Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 22
Það sem hér fer á cftir og flest lýtur að útveginum og sjómennsk- unni i Vestmannaeyjum, má nú heita flest með öllu horfið úr sögunni síðan laust eftir aldamótin eða síðan vélbátaútvegurinn ruddi sér til rúms og hætt var að mestu að róa á opnum bátum. Fyrsti vélbáturinn kom til eyja árið 1904, hét Eros og var kallaður Rosi; Lóðir var ekki farið að nota fyrr en kringum alda- mótin, og þorskanetin eigi fyrr en 1916-17. Eros mun hafa verið fyrsti vélbáturinn sunn- anlands. Hróf, -s, setja í hrófin, koma skipunum sem áttu að ganga á vertíðinni, fyrir í naustunum, þar sem þau svo stóðu hlunna- skorðuð hlið við hlið, en eftir vertíðarlokin voru skipin oft flutt annað til að ditta að þeim, bika þau og þessleiðis, og ef mikillar aðgerðar þurfti, sett upp undir svokallaða Skiphellra; þar slútti bergið svo að hægt væri að vinna að þeim, hverju sem viðraði, en langur og erfiður var setningur þangað. Undir Skiphellrum voru og smíðuð flest þau skip sem í Vestmannaeyjum voru smíðuð. En skömmu áður en vertíðin byrjaði, voru skipin sett í hrófin og slógu 2 til 3 skipshafnir sér saman, þegar færa varð skipin langa leið. Þegar sett var í hrófin, var gefið tóbak og brauð eða staup. Jafnan var siður að hafa milli vertíða niður í hrófi einn góðan bát með öllum fargOgnum, sem hægt væri að grípa til ef með þurfti til björgunar; fengu eigendur bátsins lítils háttar styrk hjá Bátaábyrgðar- félagi Vestmannaeyja, sem mun vera elsta bátaábyrgðarfélag hér á landi. Var þetta fyrsti visirinn til björgunarbáts hér. Hér var og snemma ekknasjóður fyrir ekkjur drukknaðra og hrapaðra manna. Draga út. Það var kallað að draga út, þegar róinn var fyrsti róðurinn á vertíðinni. Þeir ætla að draga út á morgun, var t.d. sagt. Sjaldan eða aldrei var dregið út á mánudögum. Utdráttardagur, fyrsti dagurinn sem róið var á vertíðinni. Vertíðin byrjaði venjulega upp úr miðjum vetri, eða um kyn- dilmessu. Útdráttarveisla, -u, kvk. glað- ningur, sem hverri skipshöfn var haldinn, jafnaðarlegast kaffiveisla, á útdráttardaginn, og gengu sjómenn, er þeir komu af sjónum á útdráttar- daginn, í útdráttarveisluna, stundum í öllum sjóklæðum, ef þeir urðu naumt fyrir. Þetta var alsiða í Vestmannaeyjum þar til er hætt var að halda úti á opnum bátum. Auk útdráttar- veislunnar, sem skipseigendur héldu, gerðu þeir skipshöfn- unum svipaðan glaðning tvis- var til þrisvar á vertíðinni. Kalla, -aði, -að, kveðja menn til róðurs. Þeir eru famir að kalla, skyldi verða kallað í dag, sögðu menn. Þar af talsháttur- mn: „Ekki veröur snemm- kallað á morgun”, þegar menn máttu hvíla sig frá önnum. Hver háseti skyldi vera við sinn keip frá kyndilmessu til loka og skyldur að hlýða á þeim tíma lögkalli formanns. For- maður annaðist köllunina og mátti hann eða sá, er kallaði í hans stað, vera árla á skriði, því að oft var róið löngu fyrir dag, en skipshöfnin á tíningi um bæina. Kom köllunarmaður- inn venjulega á gluggann og var viðkvæðið þetta: „Eg er að kalla til skips í Jesú nafni”. Stakasta regla var í Eyjum á öllu, er að sjómennskunni laut, enda oftast formennirnir valdir menn. Það mun naum- ast hafa komið fyrir, að sjó- mönnum hafi fatast frá róðri sökum drykkjuskapar eða þess- leiðis. Sjólestur, -s, kk. Það var siður á öllum bátum að lesin var bæn þegar komið var á flot áður en íéigt var út á Leiðina. Las formaður oftast, en allir tóku