Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 11
því nú sáu þeir færeyiska skútu koma að sunnan, þá hafði rekið það langt frá landi, að þó að hann væri búinn að ganga meira til norðurs með vindinn, svo að skútan gat ekki haldið stefnunni meðfram landinu, en varð að leggja útfrá annað slagið, þá komst hún aldrei það langt að geta séð okkur á flekanum. Huggun var samt í því að sjá skip, en sú litla von brást. Nokkru síðar komu tvö önnur færeyisk skip norð- ur með landinu og vonuð- ust þeir til að í þetta sinn myndi heppnin verða þeim hliðhollari, og ekki að ástæðulausu, því annað skipið stefndi beint á móti þeim. Þá kom þokan aftur og kæfði um leið vonir þeirra um björgun, en stundu síðar birti svolítið til og gleðilegt var fyrir þá að sjá seglskip - merkt VA, Vogeyjarskip nr. 10 - Henry Freeman. Jú svo sannar- lega, þeirra eigið félags- skip, kveðja að heiman, þeir þekktu mennina sem voru um borð, ekkert gat verið betra en einmitt það, að „Henry Freeman” fyndi flekann frá „Sólarris”, og að kunningjar og vinir væru sendir að bjargaa starfsbræðrum smurn úr háska. Við kölluðum, sagði skipstjórinn, en enginn maður sást á dekkinu, og þó svo hefði verið þá hefðu þeir sennilega ekki heyrt til okkar, því vélin var í gangi og vindinn bar frá skipinu, en við veifuðum allt hvað við gátum, og efuðumst ekki um að þeir tækju eftir okkur, en hér var okkur líka annað til baga, því flekinn var aftan- vert hléborðsmeginn. Lítil stund leið, þó þeim fyndist hún löng, þá kom maður út úr stýrishúsinu. Þeim fannst hann horfa beint á þá, eftir stutta stund fer hann inn - vafalaust að segja hinum frá. Svo ná- lægt voru þeir skipinu að þeir sáu greinilega hönd- ina á manninum, þegar hún tók í húnann á stýris- húshurðinni, þeir sáu ekki bara handlegginn og höndina, en nákvæmlega hvar peysuermin endaði, og að hann var í dökkri peysu. Maðurinn var líka fljótur út aftur, svo hér var ekkert um að efast, en hvað skeður, hann gefur þeim ekkert merki, lítur ekki á þá, en fer aftur á hekk, aö horfa á loggið. Þá voru allar vonir þeirra að engu gerðar því það eitt vissu þeir að ef áhöfnin á „Henry Freeman” hefði séð þá, þá hefðu þeir hugsað um eitthvað annað en loggið. Amen- þóttist þokan segja um leið og hún lagð- ist yfir að nýju. Mikrð hugarstríð fylgir því að sjá hjálpina svona nálægt - og vita að þeir hinir sömu og fóru frá þeim núna hefðu lagt mikið í sölurnar til að hjálpa þeim ef svo bæri undir. En kveðja frá Vogey var þetta þó, og þó hún gæfi þeim ekki það sem hún hafði lofað, þá styrkti hún samt vonirnar um það, að þeir fengju aftur að stíga á þá kletta sem VA merkir. Áfram rak þá í þokunni án þess að vita hvort þá ræki að eða frá landi. Um kvöldið var besta veður, og þegar þokunni létti voru þeir rétt við Skrúð. Á þessum slóðum er mikið róið og ef þeir hefðu verið hér snemma dags í björtu veðri, hefði einhver bátur vafalaust séð þá, en nú að kvöldlagi voru allir bátar komnir að landi, enda sást engin fleyta -hvorki bátur né skip. Á flekanum voru þeir nú búnir að sitja í tæpar 40 stundir, og ekkert vatn bragðað, svo það var ekki að undra þó að þorstinn segði til sín. Eitt vissu þeir, að það var um að gera að geyma vatnið sem allra lengst, og þess vegna hafði enginn snert á því, þeir voru hræddir um að vatnið hefði fengið sömu útreið og kexið. Skipstjór- inn tók tappann úr vatns- tankinum og bragðaði var- lega á. Jú - eintómur sjór. Þetta var eitt það versta sem fyrir þá gat komið. Slæmt erað vera kaldurog blautur, verra er að vera svangur og eiga ekkert til að borða, en tvöfalt verra er að vera þyrstur og eiga ekkert til að drekka. Á flekanum var einnig tankur sem flugeldar voru geymdir í. En af því að svarta þoka hafði verið allan tímann, höfðum við ekki eytt þeim að óþörfu. í kvöld virtust veðurskil- yrði hin ákjósanlegustu til að nota flugelda, en þá var það stóra spurningin? Voru þeir þurrireða blautir? Skipstjórinn athugaðimál- ið - Þeir voru þurrir. Þá var ekki öll von úti um að þeim yrði bjargað, bara ef þokan hefði ekki skollið á fyrir myrkur. En þokan kom aftur áður en dimmdi og faldi allt fyrir þeim - og þá fyrir öðrum, og það gerði hún alla nóttina. Nú vartíminn orðinn svo langur hjá þeim að það var ekkert óeðlilegt að þreytan færi að gera vart við sig. Einn mannana var illa klæddur.og aðallega vegna þess að hann hafði enga ullarpeysu gekk honum ver að halda á sér hitanum, á miðvikudagsnóttina sótti svo mikill svefn að þessum manni að hinum fór ekki að lítast á, nóttin var köld, hráslagaleg með þokusudda svo þeir héldu að ef hann sofnaði þá myndi hann ekki vakna aftur. Þeir reyndu allar hugsan- legar leiðir til að halda honum vakandi, og sögðu við hann að ef hann sofnaði þá væri það hans dauði, en