Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.1981, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.1981, Side 2
'ítr |FKÉTTIE| Ritstjóri og Abm.: Guólaugur Sigurósson Útgofandi: EYJAPRENT HF. Filmusatning og offsot-prentun: Eyjaprent hf. Strandvegi 47, 2. hæó Simi 98-1210 Þrettándinn Nafn hans er stytting úr þrettándi dagur jóla - 6. janúar. Var hann talinn fæðingardagur Jesú á undan 25. desember. En þegar sú tign var af honum tekin, hlaut hann í staðinn virðingarheitið epiphania sem merkir opinberun, og var þá svo látið heita að Kristur hefði á þeim degi opinberast með þreföld- um hætti hér á jörðu: tilbeiðslu vitringanna, skírninni í Jórdan og brúðkaupinu í Kana. Fyrsta opinberunin hefur einkum verið talin honum til gildis, enda heitir hann á sumum málum dagur hinna þriggja heilögu konunga. Hallgrímur Péturs- son kvað svo: Opinberunarhátíð heitir þrettándi þá komu vitringar úr austurlandi Þrettándanóttin hefur líka átt sér heitið draum- nóttin mikla, því að þá átti Austurvegskonunga að hafa dreymt fyrir fæðingu Jesú. Þá hefur það sannanlega verið til sumstaðar á landinu a.m.k. að kalla þrettándann gömlu jólin, eða jólanóttina gömlu. Ekki er ljóst hvort þarna liggi að baki einhver munnmæli um að hann hefði verið jóla- dagur á undan 25. desember, en það mætti furðulegt heita. Hitt kann að vera, að þegar allt tímatalið færðist til um 11 daga við breytinguna úr gamla í nýja stíl árið 1700, þá hafí sumt fólk átt bágt með að botna í þeirri röskun og þrettándinn fengið þetta nafn, þó þar skakki 1-2 dögum sem er heldur lítilvægt þegar men hafa ekki dagatal hangandi uppi á vegg hjá sér. Hvað þjóðtrú varðar, má segja að allt hið sama geti gilt um nýársnótt. Þó er það allt í minna mæli. Ennfremur komu þrettándabrennur stundum í stað áramótabrenna en það var einkum ef ekki viðraði nógu vel á gamlárskvöld. Þar sem þrettándinn var síðasti dagur jólanna var oftast nokkuð um dýrðir á honurn, vel haldið við í mat og drykk og mikið spilað. Var það stundum kallað að rOta jÓlín. jjr bókinni: Saga daganna. Opið um áramótin: Opið gamlársdag kl. 9 - 12 Opið laugardag 2. jan. ’82 kl. 9 - 12. Opið eins og venjulega mánudaginn 4. jan. Úrslit í firmakeppninni Fyrir nokkru lauk firma- keppni knattspyrnuráðs IBV í inpanhússknattspyrnu. Fjöldi liða tók þátt í firma- keppninni að þessu sinni og var hart barist til úrslita. Sigurliðið í ár var frá tré- smiðju Erlendar Péturssonar, sem hér er á myndinni. Það þótti miklum tíðindum sæta að þetta lið bar sigurorð yfir hinum „hefðbundnu” firma- liðum. A myndinni eru, talið frá vinstri: Efri röð: Almar Hjarð- ar, Albert Agústsson, Valþór Sigþórsson, Erlendur Péturs- son liðstjóri.- neðri röð: Haukur Gunnarsson, 01- afur Ragnarsson og Olafur Hermannsson. Rudolfsmótið í knattspyrnu: Týr gjörsigraði Þór Þrátt fyrir óhagstætt veður fór hin árlega knattspyrnu- keppni um Rúdolfsbikarinn fram í Iþróttamiðstöðinni á annan í jólum. Er skemmst frá því að segja að við Týrarar höfðum yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar og rótburstuðum Þórarana eins og oftast er keppni þessi hefur farið fram. Úrslit einstakra leikja sem hér segir: 2. flokkur: Týr - Þór 7-2 1. flokkur: Týr - Þór 5 - 2 Meistarafl.: Týr - Þór 8-5 Old Boys: Týr - Þór 11-2 Þá fór einnig fram einn kvennaleikur í knattspyrnu og sigruðu Þórarar þann leik með 7-5. Er það mjög á- nægjulegt að kvenfólkið skuli loksins vera farið að keppa í knattspymu og er vonandi að það fái aukin verkefni að glíma við. Fréttatilkynning frá Tý. Jólin 1981 Nú standa yfir jól og í tilefni þeirra var kveikt á jólakertunum í sundlauginni. Sigurgeir ljósmyndari var til staðar og smellti þá af mynd af þessari skemmtilegu uppstillingu. Þótt veðrahamur hafí verið mikill á þessum jólum hafa þau verið tíðindalítil og verið fremur rólegt í bænum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.