ofan meðan lesið var. Það var jafnan siður og hafði haldist lengi, að hver nýr prestur. sem kom í Eyjarnar, samdi sjó- mannabæn, áttu sumir for- mennirnir skrifaðar sjóbænir eftir marga presta (allt frá ÞÆTTIR UR MENNINGARSÖGU VESTMANNAEYINGA 52 ÁRA GÖMUL FRÁSÖGN SIGFÚSAR M. JOHNSEN AF MENNINGU VESTMANNAEYINGA KRINGUM ALDAMÓTIN. dögum séra Guðmundar Högna- sonar í Kirkjubæ í Eyjum, er dó 6. febr. 1795); hafði hver þá bæn er honum líkaði best. Á útdráttardaginn var lesin sér- stök bæn. Skipsáróður, -s, skipsáróðrar, kk. Borgun sem skipseigendur inntu af höndum til hásetanna, sem þó fengu sinn fulla hlut fyrir að róa á þeirra vegum. Skipsáróðurinn var venjulega 3-4 kr, á hvem háseta. Foma merkingin í orðinu, um skyldu landsetanna til að róa á vegum jarðeigandanna, horfin hér, en orðið hélst í þeirri merkingu er að ofan greinir, í Vestmanna- eyjum. Venjulegast var róið á áttæringum, en þó þekktust teinæringar; á áttteringum vom oftast um 20 manns, þannig 5- 6 í barkanum frammi í, 2 í andófinu, 2 í fyrirrúminu, 2 miðskipa og enn 2 í austur- rúminu, á bitanum voru og 2 valdir menn.Þótti það alltaf heiðurssæti að vera á bitanum; í miðskut voru 2 eða 3 og svo formaður, auk þess voru 1 eða2 hálfdrættingar. I Vestmanna- eyjum var á bátunum tíðkuð svokölluð Lokortusigling, er var var kallað krús. Sog með öllum ðngum, þau neðstu kölluð kjölsog. Drag, jámið undir kjölnum. Kjöl- bekkur, pallur sem var ofan á kjöl- num. Framskot, vom nefnd neðstu borðin í byrðingnum næst kjölnum. Sagt var, að skipin væm breiðbyrt eða mjóbyrt eftir því hvað breið þau vom um kinnungana. Ofan á rang- imar voru sett bönd og rangaskeyti með hnoðnöglum í miðjunni og reknöglum í endanum. Trélisti var negldur upp í þóttuna með göddum eða reknöglum, og í gegnum hann var rekinn gaddur upp í gegnum þóttuna og upp í hástokkinn. Átt- æringar voru á kjölinn rúmar 13 álnir á lengd og svo víðir, að fjórir gátu setið á þóttu. Laust fyrir aldamótin var tekið upp færeyskt lag á bátum; þóttu þeir gangbetri og rennilegri og léttari í vöfunum. Nokkur þilskip gengu frá Vest- mannaeyjum á seinni hluta 19. aldar, en eigi þótti sá útvegur heppnast og var lagður niður fyrir aldamót. Um aldamótin voru há- karlaveiðar lagðar niður í Eyjum, en höfðu verið stundaðar töluvert á opnum bátum. Á róðrabátum voru allir sjómenn í skinnklæðum, skinnstökkum og skinnbrókum, helst úr sauðskinnum Hlutakona, kvenmaður, sem er í hlutum, gerir að og aðeins ráðin yfir vertíðina. Fiskkrókar, kk., verkfæri, sem not- að var til að flytja fiskinn á úr flæðarmálinu, þar sem honum var skipt, og upp í fiskkræmar; var haldan úr tré og jámkrókur á end- anum; báru menn krókana, sinn í hvorri hendi og 2 fiska, stundum fjóra, þeir sem vom sterkir. Oft var haldan fagurlega smíðuð og rennd, einkum handa kvenfólkinu. Nú eru krókamir alveg úr sögunni. Kró, -ar, fiskkró. Fiskhúsin í Eyjum voru alltaf kallaðar krær. Stingur, -s, -ir, kk. stöng með jámbroddi með anghaldi niður úr, sem koli var veiddur með. Brugðið, honum er bmgðið, var sagt um bátana, er þeir komu að og sjá mátti að nokkuð var í þeim af fiski. Garga milli skipa, var sagt um menn sem ekki höfðu fast skiprúm en fengu að fljóta hjá hinum og þessum þennan og þennan daginn. Landlega, -u, -ur, kvk., þegar ekki var róið. ',,Lækurinn“, athafnasvæði Eyjafólks við höfnina í Eyjum í 10 aldir. Fiski landað og skipt. Verslunarskip danskt liggur á höfninni. Laupur