Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGÞjóðhátíð FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 20144 Ég er þegar búin að smyrja 50 flat-kökur með hangikjöti en þær eru ómissandi á hátíðinni,“ segir El- ínborg Jónsdóttir, húsmóðir í Eyjum. „Ég er að verða 73 ára og hef farið á allar Þjóðhátíðir nema fjórar síðan ég fæddist. Þjóðhátíð hefur verið ríkur þáttur í lífi fjölskyldu minnar. Við erum alltaf með tjald á svæðinu, búið húsgögnum; sófa, borði og stólum. Ég á ekkert nema góðar minningar um Þjóðhátíð,“ segir Elínborg. Stórfjölskylda Elínborgar kemur saman í tjaldinu sem heitir Laufás eftir bæ ömmu hennar og afa. „Við flytjum ekki í Dalinn en erum þar alla daga. Á fimmtudeginum er tjaldað, á föstudagsmorgni er síðan farið með allt hafurtaskið, nesti og nýja skó, eins og það er kallað,“ segir hún. „Setning hátíðarinnar er hálf þrjú og þá mætir maður á svæðið, klæddur eftir veðri en þó alltaf í betri fötum. Mér finnst allt- af mikil stemning á Þjóðhátíð og þetta er stór hluti af menningu okkar Eyja- fólks,“ segir Elínborg ennfremur. Margt hefur breyst Hún segir að hátíðin hafi breyst mikið í áranna rás. „Sumt er betra en annað verra, eins og gengur. Mér finnst vera of mikil drykkja á nóttunni. Ég hef alltaf átt auðvelt með að skemmta mér vel án áfengis. Fólk hefur auðvitað alltaf haft vín um hönd en meira síð- ustu árin. Á árum áður var umgjörðin meira heimagerð. Núna er meira lagt í allan undirbúning og frægir lista- menn koma fram. Þegar ég var að alast upp var skemmtunin nær ein- göngu í höndum heimamanna, til dæmis mikið um einsöng. Það væri varla boðlegt í dag. Þá var einnig meira lagt upp úr íþróttum að deginum. Ég hef engu að síður gaman af að fylgj- ast með þeim frægu listamönnum sem koma fram.“ Mikil stemning Elínborg segir ævinlega hafa verið mikla hátíðarstemningu á Þjóðhátíð. „Mér hefur alltaf þótt langskemmti- legast að deginum þegar húsmæður í tjöldunum bjóða upp á kaffi og fínt meðlæti. Það er stór partur af upp- runalegu Þjóðhátíðinni okkar. Mikil gestrisni alls staðar og nægar veiting- ar. Áður fyrr var boðið upp á reyktan lunda en hann fæst ekki lengur. Það hefur alltaf verið gestkvæmt í tjaldinu okkar, sungið og spilað. Mér líst reynd- ar vel á Eyjalagið í ár, það er grípandi. Maðurinn minn, sem nú er látinn, Guðjón Pálsson skipstjóri, spilaði allt- af á harmóníku og það bjó til stemn- ingu á svæðinu. Bróðir minn spilaði á gítar og svo sungu allir viðstaddir háum rómi. Það var alltaf mikil tónlist í kringum okkur. Ég er af stórri Vest- mannaeyjaætt og það kemur alltaf stór hópur af ættingjum af landi sem leit- ar uppi Laufástjaldið. Mér finnst svo mikið atriði að halda í gamlar hefðir og fjölskyldustemninguna.“ Vil halda í gömlu hefðirnar Elínborg Jónsdóttir er alin upp í Vestmannaeyjum og hefur sótt Þjóðhátíð frá unga aldri. Hún segist alltaf hlakka til þegar hátíðin nálgast. Margt hefur þó breyst í áranna rás, til dæmis sáu heimamenn sjálfir um öll skemmtiatriðin hér áður fyrr. Þjóðhátíð 1965. Í tjaldinu Laufási kemur stórfjölskyldan saman yfir kræsingum. Nýtt tyggigúmmí fyrir tennurnar - gott að tyggja! Gefðu tönnunum aukakraft Kalk Kalk er nauðsynlegt fyrir viðhald tanna Flúor Flúor verndar tennur fyrir skemmdum Xylitol Sykurlaust tyggigúmmí flýtir fyrir jafnvægi í gerlaflóru munnsins t Góð viðbót við tannburstun Elínborg Jónsdóttir (til hægri) ásamt Bergljótu Björnsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.