Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.1981, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.1981, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ I VEXTL B I B B I B 8. árgangur Vestmannaeyjum 30/12 1981 54. tölublað Elstu borgarar landsins með lögheimili í Eyjum Eftir lát Halldóru Bjarna- dóttur á Blönduósi nú nýlega, en hún var elsti borgari lands- ins, 107 ára, fædd 14. okt. 1873, fóru menn að spekúlera hver væri elsti borgari lands- ins að Halldóru látinni. Samkvæmt athugun Hag- stofunnar eru tveir elstu borg- Asgeir lék ekki S.l. sunnudag átti að fara fram áður auglýstur fótbolti í íþróttahúsinu með þátttöku Vestmanna- eyja-útlaganna Asgeirs Sigurvinssonar o.fl. Er til átti að taka var víst um misskilning að ræða og Ásgeir og félagar hans úr útlandinu léku ekki. Þegar betur er að gáð mun Ásgeir vera með ein- ar af heimsins dýrustu löppum, á Islandi og því út í hött að hætta þeim í innanhússfótbolta heima í Eyjum. Ánnars er það af Ás- geiri að segja að hann kom til jólahalds í Eyjum á þorláksmessu og dvaldi hér bar til í gær að hann hélt til Bayern á ný. arar landsins með lögheimili í Eyjum, en það eru þær: Sig- ríður Jónsdóttir fædd 30 maí 1879, og Jenný Guðmunds- dóttir frá Mosfelli, fædd 23. janúar 1879. Eru þær stöllur báðar fæddar í Rangárvalla- sýslu, en eru nú búsettar í Reykjavík, þótt lögheimili þeirra sé enn í Vestmanaeyj- um. Ekki tókst okkur að ná í myndir af þeim Jenný og Sigríði, en birtum hér mynd af Láru Guðjónsdóttur frá Kirkjulandi, en hún mun elsti núlifandi borgarinn búsettur í Eyjum, fædd 4. júlí 1886, og er því nýlfega orðin 95 ára. Þess má til gamans geta hér í lokin, að kvenfólkið er mun framar karlmönnum í langlíf- inu í Eyjum. Ef reiknað er saman fólkið, sem hefur lög- heimili í Eyjum, án tillits til búsetu, þá eru konur í 9 sætum, áður en kemur að fyrsta karlmanninum. En sé reiknað með búsetu í Eyjum, er karlmaður í 3. sæti. Ákveðið hefur verið að árið 1982 verði á íslandi til- einkað öldruðum. Af því til- efni senda Fréttir nú öllum öldruðum Eyjabúum, og þá sérstaklega vistfólki Hraun- búða og þeim er á sjúkrahús- inu dvelja, bestu nýársóskir, með von um að árið 1982 verði því til blessunar. Lára Guðjónsdóttir frá Kirkjulandi býr nú á Hraunbúðum. Ljósm.: Sigurgeir Jónasson STORA BOMBAN á loft á gamlársdag! Á gamlársdag ætla Týrarar að skjóta á loft „stóru bomb- unni“, sem áætlað var að skjóta á loft á 60 ára afmæli Týs í haust, en var frestað þá vegna veðurs. Nú ætla Týrarar ekki að láta veðrið aftra sér, heldur láta bombuna í loftið. Verður henni skotið frá nýja hraun- inu. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á Stakkagerðistúnið á gamlársdag kl. 15.00 og fylgjast með. I þessari bombu verður 12 fermetraifáni, með þjóð- hátíðarmerki Týs og fleiri góðar sólir. Góð gjöf til Sjálfs- bjargar Verkakvennafélagið Snót gaf nýlega félagi Sjálfs- bjargar í Vestmannaeyj- um fimm þúsund krónur í tilefni árs fatlaðra. Sjálfsbjörg Vestmanna- eyjum þakkar Snót þessa höfðinglegu gjöf. Fréttir komu oftast Blaðið í dag er 54. tbl. á þessu ári. Ekkert blað í Eyj- um hefur komið eins oft út. Blaðið hefur verið í örum vexti undanfarin ár og eru enn ráðgerðar frekari breyt- ingar og betrumbætur á blaðinu á næsta ári. Enn sem fyrr viljum við vekja athygli bæjarbúa á því að blaðið er ÖLLUM opið, og geta ALLIR skrifað um það sem þeir vilja svo lengi sem það varði ekki við Iög eða almennt velsæmi. Fréttir þakka þeim er stutt hafa útgáfuna á árinu með margvíslegum hætti. Sér- staklega þökkum við Sig- mundi Andréssyni, Frið- birni Ó. Valtýssyni og Stefáni Jónassyni fyrir þeirra þátt. Auk þess Sigurgeiri Jónassyni ljósmyndara en allir þessir aðilar og svo aðrir ónafngreindir hafa verið okkur vel innan hand- ar við útgáfuna á árinu og vonum við að svo verði á- fram. GLEÐILEGT ÁR! Nú borgar sig að senda jólamyndimar í framköllun. □□□□□□□□□□□□□□□□□ Við eigum filmur og flasskubba og þrífætur til að taka góðar myndir um áramótdn. □□□□□□□□□□□□□□□□□ Mikið úrval af myndarömmum og öðrum ljósmyndavörum. □□□□□□□□□□□□□□□□□ RAFTÆKJAVERSLUNIN KJARNI S/F SKÓLAVEGI 1 - SíMI 1300 Brennur um ára- mótin Fréttir höfðu samband við slökkvliðsstjóra og spurðust fyrir um ára- mótabrennur í ár. Kristinn sagði, að formlegar beiðnir um brennuleyfi hefðu enn ekki borist (í gær) en hann giskaði þó á að brennu- staðir yrðu þeir sömu og undanfarin ár, að undan- skilinni brennunni milli Fella. Það er því líklegt að brennur verði á eftirtöld- um stöðum: Malargryfj- unni við Hástein, vestan við Stapa og fyrir sunnan Hraunbúðir, auk þess smærri brennur hér og þar. Rétt er að brýna fyrir öllum að fara varlega með eldinn á gamlárskvöld. Mörg alvarleg slys hafa hlotist af völdum flugelda og meðferð elds á þessu kvöldi. Einnig að foreldr- ar fylgist með börnum sínum með skotelda.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.