Fréttablaðið - 04.09.2014, Page 52

Fréttablaðið - 04.09.2014, Page 52
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 28.08.2014 ➜ 03.09.2014 1 George Ezra Budapest 2 Prins Póló París norðursins 3 Sia Chandelier 4 Kaleo All The Pretty Girls 5 Milky Chance Stolen Dance 6 Valdimar Læt það duga 7 Sam Smith I’m Not The Only One 8 Nico & Vinz Am I Wrong 9 Tove Lo Habits (Stay High) 10 Sam Smith Stay With Me 1 Low Roar 0 2 Kaleo Kaleo 3 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 2 4 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 6 Mammút Komdu til mín svarta systir 7 Samaris Silkidrangar 8 Ýmsir Icelandic Folksongs and Other Favorites 9 GusGus Mexico 10 Of Monsters And Men My Head Is An Animal Lee Hurst @2010LeeHurst 22. ágúst #AskIslamicState Hvenær búist þið við að Caliphate opnist fyrir ferðamenn? Chris Long @ChrisLong193 3. september #AskIslamicState Hafið þið einhvern tímann drepið ein- hvern sem var ekki handjárnaður fyrir aftan bak? Steve McStove @bakedstove 31. ágúst #AskIslamicState Ætti ég að hafa vanillu- eða súkkul- aðiköku á afmælinu mínu? Farhaan @PremierBankshot 31. ágúst #AskIslamicState Af hverju er T í Tsunami? Liars Never Win @liars_never_win 29. ágúst Hvar í Kóraninum stendur að maður eigi ekki að nota svitalykt- areyði? #AskIslamic- State John F Smith Jr @johnfsmithjr 27. ágúst #AskIslamicState, þetta með 72 hreinar meyjar, eru það konur eða geitur? Kassamerkið #Ask- IslamicState er mjög heitt á Twitter en tíst sem merkt eru því gera grín að öfgasamtökunum IS. Upphafsmaður þessa gríns er talinn vera spéfuglinn Lee Hurst. Trend á Twitter Tístarar gera stólpagrín að öfgasamtökunum IS ENDURNÆRIST AF GÓÐRI ORKU „Snilldin við þetta er að þú getur gert þetta á þínum eigin hraða, þoli og styrk, þetta hentar hvaða líkamsformi og aldri sem er. Það eru engin hopp eða slíkt, svo álag á hné og mjóbak er ekki vandamál. Ég hef haft allt frá átján ára upp í sjötugt í tíma hjá mér,“ segir Unnur Pálmars- dóttir sem kynnir nýtt líkamsræktarkerfi hannað af henni sjálfri. Kick-Fusion er byggt á kikkboxi og tabatalotum, þar sem unnið er með hámarksákefð í stuttan tíma en það tryggir mikla brennslu og góðan eftirbruna. Hún hefur unnið að hönnun kerfisins í nokkur ár og kennt við góðar undirtektir erlendis. Unnur lofar miklum svita, brennslu og gleði á námskeiðinu. Hvað? Lokuð Kick-Fusion námskeið. Innifalið matarprógramm og aðgangur að tækjasal. Hvar? World Class Laugum mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30, World Class Seltjarnarnesi þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.20. Hverjir? Allir aldurshópar velkomnir. JÓGA Í ÞYNGDARLEYSI „Aerial yoga er fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Arna. „Þótt þú hangir í slæðunum þá er ekkert að óttast, það er algjör óþarfi að ríghalda sér í. Hlutverk bandanna er að styðja við líkamann og hjálpa honum þannig að komast dýpra í jógastöðurnar og ná betra flæði. Svo er þetta bara umfram allt skemmtilegt og maður upplifir svo mikla barnslega gleði við það að hanga í böndunum, það gefur manni svo mikið.“ Margrét Arna Arnardóttir er eigandi B yoga og hefur kennt Aerial yoga á Íslandi síðan í janúar. Hún segir þessa tegund af jóga einstaklega skemmtilega og hvetur alla til þess að prófa. „Það er ekkert að ótt- ast, tíminn snýst ekki um að hanga á hvolfi allan tímann, heldur ná dýpri teygjum, jöfnu jógaflæði og góðri slökun,“ segir hún. Hvað? Jóga þar sem notast er við silkibönd og hangið í þeim. Hvar? B yoga, Nethyl 2. Hverjir? Hentar öllum. MÁLIÐ AÐ HRISTA SIG Í VETUR „Það nýjasta hjá okkur haust er gamla góða Jane Fonda- leikfimin, en kennarinn, hún Sigga Ásgeirs, hefur betrum- bætt kerfið og bætt nokkrum nýjum æfingum við,“ segir Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Kramhúsinu. „Við bjóðum líka upp á Shaking eða Hristing sem er nýjasta æðið í Svíþjóð. Þar byrjum við á dansupphitun og förum svo í að hrista útlimina og náum þannig slökun í hvern þeirra,“ bætir hún við og segist finna fyrir auknum áhuga fyrir því að hreyfa sig og hafa líkamsræktina skemmti- lega umfram annað. „Beyoncé-námskeiðin eru alltaf jafn vinsæl, en fullt er á námskeiðin sem hefjast í næstu viku og er biðlisti eftir plássi,“ segir Bryndís en getur glatt aðdáendur námskeiðsins með því að haldin verða önnur námskeið strax að þessum loknum í október. Hvað? Jane Fonda, sex vikna námskeið tvisvar í viku. Hvar? Kramhúsið Skólavörðustíg. Hverjir? Allir sem vilja umfram allt hafa gaman af líkamsrækt- inni sinni. GLEÐI, ÞYNGDARLEYSI OG SLÖKUN Nú þegar hausta tekur byrja fl estir að huga að líkamsrækt að nýju og núna er skemmtun í aðalhlutverki. Lífi ð skoðaði hvað er í boði. LÍFIÐ VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ GRANDA OG MJÓDD DAG SEM NÓTT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.