Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 23
Elsta gerð opnu skipanna í Vestmannaevium Þættir úr menningarsögu.. Sumardagsveisla, -u, -ur, kvk. glaðn- ingur sem sjómenn héldu eftir ver- tíðina. Alsiða var í Vestmannaeyjum og er jafnvel enn að húsfreyjur fái það sem aflast á sumardaginn fyrsta eða hluta af því. var að róa á til fiskjar og búið var að flytja upp á land og biðu niðurrifs. Þetta var og stundum viðhaft um farlama fólk, sem orðið var óvinnu- fært, og þá sagt að hann eða hún væri komin á hólana. siður er líklega forn, en hefir haldist hér lengur en víða annarsstaðar. Getið er þess í annálum, að þá er Sigurður Oddson í Oddgeirshólum í Flóa, sonur Odds biskups Einars- sonar, drukknaði í Hvítá 1617, að þá hafí verið róið með hana út á ána til að finna líkið. Bússa, -u, -ur, kvk., svo voru og eru margir hólar kallaðir í Vestmanna- eyjum í námunda við bæi, þaðan sem vel sást til skipa. Sennilega dregið af búðsa, skip, sbr. Skálholts- bússunni gömlu, flutningaskip Skál- holtsstaðar. Þangheslur, -s, -ar, kk., hestbyrði af þangi. Þang var til skamms tíma mikið notað til eldsneytis í Eyjum. Allri þangfjöru er skipt milli jarð- Sigla upp á, var sagt um skip, sem komu af hafi og leituðu lands undir land. Það hefir franzmaður (frönsk skúta) verið að sigla upp á í allan dag, var t.d. sagt. Setja á hólana, vera kominn á hólana, var sagt um báta, sem hætt Fara með hana. Þegar menn drukk- nuðu nærri landi, var oft farið með hana út á sjó, þar sem skipstapinn varð til að reyna að finna líkin. Var það trú, að haninn galaði, þar sem líkið lægi undir; tíðkaðist þetta fram yfir aldamótin síðustu. Sumir höfðu besta trú á hvítum hönum. Þessi anna saman með rekafjörunni. Fóru menn í sama leigumála saman í þangskurðinn. Þurrabúðarmönnum var úthlutuð þangfjara fyrir sig á Torfmýri. Grasahestur, var hér hestbyrði af fjörugrösum. Þau voru notuð handa kúm og stundum í brauð til að drýgja mjöl. Þarakjarni var töluvert notaður til fóðurs, og var sagt að fara í kjarnafjöru. Það er í frásögur fært um eina þurrbúðarkonu, seint á 19. öld, að hún hafi framfleytt 1-2 kúm, mikið til á kjarna og fjörugrösum. Hvort tveggja var látið rigna úti til að ná úr því seltunni, og síðan þurrkað. Miklu var brennt af þara og þangrusli úr íjörunni og kallað að tína rusl. Fjörumaðkur var allmikið notaður til beitu, einkum fyrir stút- ung. Skelfiskur og nokkur. Fláarsöl, hvk. Sölvatekja var nokk- ur í Eyjunum, en þó eigi svo að söl voru seld þaðan. Best þykja sölin af svokallaðri Sölvaílá í Stórhöfða. Þar er bergruni, og þarf eigi að afvatna þau söl. Sölvafláin liggur undir Ofanleitis- eða Ofanbyggjarajarðir. Ofanbyggjarar eru þeir kallaðir sem búa fyrir ofan hraun. Ur lands- stakksurðinni og Sigmundarsteins- urðinni var töluverð sölvatekja. Söl voru etin með harðæti. Krabbafeiti, -ar, kvk., var notuð við meiðslum. Krabbinn var mulinn lifandi og soðinn í nýju smjöri. Reki var mikill áður, einkum í Brimurð, Gunnarsurð og Garðs- enda og inni í Botni. Rekafjaran var óskipt, þar til fyrir nokkrum ára- tugum og sótti hver í kapp við annan og höfðu miklar uppistöður og vök- ur, er menn voru á sífelldu vakki yfir rekanum, og stundum hlutust slys af hinu mikla ofurkappi er beitt var. Attæringar voru stundum smíðaðir í Vestmannaeyjum úr tómum rekavið og rekatré voru söguð í árar. Ararnar í áttæring voru um 8.5 alin. I háfs- spækur var mestmegnis notaður askviður. Rofalýja, -u, kvk. Svo voru nefndar uppþornaðar grasrætur utan í mold- arbörðum og sandrofum þar sem uppblástur var. Rofalýjan var notuð í uppkveikju og stopp. Rótarpáll, -s, -ar, kk. reka eða spaði sem hvannarót var grafin upp með. Var helst farið til róta í Dufþekju í Heimakletti. Ræturnar þóttu bestar þegar þær höfðu gaddað. Þær voru étnar hráar með bræðingi. Skarfakál var stundum notað út á súpu. Rótarbrcekur, kvk. Oftast var farið á bandi, þegar farið var til róta, voru ræturnar látnar í buxnaskálmar og bundið fyrir að neðan; brugðu menn svo rótabrókunum um háls sér, þar voru þær í sjálfsheldu, svo að hægt var að nota hendurnar við bandið, þegar farið var upp úr bjarginu. Byrgi, -is, hvk., steinbyrgi sem eru uppi í hömrum í Heimaey, í svoköll- uðum Fiskhellrum, ævagömul topp- hlaðin upp af hraungrýti og blá- grýtishnullungum, sem flutt hefir verið úr Herjólfsdal. Byrgi þessi hafa fyrrum verið höfð til að geyma í þeim rikling og annað harðmeti; varðist það í þeim allri vætu, og ekki var svo auðhlaupið að stela úr þeim. Byrgun standa enn, að mestu ó- högguð, og hafa síðast verið notuð einstaka þeirra, fram undir aldamót. Grjótið í þau hefur orðið að flytja í böndum og hefir það verið erfitt verk, því að þetta er hátt uppi í hömrum, og í flest þeirra hefurorðið að síga, og það langt sig í sum, í hvert skipti sem farið var í þau. Þau eru sum manngeng eða um mannhæð- arhá inni. Fáein byrgi eru og í Skiphellrum. Nokkurar topphlað- nar fiskikrær úr grjóti voru í Vest- mannaeyjum fram undir aldamót. Merkilegt mannvirki er hleðslan kringum vatnslindina í Herjólfsdal, sem haldist hefur óskemmd framan úr landnámsöld. Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavinum bestu óskir um Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða! RESTAURANT SKÚTINN Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavimm beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og gcefuríkt komandi ár með þökk fyrír samskiptin á árinu sem er að líða Wtt. WW- Pfljf Færeyska lag opnu skipanna ( 1901-1906 ). : Fyrstu vélbátarnir dönsku ( 1905-1910 ).

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.