Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 19
VIÐ SKÁK BORÐIÐ pysjurnar eru að detta niður í þetta æpandi mannhaf. Ef til vill hefur þeim brugðið svo mikið. Og enn er spurt „Hverjir spörkuðu mest?“ og enn svarar mannhafið „ÍBV“. Mér datt þá í hug spurn- ing, sem einu sinni var spurð og svarað um leið. „Hver var hæstur á snurvoðinnij var það ekki Leifur á Reykjum?“ Og nú spyr ég: „Hverjir eru mestir stigamenn?“ Síðastliðin tvö ár hafa eftir- taldir þátttakendur í Skák- þinginu núna verið sterkastir: Kári Sólmundarson, hann hefur verið búsettur hér í mörg ár, hann er klæðskeri að mennt og vel þekkt stærð í íslenskri skáksögu. hann teflir hreinar stöður af öryggi, en nýtur sín þó best í endatafli og þar standa honum ekki margir á sporði. Skákmeistari Vestmannaeyja 1980 og núna 1981. Ólafur Hermannsson, tré- smiður, hefur nú ekki teflt mikið í haust og er því ekki í sem bestri æfinu, en hann teflir af hörku. Arnar Sigurmundsson hef- ur ekki teflt mikið í félaginu sl. tvö ár, en þó tekið þátt í skákþingum félagsins. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Skákmeistari Vestmanna- eyja, en gefur sér nú minni tíma en áður. Það hefur líka heyrst að félögin og nefnd- irnar sem hann er í séu ekki færri en reitirnir á skákborðinu. Það voru ekki TAFLFELAG VESTMANNAEYJA Sendir öllum Vestmannaeyingum nær og fjær, bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt nýtt ár TAFLFÉLAG VESTMANNAEYJA margir sem stóðust honum snúning meðan hann átti vera að því að sinna skák- inni. Guðmundur Búason kaup- félagsstjóri fluttur hingað frá Akureyri og þar var hann Akureyrarmeistari í skák, svo það er ekki alveg ónýtt að fá hann hingað til liðs við okkur. Hann varð hæstur núna á Haustmótinu. Alla jafnateflir hann mjög varlega og virðist kunna vel við þröngar stöður og lokaðar og gefur þá and- stæðingnum grænt ljós, og þegar stíflan hefur hrannast nóg upp, lætur hann mótspil- arann sprengja hana og sviss- ar þá um leið á rautt ljós, og síðan eru engin grið gefín. Páll Arnason, netagerðar- maður og múrari, byggir vel upp sínar skákir og tekst oft vel að vinna úr þeim, en er þó nokkuð mistækur, en ef hann er í stuði, halda þá halda honum engir fúaspottar. Ágúst Ómar Einarsson netagerðarmaður getur vel tekið til höndunum ef því er að skipta, og teflir þá sókn- arskákir. Jón Pálsson er alltaf sama kempan, og það er fátt, sem ruglar hann í ríminu nema þá hraðskákin, en við hana er hann hálflinur og líkar hún bölvanlega. Sævar Halldórsson er alltaf jafnrólegur og það er víst fátt sem raskar hans ró og jafn- vægi nema þá helst tímaskortur því þá á hann til að leika af sér og þess vegna ekki náð þeim árangri sem hann á skilið. Undirritaður gæti ef til vill flokkast undir líkingu Meg- asar á „Gamli sorrí Gráni“, en þó er til glimt í honum á köflum. Hér læt ég svo eina fylgja, þar sem rússinn ungi Kaspa- rov stjórnar hvítu mönnun- um á móti Hollendingnum Cuypers á heimsmeistarmóti unglinga 1980. En þessi rússi hefur verið nefndur í sambandi við næstu heims- meistarakeppni. Á þessu móti sigraði hann með yfirburðum og skákum hans lýst sem flugeldasýningu. l.d-4 R-f6 2. c-4 e-6 3.R- c3 c-5 4. d-5 exd5 5. cxd5 d-6 6. e-4 g-6 7. f-4 B-g7 8. B-b5 Rfd7 9. a-4 0-0 10. R-f3 a-6 11. B-e2 R-f6 12. 0-0 D-c7 13. e-5 R-e8 14. e-6 fxe6 15. B-c4, þetta heitir að hrifsa til sín frumkvæðið. Krafturinn í taflmennsku Kasparovs í þessari skák er aðdáunar- verður, 15- -D-e7 16. dxe6 Rc7 17. f-5 R-c6 18. B-g5 B- f6 19. R-e4 Bxg5 20. Rfxg5 gxf5 21. Rxd6 R-d4 22. D-h5 Bxe6 23. Hael H-f6 24. Rxf5 Rxf5 25. Rxe6 Rxe6 26. Hxe6 Hxe6 27. Dxf5 H-e8 28. H-el og svartur gafst upp, svona ættu fleiri að tefla! Skákþátturinn óskar öllum árs og friðar, frá okkar köllum. Sigmundur Andrésson. Skák & mát Hart var barist og hrökk af stalli kóngakerti með kórónu ?nikla. Þá mátti daman dansa nakin er dregin var úr spjörum öllum, þá var líka fát á köllum. Þó hrókar stundum kufli klœddir kœmust þar um víða völLu. Að endingu þeir oftast hoeddir og þá rœndir fjöri öLlu. Biskupar þar brýndu gandinn brettu grönum Líkt og fjandinn tiL alLs búnir í stríði miklu. A ská þeir alLtaf stíginn tróðu og skeyttu nú hvorki um kross né róðu. Þeir krupu lágt að fótum fénda jrostavejur um þá búinn, fallöxin var feigum búin og gcefan alveg frá þeim snúin. Riddarar þar riðu öllu riðluðust yf ir línur breiðar, var það líkt er fákar forðum jiugu yfir holt og heiðar. Peðin lítt þó pœldu í þessu er upp nú komst þá eitt í þessu, að drottningu varð draugur bestur og drambsöm eins og tigin gestur. I 'pp dró pils og dansaði nú sem dári óður, um leið og mœlti Létt og kát: Kóngur, það er skák og niát.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.