fylltur gr jóti sést til vimstri á myndinni (ferningslöguð hleðsla). Þar standa menn uppi á. Þetta eru leifar af „Miðbúðarbryggjunni‘ brotnaði annars í of viðri eftir síðustu aldamót. sem tekin upp eftir frönsku skútunum. Var þá notað klífur, stórsegl og framsegl. Skautið, bandið í seglinu, og skautbolti, þar sem það var fest, snærin sem rifað var með, kölluð rif. Af segldúk fóm í afturseglið kring- um 65-75 álnir af mjóum dúk. Landsmenn margir notuðu ein- skeftu í segl, en verri þótti hún en útlendi dúkurinn, sökum þess hvað hún var gisin. Kaðallinn sem var saumaður utan um seglið, var kall- aður lý, og sagt að lýja seglið. Afturmastrið var tveggja manna byrði, en frammastrið miklu léttara. Stellingar var það kallað sem möstr- in stóðu. Um heiti á hinum ýmsu hlutum í skipinu: Fótatre', var neglt framan á undir þóttunum, ekkert þó undir andófsþóttunni, en staðið þar á fyrirrúmsfótatrénu, fótatréð i skutnum og bitanum, kallað pallur og staðið á þeim við færin.undir pallinum var neglan, skorbiti aftan við skutinn, framan við formann- inn. biljur niður úr og listi að ofan. Seetið, er formaður sat 1, kaliað formannssceti, vanalegast sat hann bakborðsmegin, en sætin voru báðu megin. Yfirbiti, borð er var ofan á bitanum, bithús í bitanum, i bit- húsinu geymdu menn mat o.fl. Fremst í barkanum fram við stefni, af gömlum sauðum. Voru skinnin blásteinsborin eða hangin; stórgripa- húð var og mikið notuð, en þau skinnklæði þóttu óþjál og ekki voð- feld, þótt mjög væru þau sterk; gott þótti ð hafa nautshúð í selskautann á brókinni. Skinnklæði öll voru saum- uð heima og gerðu það karlmenn; voru góðir skinnklæðasaumarar mjög eftirsóttir. Við skinnklæða- saum voru notaðar Jeggbjargir til að draga út nálina. I saumnum var alltaf haft miðseymi. Sjóskómir voru úr þykku sútuðu erlendu leðri. Fyrst eftir að farið var að nota olíuborin föt úr lérefti, saumaði kvenfólk þau heima, en það lagðist fljótt niður eftir að þau fóru að flytjast í verslanir. Sjóbiti, -a, -ar, kk., nesti er menn höfðu á sjóinn, sem þó mun ekki hafa tíðkast fyrr en í seinni tíð. Þegar komið var að, var öllum fært kaffi á lendingarstaðinn. Útgerðarmaður, maður, sem ráðinn var til sjóróðra yfir vertíðina, í mótsetningu við fasta vinnumenn. Hlutur, -ar, -ir, kk., vera i hlut- unum, gera að fiski, en róa ekki. Landlegudagur, -s, -ar, kk., dagur á vertíð, er ekki er unnt að róa. Langar voru landlegur stundum í austan- rumbum. Draga, dró, dregið, draga fisk var ekki einasta sagt um það að draga fisk úr sjónum, heldur og um flutn- inginn á honum frá lendingarstaðn- um og upp í fiskkrærnar, er fór fram eins og áður segir um fiskkrókana, var fiskkróknum krækt í kjaftvikið á fiskinum og dróst sporðurinn við jörðu. Við erum búin að draga, þetta var langur dráttur, sagði fólk t.d. þegar stórstraumsfjara var og draga þurfti allan fiskinn utan frá flæðar- máli, eða þegar lent var á Eiðinu og tvídraga varð, fyrst yfir sjálft Eiðið og svo upp úr klöppunum heim í Sandi. Kvenfólkið annaðist dráttinn á fiskinum upp í krærnar og alla aðgerð á honum, nema helst flatn- ingu og söltun, sem var hlutverk karlmannanna og þeir önnuðust fiskþvottinn á vorin. Flagga frá, flagga frá Leið, gefa mönnum, sem voru á sjó, merki um að Leiðin, innsiglingin inn í höfn- ina væri ófær. Var þá flaggað á Skansinum, og lögðu menn þá frá og sigldu inn fyrir Klett og lentu á Eiðinu; seinna var notuð flaggstöng