ekkert dugði, náttúran vildi fá sitt, maðurinn sofnaði, og þó að hinir byggjust ekki við að sjá hann opna augun aftur, þá gerðu þeir allt sem í þeirra valdi stóð, til að láta fara vel um hann, þeirskorð- uðu hann á milli sín svo að hann á þennan hátt, gat fengið agnarlítinn hita frá þeim, hann svaffastog þess fastar sem hann svaf þess minni von áttu þeir á að sjá hann vakna á ný. í dögun gerðu þeir tilraun til að vekja hann. Jú, hann vakn- aði, vel útsofinn, öll þreyta runnin af honum - ótrúlegt hvað sterkur og hraustur líkami getur þolað. Með deginum létti til, veðrið var hið besta, sól- skin og blíða, en hvaðskeði, útfallið tók þá og setti þá á haf út, þeir héldu sig vera um sjö mílur frá landi, og voru þeir of sunnarlega til að geta hitt nokkurn bát frá Reyðarfirði eða Fáskrúðs- firði. Nú vissu þeir hvar þeir voru, ekki gátu þeir ímynd- að sér að nokkur gæti rekist á þá þarna, en veðrið var gott, svo eitthvað urðu þeir að reyna að gera. Þeir voru vanir að róa, það var með þá eins og flesta færeyinga, að þeir höfðu róið frá blautu barns- beini. Skyldi vera hægt að róa flekanum., Hugsuðu þeir með sjálfum sér,- rennilegur var hann ekki, en fram kemur líka sá sem rólega fer. Jú, þeir héldu að það væri hægt og fóru þess vegna að búa til árar, efni var lítið að búa til úr. Fjalirnar sem þeir náðu í þegar skipið sökk, voru þeir ennþá með, og þó að það væri ekki gott efni í árar, þá urðu þeir að gera það sér að góðu. En það sem verra var, enginn hnífur var til um borð. Hníflaus maður er líflaus, sögðu gömlu menn- irnir, og úr því að þeir not- uðu þetta máltæki, þá var það af því að oft hafði illa farið bæði á sjó og landi, þegar þeir höfðu ekki hníf til að grípa til. Dags daglega voru þess- ir menn vanir að hafa hníf á sér, en nú var enginn með hníf, það var ekki vegna þess að þeir væru búnir að gleyma ráðum feðrana, nei eki var það þannig, en tveim þeirra var slengt úr svefni út á sjó, og það tíðkast ekki að sofa með hníf. Að búa til árar hefur alltaf verið talið vandaverk, og ekki eru það allir, þótt lag- hentir séu, sem treysta sér til þess, en að gera árar úr nokkrum fjölum með eng- um hníf, það þarf meira en laghentann mann til. Stór nagli var í planka- bútnum sem þeir fundu og með hann sem eina verk- færið gátu þeir búið til tvær Sendum starfsfólki okkar og viðskipta- mönnum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og gcefuríkt komandi ár með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Samfrost Lifrarsamlag Vestmannaeyja Stakkur h.f. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum árar. Þær voru að vísu ekki fallegar en þeir gátu róið með þeim, og til þess var leikurinn gerður. Þetta var ekki í síðasta sinn sem naglinn kom þeim að gagni. Nú var byrjað að róa, sitt hvoru megin, nú vareftirað vita hvort flekinn hreyfðist nokkuð. Ferðsáu þeirenga á flekanum, en samt fannst þeim hann hreyfast aðeins. Þeir héldu áfram að róa og hugsuðu um hvað feður þeirra og afar höfðu sagt þeim. Hvernig þeir höfðu róið andróður utan af hafi í stormi og stórsjó, það hefði oft verið erfitt og strembið að ná landi, og langan tíma tók það, en tókst samt. Þeir höfðu alltaf náð landi um síðir, þótt stundum hafi þeim sýnst fara fram með síðunni undir árinni. Þessar hugleiðingar styrktu þá í þeirri trú að þótt þeir kæmust ekki meir en hænu- fet á löngum tíma, þá kæmust þeir að landi um síðir. Fjarlægðin úrlandivar svipuð og hafleiðin hjá þeim fyrir vestan. Þeir héldu áfram að róa, og þegar þeir voru búnir að sjabba þetta í tvær klukku- stundir sáu þeir greinilega að áfram gekk. Ein tóm tunna sem flaut þegar skipið sökk, hafði fylgt þeim allan tímann, í hvert sinn sem þokunni hafði létt, höfðu þeir séð hana og fjarlægðin milli þeirra og tunnunar hafði alltaf verið hin sama, svona var líka þegar þeir byrjuðu að róa, en nú eftir tveggja stunda róður, var hún mjög lítil að sjá út í hafsauga. Aðstæður til að róa voru góðar, sléttur sjór, logn og léttskýjað, en þegar sólin kom hærra á loft varð nokkuð heitt. Þegar þeir reru ágerðist þorstinn. Það er mikið álag á mönnum að sjá svo mikið vatn allt í kring, og ekki geta dreypt tungunni í það. Kvaldir af hræðilegum þorsta, hugkvæmdist þeim að bragða á sjónum, vitandi það að ef þeir gerðu það myndi þorstinn ágerast enn meir, en þegar þeim skildist að þá væru þeýr alveg búnir aðvera, létu þeir af áformum sínum í þetta skipti. Um eittleitið urðu þeir varir við sel nálægt flek- anum. Allir færeyingar sem hafa eitthvað verið á bátum, kannast viö það, að gera að gamni sínu að flauta eftir kópum. Því þá reisir hann sig hátt upp úr vatninu af forvitni, og oft er hægt að fá hann í skotmál með þeirri aöferð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.