Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.12.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 22.12.1981, Blaðsíða 1
8. árgangur Vestmannaeyjum 22. desember 1981 53. tölublað Stórlax gefínn til Náttúrugripasafns Þann 19. des. s.l. færði skipstjórinn á Gullbergi VE Náttúrugripasafninu hér í Eyjum stórlax að gjöf. Þessi gjöf er frá skipshöfninni á Gullbergi. Lax þessi veiddist fyrir austan landið, vó 47 pund og lenedin er 1.29 metrar. Friðrik tjáði blaðinu að lax þessi væri kvenkyns og væri flækingur, sennilega norskur Magnús frá Hafnar- nesi með nýja bók eða skoskur. Búið er að ald- ursgreina hann og mun hann vera um 5 ára gamall og hefur verið 2 ár í vatni og 3 ár í sjó. Slíkar aldursákvarðanir eru gerðar með því að rannsaka hreistur físksins. Náttúrugripasafnið verður opið 2. jóladag kl. 4-6 og sunnudaginn 27. desember á sama tíma. Nýkomin er út bókin Jónsmessunæturdraumur eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Bókin er í beinu framhaldi af bók- inni „Augu borgarinnar” sem kom út í fyrra. Jónsmessunæturdraum- ur er tæplega hundrað blaðsíður og er söguþráð- urinn tekinn úr raunveru- leikanúm. Ásgeir Sigurvinsson leikur hér í Eyjum Sunnudaginn 27. desem- ber kl. 13.00 gefst Eyjabúuin tækifæri á að sjá Asgeir Sigurvinsson spila fótbolta ásamt Olafí bróður hans, Sveini Sveinssyni og Karli Sveinssyni á móti IBV. lið IBV verður þannig skipað: Sigurlás borleifs- son, Snorri Rútsson, Omar Jóhannsson, Jóhann Georgs^ son og Viðar Elíasson. I þriðja liðinu verða þeir felagar úr 2. flokki Hlynur Stefánsson, Kári Þorleifs- son, Héðinn Svavarsson og Jón Bragi Arnarsson og einnig Bergur Agústsson. A milli leikja verða ýms skemmtiatriði. Má þar nefna að Guðný á Gjábakka mætir með Týsstelpurnar sinar og Helga Víglunds- dóttir mætir með bórsstelp- urnar, en þær ætla að spila fótbolta. Stjórn Þórs og stjórn Týs leikur fótbolta og yngstu félagar Týs fá einnig að spreyta sig. Verð er kr. 45 fyrir full- orðna og kr. 15 fyrir börn. Alit þetta verður um 2já’1 tíma dagskrá, auk þess verður bingó og verða spjöldin seld við inngang- inn á kr. 10 stykkið. Ef tími vinnst til, þá ætl- um við að reyna að fá sigur- lið karlanna til að keppa við stelpurnar, með bundið fyr- ir augun og þá yrði einn peyji mejj hverjum leik- manni og héldi í hendina á honum og segði honum til. Fréttatilkynning frá Tý. Sérkenni- legur fugl finnst við HelgafeU Tveir ungir Eyjapreyj- ar fundu allsérkennilega skepnu upp við Helgafell fyrir nokkrum dögum. Það var bandarískur fugl, sem kallaður er á íslensku Reyrþvari. Peyjarnir náðu að góma furðufuglinn og færðu hann í gæsluvist hjá Frið- riki Jessyni á Náttúru- gripasafninu. Máttu þeir peyjar heppnir sleppa, því skepnan hjó til þer.ra, en það er þeirra skep iu vani, að höggva í augu þeirra, sem að vega. En furðufuglinn lifði aðeins í fjóra daga á safn- inu, því á fimmta degi var hann allur, er Friðrik ætl- aði að mata greyið. Friðrik er nú búinn að stoppa fuglinn upp, og verður hann til sýnis á safninu um jólin. Auk þess hefur Friðrik margt nýtt að sýna nú, t.d. sporðdreka og risaflugu frá Filipseyjum, sem hann fékk að gjöf frá Vest- manneyingi búsettum þar í landi. Reiðhjóli stolið Aðfaranótt laugardagsins 19. des. s.l. var stolið silfur- gráu SCHAUFF reiðhjóli, 10 gíra, með svörtum hlið- artöskum. - Ef einhver hef- ur séð hjólið, vinsamlegast láti lögregluna vita, eða i síma 2143. BREKI VE aflahæstur togaranna í Eyjum Breki VE er nú aflahæstur er þá ekki talin loðna með. Vestmannaeyjatogara þann A meðfylgjandi mynd eru tíma sem af er þessu ári. skÍDStiórar togarans þeir Sæ- Breki hafði aflað s.l. mið- var Halldórsson t.v. og Her- vikudag alls 4.157 tonna, og mann Kristjánsson t.h. BATAABYRGÐAR- FELAG VM. GEFTJR STORGJÖF Bátaábyrgðarfélag Vm færði nýlega vistmönnum á Hraunbúðum, Ekknasjóði og einstaklingum að gjöf samtals kr. 35.000. Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir er Jóhann Frið- finnsson færði vistmönnum Hraunbúða peningagjafim- ar. Bátaábyrgðarfélagið verð- ur 120 ára í næsta mán- uði. JÓLAGJÖFINA FÆRÐ ÞÚ HJÁ OKKUR!! ALLT í ELDHÚSIÐ: RIMA GRILL - ROWENTA VÖRUR TOSHIBA ÖRBYLGJUOFNAR KENWOOD & OSTER HRÆRIVÉLAR TÖLVUR - TÖLVUÚR - ÚTVÖRP SEGULBÖND - SJÓNAUKAR YAMAHA GRÆJUR MAKITA HANDVERKFÆRI FATASKÁPAR - BÓKAHILLUR STANDLAMPAR ÚR TRÉ - KASTARAR JÓLASERÍUR í MIKLU ÚRVALI! ÚRVALIÐ ER í KJARNA FILMUR - MYNDARAMMAR POLAROID - FILMUFRAMKÖLLUN RAFTÆKJAVERSLUNIN KJARNI S/F SKÓLAVEGI 1 - SÍMI 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.