Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 04.09.2014, Qupperneq 28
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Mér finnst mikilvægt að vera skemmtilega klædd. Ég er nánast alltaf í litríkum fötum en er meðvitað að prófa að ganga stundum í svörtu. Mér finnst föt eiginlega vera búningar og hef mjög gaman af að blanda saman ólíkum flíkum og sjá hvernig fötin breyta mér og minni líðan. Mér líður mjög illa í gallabuxum og bol, það er bara ekki ég,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona, spurð út í fatastílinn. Hún segist eiga erfitt með settlegheit og ef svo ólíklega vilji til að litasamsetningin passi of vel saman þegar hún hefur sig til grípur hún til sinna ráða. „Ég þarf alltaf að hafa smá rokk í lúkkinu. Það gengur ekki að vera settlega greidd, á hælum og í litum sem passa alveg saman. Ef það gerist þá hendi ég inn einum kreisí lit eða skipti hælaskónum út fyrir grófari skó,“ Áttu mörg skópör? „Mörg, kannski þrjátíu!“ Háir hælar eða flatbotna? „Oftast flatbotna en hælar eru voða fínir þegar maður nennir þeim.“ Hver er þín helsta tískufyrirmynd? „Mamma er einn besti stílisti sem ég þekki. Hún blandar saman gersemum úr Rauða krossinum og mjög dýrum flíkum á ótrúlegan hátt. Ætli ég hafi ekki fengið sjálfstraust til að finna minn eigin stíl út af hennar hugrekki í samsetningum.“ Spurð hvort hún kunni að sauma segist Álfrún hafa notað saumavélina talsvert á unglingsárunum í tilraunir. „Ég breytti til dæmis gallabuxum og gekk í þeim á röngunni á tímabili. Ég þyrfti að fara að rifja upp gamla takta.“ Uppáhaldshönnuðir Álfrúnar eru Marc Jacobs, Sonya Rykiel, Matthew Williamson, Chie Mihara og fleiri. Hana dreymir um að versla í KronKron en er líka dugleg við að gramsa í „second hand“-búðum. Bestu kaupin í fataskápnum segir hún brúnan leður jakka sem hún keypti fyrir tíu árum í Barse- lóna og notar enn. En hver eru verstu kaupin? „Ég lét lita sandala hvíta tveimur dögum fyrir brúð- kaupið mitt í sumar hjá ónefndum skósmið. Þegar ég sótti þá litu þeir út fyrir að hafa verið tippexaðir hvítir og voru svo harðir að ekki var hægt að ganga í þeim. Borgaði 10.000 krónur fyrir, fór heim í sjokki og reyndi að sannfæra sjálfa mig um að þetta væri nú bara allt í lagi. Daginn fyrir brúðkaupið, eftir svefnlausa nótt, þræddi ég allar skóbúðir bæjarins og fann loksins skó sem björguðu mér frá því að gifta mig í tippex-skónum.“ Er einhver flík í skápnum í uppáhaldi? „Prjónuð ullarslá eftir Hönnu Hlíf Bjarnadóttur sem ég keypti í Skúmaskoti í sumar. Ótrúlega falleg hlý og einstök flík.“ Hvað er annars að frétta? „Ég er að byrja sýningar 6. september á einleiknum mínum KAMELJÓN sem verður á fjölunum í Tjarn- arbíói í september og október. Kameljón er ein mest krefjandi en jafnframt skemmtilegasta sýning sem ég hef unnið að og ég hlakka mikið til að sýna hana á ný.“ ■ heida@365.is GIFTI SIG EKKI Í TIPPEX-SANDÖLUM TÍSKA Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona á erfitt með að vera settleg. Hún lítur á föt sem búninga og sést sjaldan í gallabuxum og bol. UPPÁHALDSFLÍKIN „Prjónuð ullarslá eftir Hönnu Hlíf Bjarnadóttur sem ég keypti í Skúma- skoti í sumar er í upp- áhaldi. Ótrúlega falleg, hlý og einstök flík,“ segir Álfrún. Brúna leður- jakkann keypti hún á „second hand“-mark- aði í Barselóna fyrir tíu árum. MYND/GVA Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga Enskuskóli Erlu Ara - Let’s speak English Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum, langflest konur á aldrinum 35 ára og eldri. • 10 getustig með áherslu á tal • Öllu lesefni fylgja hljóðdiskar • Styrkt af starfsmenntasjóðum Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@gmail.com www.enskafyriralla.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Smart föt, fyrir smart skvísur Stærðir 38-52 Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Skyrta á 8.900 kr. 2 litir: hvítt og svart Stærð 34 - 52 (54) Stretch Buxur á 13.900 kr. 5 litir: svart, vínrautt, mosabrúnt, flöskugrænt og steingrátt. Stærð 34 - 52 (54) Stretch og háar í mittið Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 10–15.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.