum síðast, svo að þessi matur hefði ef til vill komið okkur að meira gagni, ef við hefð- um haft meiri vætu í mag- anum. Eftir miðnætti birti dálít- ið til, og sáu þeir þá að voru rétt sunnan við Norð- fjarðarhorn, um það bil hálfa sjómílu frá landi, eöa tæplega þaö. Þá sagði skip- stjórinn, að hann vonaðist til að þá myndi reka inn í Sandvíkina (sem er lítil vík, nokkuð sunnan við Norð- fjarðarhornið,) þá um nóttina. Ánægjulegt var að sjá land svona nálægt - og á það yfirleitt við um þá menn sem staddir eru í hafsnauð, að þeim léttir þegar þeir sjá land nálgast því allar þeirra hugsanir og gerðir, snúast um það eitt að finna fast land undir fótum, að finna eitthvað haldgott og tryggt undir fótunum, en oft hendir það að landið sem dró sjó- manninn að sér, vísaði hon- um frá aftur, því engin leið var að lenda vegna brims. Þeir vissu ekkerthvernig umhorfs var á Sandvík, en vonuðust til að þeim myndi takast að komast upp, ef þá ræki að landi, en brátt lagðist þokan yfirafturog þeir sáu ekki neitt. Nöttin leið og þeir komu ekki inn í Sandvík eins og þeir höfðu vonað. Til allrar hamingju fyrirokkur, sagði skipstjórinn á „Sólarris” því hann frétti síðar, aö þar er bara einn staður sem hægt er að lenda á -og ótrúlegt, já nærri frá- leitt væri að hugsa sér að þeir hefðu lent á þess- um eina stað. Svo var líka mikið brim, svo við hefðum varla kom- ist á land, þótt við hefðum komist að landi. Seinna hef ég líka hugsað um, að dauðinn var okkur vís, hefð- um við komist að landi þar sem engir bæir voru ná- lægir, að sitja á flekanum höfðum við þrótt til, en að ganga að næturlagi um óþekkt fjöll, þyrstir, svangir og stirðir af kulda, það hefðum við ekki verið menn í. Enginn veit hvað hent getur, en þó held ég eftir öllum aðstæðum að dæma, að þó við hefðum komist klakklaust að landi, þá hefðum við ekki haft nógu mikið þrek til að komast heim að nokkrum bæ. Snemma þriðjudaginn 19. ágúst lægði vindinn, svo það var komið sæmi- legt veður, um hádegi birti til, en í staðinn fyrir að nálgast landið sem þeir höfðu búist við um nótt- ina, höfðu þeir fjarlægst landið. Nú voru þeir um fimm sjómílur beint út frá Gerpi. Þetta sýnir hvað vindurinn hefur lítið að segja, miðað við straum- inn sem er mjög sterkur á þessum slóðum. Nú þegar bjart var orðið urðu vonirnar um björgun meiri, enda varð raunin sú, * ......................... " ' JÓGVAN HANSEN SKRIFAR: BJÖRGUNARFLETONN Þegar skip urðu fyrir árásum flugvéla, kom það oft fyrir að björgunarbátarnir (sem stóðu opnir fyrir), voru eyðilagðir af kúlum úr hríð- skotabyssum flugvélanna, þess vegna voru skipin á stríðsárunum, einnig búin björgunar- flekum. Frásögnin um þá þrjá menn sem komust af, þegar skonnortan „Sólarris” varð fyrir spreng- ingu 18. ágúst 1941, sýnir okkur vel kosti og ókosti björgunarflekans. »Sólarris«. VA 226.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.