Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.12.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 22.12.1981, Blaðsíða 1
8. árgangur Vestmannaeyjum 22. desember 1981 53. tölublað Stórlax gefínn til Náttúrugripasafns Þann 19. des. s.l. færði skipstjórinn á Gullbergi VE Náttúrugripasafninu hér í Eyjum stórlax að gjöf. Þessi gjöf er frá skipshöfninni á Gullbergi. Lax þessi veiddist fyrir austan landið, vó 47 pund og lenedin er 1.29 metrar. Friðrik tjáði blaðinu að lax þessi væri kvenkyns og væri flækingur, sennilega norskur eða skoskur. Búið er að ald- ursgreina hann og mun hann vera um 5 ára gamall og hefur verið 2 ár í vatni og 3 ár í sjó. Slíkar aldursákvarðanir eru gerðar með því að rannsaka hreistur fisksins. Náttúrugripasafnið verður opið 2. jóladag kl. 4-6 og sunnudaginn 27. desember á sama tíma. Magnús fráHafiiar- nesi með nýja bók Nýkomin er út bókin Jónsmessunæturdraumur eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Bókin er í beinu framhaldi af bók- inni „Augu borgarinnar" sem kom ýt í fyrra. Jónsmessunæturdraum- ur er tæplega huridrað blaðsíður og er söguþráð- urinn tekinn úr raunveru- leikamí'fn. Ásgeir Sigurvinsson leikur hér í Eyjum L' Sunnudaginn 27. desem- ber kl. 13.00 gefst Eyjabúum tækifæri á að sjá Asgeir Sigurvinsson spila fótbolta ásamt Ólafi bróður hans, Sveini Sveinssyni og Karli Sveinssyni á móti ÍBV. lið IBV verður þannig skipað: Sigurlás Þorleifs- son, Snorri Rútsson. Óniar Jóhannsson, Jóhann Georgs- son og Viðar Elíasson. I þriðja liðinu verða þeir felagar úr 2. flokki Hlynur Stefánsson, Kári Þorleifs- son, Héðinn Svavarsson og Jón Bragi Arnarsson og einnig Bergur Agústsson. A milli leikja verða ýms skemmtiatriði. Má þar nefna að Guðný á Gjábakka mætir með Týsstelpurnar sínar og Helga Víglunds- dóttir mætir með Þórsstélp- urnar, en þær ætla að spila fótbolta. Stjórn Þórs og stjórn Týs leikur fótbolta og yngstu félagar Týs fá einnig að spreyta sig. Verð er kr. 45 fyrir full- orðna og kr. 15 fyrir börn. Alít þetta verður um 2ja tíma dagskrá, auk þess verður bingó og verða spjöldin seld við inngang- inn á kr. 10 stykkið. Ef tími vinnst til, þá ætl- um við að reyna að fá sigur- lið karlanna til að keppa við stelpurnar, með bundið fyr- ir augun og þá yrði einn peyji mejj. hverjum leik- manni og héldi í hendina á honum og segði honum til. Fréttaíilkynning frá Tý. Sérkenni- legur fugl finnst við Helgafell Tveir ungir Eyjapreyj- ar fundu allsérkennilega skepnu upp við Helgafell fyrir nokkrum dögum. Það var bandarískur fugl, sem kallaður er á íslensku Reyrþvari. Peyjarnir náðu að góma furðufuglinn og færðu hann í gæsluvist hjá Frið- riki Jessyni á Náttúru- gripasafninu. Máttu þeir peyjar heppnir sleppa, því skepnan hjó til þeivra, en það er þeirra skep m vani, að höggva í augu þeirra, sem að vega. En furðufuglinn lifði aðeins í fjóra daga á safn- inu, því á fimmta degi var hann allur, er Friðrik ætl- aði að mata greyið. Friðrik er nú búinn að stoppa fuglinn upp, og verður hann til sýnis á safninu um jólin. Auk þess hefur Friðrik margt nýtt að sýna nú, t.d. sporðdreka og risaflugu frá Filipseyjum, sem hann fékk að gjöf frá Vest- manneyingi búsettum þar í landi. Reiðhjóli stolið Aðfaranótt laugardagsins 19. des. s.l. var stolið silfur- gráu SCHAUFF reiðhjóli, 10 gíra, með svörtum hlið- artöskum. - Ef einhver hef- ur séð hjólið, vinsamlegast láti lögregluna vita, eða í síma 2143. BREKI VE aflahæstur togaranna í Eyjum Breki VE er nú aflahæstur Vestmannaeyjatogara þann tíma sem af er þessu ári. Breki hafði aflað s.l. mið- vikudag alls 4.157 tonna, og er bá ekki talin loðna með. Á meðfylgjandi mynd eru skÍDstiórar togarans þeir Sæ- var Halldórsson t.v. og Her- mann Kristjánsson t.h. BATAABYRGÐAR- FELAG VM. GEFUR STORGJÖF Bátaábyrgðarfélag Vm færði nýlega vistmönnum á Hraunbúðum, Ekknasjóði og einstaklingum að gjöf samtals kr. 35.000. Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir er Jóhaiín Frið- finnsson færði vistmönnum Hraunbúða peningagjafirn- ar. Bátaábyrgðarfélagið verð- ur 120 ára í næsta mán- uði. JOLAGJÖFINA FÆRÐ ÞÚ HJÁ OKKUR!! ALLT í ELDHÚSIÐ: RIMA GRILL - ROWENTA VÖRUR TOSHIBA ÖRBYLGJUOFNAR KENWOOD & OSTER HRÆRIVÉLAR TÖLVUR - TÖLVUÚR - ÚTVÖRP SEGULBÖND - SJÓNAUKAR YAMAHA GRÆJUR MAKITA HANDVERKFÆRI FATASKÁPAR - BÓKAHILLUR STANDLAMPAR ÚR TRÉ - KASTARAR JÓLASERÍUR í MIKLU ÚRVALI! ÚR VALIÐ ER í KJ ARN A FILMUR - MYNDARAMMAR POLAROID - FILMUFRAMKÖLLUN RAFTÆKJAVERSLUNIN ¦ Vw#^lTÍWJ S/F SKÓLAVEGI 1 - SÍMMJ0O

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.