Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 4. september 2014 | TÍMAMÓT | 29 Stórtónleikar í Eldborg Hörpu 12. september 2014 kl. 21.00 Fjölmörg af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistar sameinast í minningu um orgelmeistarann Karl J. Sighvatsson FLOWERS Björgvin Halldórsson og Jónas R. Jónsson MANNAKORN Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson TRÚBROT Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson MEGAS HJALTALÍN Högni Egilsson og Sigríður Thorlacius APPARAT ORGAN KVARTETT ÓLAFUR ARNALDS Allur ágóði af tónleikunum rennur til Minningarsjóðs Karls J. Sighvatssonar sem styrkir ungt tónlistarfólk til náms. Miðasala á midi.is og harpa.is Styrktaraðilar Karlsvöku: MERKISATBURÐIR 1845 Jón Sigurðsson, síðar nefnd- ur forseti, og Ingibjörg Einarsdóttir gefin saman í hjónaband 1888 Jón Árnason, þjóðsagnasafnari og landsbókavörður, lætur lífið 1888 George Eastman skráir vöru- merkið Kodak 1943 Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness kemur út 1948 Wilhelmina Hollandsdrottning segir af sér vegna heilsufarsástæðna 1949 Kirkjan á Möðrudal á Fjöllum vígð 1963 Swissair-flug 306 brotlendir nærri Dürrenäsch í Sviss og áttatíu manns láta lífið 1969 Björgvin Halldórsson kosinn poppstjarna ársins á popphátíð í Laugardalshöllinni í Reykjavík 1970 Salvador Allende er kosinn for- seti Síle 1973 Bókstafurinn Z felldur úr opin- beru máli 1984 Níunda og síðasta hrina Kröflu- elda hefst 2010 Jarðskjálfti upp á 7,1 á Richter skekur suðurhluta Nýja-Sjálands Átta ár eru liðin frá andláti sjónvarpsstjörnunnar Steves Irwin, sem oftast var kallaður Krókódílaveiðarinn. Steve lést þann 4. september árið 2006 við tökur á heimild- armynd um ástralska kóralrif- ið við Norðaustur-Queensland þegar risavaxin stingskata réðst á hann og veitti honum banasár. Steve var aðeins 44 ára gam- all og hafði helgað líf sitt gerð sjónvarpsefnis um krókódíla og önnur óargadýr. Mörgum þótti hann of djarfur í nágrenni villidýra og varð það að lokum honum að bráð. Steve lét eftir sig eiginkonu og tvö börn en Justin Lyons, myndatökumaður Krókódíla- veiðarans, ljóstraði upp síðustu orðum stjörnunnar fyrir stuttu. „Hann leit á mig rólegur og sagði: Ég er að deyja. Það var það síðasta sem hann sagði,“ sagði Justin í áhrifaríku viðtali við Sydney Morning Herald. - lkg Krókódíla- veiðarinn allur GLEÐIGJAFI Steve var mikill gleðigjafi en mörgum þótti hann of djarfur. NORDICPHOTOS/GETTY Leitarvélin Google var stofnuð þennan dag árið 1998 og fagnar hún því sextán ára afmæli sínu í ár. Stofnendur leitarvélarinnar voru þeir Larry Page og Sergey Brin, en þeir voru þá nemendur við Stanford-há- skólann í Kaliforníu. Það sem gerði Google frábrugðna öðrum leitarvélum var að í stað þess koma með þá síðu sem oftast hafði verið flett upp, hönnuðu þeir kerfi sem tengdi síður saman til þess að auka gæði upplýsinga í niðurstöðunum. Í dag leitar hún að tvö hundruð atriðum á sekúndu áður en hún skilar niðurstöðum. Árið 1999 létu stofnendur síðunnar undan og hófu að selja auglýsingar á síðuna, en það var eitthvað sem þeir ætluðu sér ekki að gera. Í dag er Google eitt stærsta fyrirtæki heims ásamt því að vera vinsælasta leitarvélin með um tvær milljónir notenda á sekúndu. Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu ár og er í dag ekki bara leitarvél. Google veitir ýmsa aðra þjónustu undir sínu merki og heldur úti tölvupóstinum G-mail, korta- vefnum Google Maps, þýðingarvélinni Goole Translate, gervihnattaleitarvélinni Google Earth og það nýjasta eru gleraugun Google Glass. Hjá fyrirtækinu starfa nú tæp fimmtíu þúsund manns í sjötíu skrifstofum í fjörutíu löndum, og er það talið einn skemmtilegasti vinnustaður heims í dag. ÞETTA GERÐIST: 4. SEPTEMBER 1998 Leitarvélin Google var stofnuð þennan merka dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.