sem var í vörðu hjá Gjábakka. Væri Leiðin hins vega ekki ófær, en viðsjárverð, var flaggað í hálfa stöng, og biðu menn þá fyrir utan Leið og sættu lögum inn yfir hana. Stundum voru tvö flögg höfð uppi, þegar ófær var leið. Taka frá, það tók af Leið, var sagt þegar ólög gengu yfir hana, svo að hún varð ófær. Taka af, það tók af Leið, sama sem tók frá. Koma á, það kom á Leið, þegar ólög komu á leiðina. Hafbrim, -s, hvk., var kallað þegar brim var af landssuðri, þó stillt væri veður. Hliðð, -s, hvk., hlið í brimgarði, svo sem fyrir Söndum. Þeir fengu gott hlið, t.d. sagt. Homriði, -a, kk. landnyrðingsbrim. Springa, sprakk, það springur ekki við úteyjarnar, var sagt þegar sjóinn braut ekki við þær. Grámata, það grámatar ekki við Eyjamar, sama. Falla á, þegar bamingur var og tveir fóm undir sömu árina. Kippa, kippti, kippt, hreyfa færið þegar legið var á fiski og eins um það að færa bátinn og leita annarsstaðar. Tiplingur, -s, kk., lítil rokalda sem faldaði í toppinn, þeir fengu svo- lítinn tipling út af Klettsnefi. Lcegur sjór, þar sem menn gátu legið á fiski. Standa við. Þegar skipt var aflanum úr hverjum róðri, var alltaf skipt vissri tölu á hvem stað og byrjað á framámönnum og svo aftur eftir skipinu, og skipshlutunum skipt síðast. Var reynt að jafna fiskinum niður eftir stærðinni, og höfðu menn vakandi auga á því, að verða ekki afskiptir; fór jafnan slæmt orð af þeim formönnum sem gjamir þóttu á það að afskipta. Því sem afgangs var, var svo skipt með sama hætti, t.d. ef það hrökk eigi lengra en handa mönnunum í barkanum, var sagt að nú stæði við fyrirrúmið, og áttu þá hinir skipverjamir í sjó, og var þeim fyrst skipt jafnri tölu í næsta róðri. Áttæringar bám í góðu sjóveðri um 30 í hlut í rúma 20 staði af góðum þorski. Trosfiski kom ekki til skipta; átti hver af því er hann dró, og voru það kallaðir happa- drættir; fengu vinnumenn þá, ef þeir héldu sig sjálfir með veiðarfæri. Með happadráttum var ekki talin skata, lúða né ýsa. 8 fiskahlutar var mátuleg kjölfesta, en bátamir voru krankir, eins og það var kallað, þegar þeir voru tómir. 4-5 hundruð af þorski þótti ágætur vertíðarhlutur. Allur fiskur var aflaður á handfæri. Maríufiskur, kk., fyrsti fiskur sem maður dregur úr sjó. Það er siður í Vestmannaeyjum að hver maður eigi sinn Maríufisk og stundum fleiri en einn. Forsenda, -u, kvk., skinnreim, er brugðið var gegnum augað á sökk- unni og færið var fest í. Ganga á, T.d. það gengur á bitann var kallað þegar bitamönnum var skipt, og áttu þeir þá að vera til taks að hirða sinn hlut. Seila, -aði, -að, festa fiskinn á seil. Þegar bátamir voru komnir að og höfðu talsvert af fiski, voru seilamar 1-6 hafðar úti á bæði borð. Þeir eru farnir að seila, þeir seila á 3, sagði fólk t.d. og var þá hægt að geta sér til hvað mikið þeir höfðu af fiski. Það kom fyrir að skip drógu á eftir sér seil, þegar mikið aflaðist og ekki var hægt að innbyrða allt; stundum var afhausað svo að betur rúmaðist. Hver seil var um 3 faðma á lengd, úr kaðli, og var lykkja á öðmm end- anum og í hana fest seilanálin, sem var úr hvalbeini eða hörðu tré, en typpi var á hinum endanum, svo að fiskurinn rynni ekki af. Murtur, -s, -ar, kk., smámurtur, stórmurtur eru i Vestmannaeyjum kölluð ufsaseiði, sem annarsstaðar eru nefnd smáufsi. Keituseiði, -is, hvk., mjög smá ufsa- og þorskaseiði. Framhald á næstu bls.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.