Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 18
13. september 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Af hverju vill fólk hafa lægri skatta á mat en aðrar vörur? Væntanlega vegna þess að það vill gera vel við fátækasta fólkið. Fólk hugsar: „Fátækt fólk eyðir hlutfallslega meiri pening í mat en ríkt fólk. Lágir skattar á mat gagnast fátæku fólki.“ Þetta er rökrétt en rangt. Fátækt í dag er ekki sú sama og fátækt á dögum iðnbyltingarinnar. Sú var tíðin að fólk, sérstaklega fátækt fólk, þurfti að nota mjög stóran hlut af fé sínu til að kaupa sér mat. Þetta hefur breyst. Sam- kvæmt tölum Vinnumálastofnun- ar Bandaríkjanna (BLS) lækkaði þáttur matvöru í heildarútgjöld- um heimilanna þar í landi úr 43% árið 1901 í 13% árið 2002. (Sjá: www.bls. gov/opub/uscs/ report991.pdf) Þótt ég þekki ekki til sögulegra gagna um hlutfallslega eyðslu íslenskra heimila í aldanna rás má ætla að þróunin hér hafi verið svipuð og annars staðar. Eftir því sem þjóðin varð ríkari minnkaði hlutdeild matar í útgjöldum lands- manna. Í dag eyða Íslendingar um 15% í mat- og drykkjarvörur. Þetta er samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. En það hlýtur þá að vera mik- ill munur á þessu hlutfalli eftir tekjum fólks – er það ekki? Fólk borðar svipað mikið, fátæka fólk- ið eyðir miklu í mat og ríka fólk- ið eyðir þá öllum afganginum í flatskjái? Tölurnar segja annað: Ríkasti fjórðungur þjóðarinnar notar 14,5% af útgjöldum sinum í mat. Fátækasti fjórðungurinn notar 14,7%. Ef við tökum raftæki þá eru hlutföllin þessi: Ríkari – 1,0%, fátækari – 0,9%. Sem sagt: Enginn teljandi munur. SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK Gegn fátækt sem var Menn geta tekið þessar tölur og gert ýmislegt við þær. Menn geta bent á að hinir tekjuminni (t.d. námsmenn) verði í einhverjum tilfellum að taka lán fyrir neyslu sinni. Og þá, með því að nota prósentur sem summast upp í miklu meira en 100, má fá að fátækt fólk eyðir hærri prósentu af tekjum í mat, en ríkt fólk. En hið sama gildir fyrir alla aðra vöru- flokka! Hið eina sem þeir prósentu- reikningar sýna, þar sem hluta er ekki deilt með heild, er að betra er að eiga meiri peninga en minni. En fyrst nánast engu munar á hlut- fallslegum útgjöldum hinna ríkari og hinna fátækari þá er lægri mat- arskattur afskaplega óskilvirk leið til að hjálpa hinum síðarnefndu. Með einföldun mætti hugsa þetta svona: Fyrir hvern hundraðkall sem við ætlum að gefa fátækum manni í formi lægri matarskatta, þurfum við að gefa ríkum manni 200 kall. Virðisaukaskattur, eins sniðugur og hann er, er ekki gott tæki til tekjujöfnunar. Tekjuskattar henta betur. Það er langt því frá allt frábært sem ríkisstjórnin er að gera í ríkis- fjármálum. Milljónagjafir til fólks sem varð fyrir því „óláni“ að eign- ast íbúð eru rugl. En það að minnka bilið milli virðisaukaskattsþrepa er góð hugmynd. Og það að hætta að innheimta 25% vörugjöld af flest- um skemmtilegri raftækjum er góð hugmynd líka. Ómarkviss aðstoð Á fólk að borða gúmmíbangsa í staðinn fyrir brauð? Á fólk að kaupa glænýjan ísskáp sem stendur svo tómur, því það hefur ekki efni á mat? Á að lækka verðið á lúxusbílum en hækka verð á bókum? Að búa til paranir sem þessar er létt. Ef helmingur af vörum í einhverju landi lækkar og helmingur hækkar verður allt- af hægt að finna einhverja göfuga vöru sem lækkar í verði og öfugt. Ef stjórnarandstaðan kemst til valda mun hún þá lækka skatt á bækur og mat en hækka skatt á föt og aðra vörur? Vill þá Katrín Jak- obsdóttir að ég krókni úr kulda, nakinn í strætóskýli, með nýprent- aða íslenska skáldsögu undir hand- arkrikanum? Vill Árni Páll að ég drekki tómatsafann minn ókældan og helst beint úr fernunni? Og af hverju á að skattleggja pitsusneið- ina lægra en hlaupaskóna? Hvaða lýðheilsuskilaboð eru það? Auðvitað snýst þetta ekki um einhverjar skoplegar paranir. Póli- tík snýst heldur ekki bara um það sem var í gær og breyttist í dag heldur líka um það hvernig menn vilja virkilega hafa hlutina þegar fram í sækir. Mín skoðun er að það væri betra að hafa eina vaskpró- sentu, sem fæstar undantekning- ar og sem fæst vörugjöld. Og, já, í þannig kerfi verða bækur dýr- ari og tölvuleikir ódýrari. En það er ekki ríkisins að hvetja fólk til að lesa frekar bækur en að spila tölvuleiki. Það er ekki ríkisins að hvetja fólk til að setja frekar kæfu en sultu á brauðið sitt. Sérstaklega ef það gagnast hinum fátæku ekki neitt. Hin fyndnu pör UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS Hefst 3. september Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug AQUA FITNESSBAKLEIKFIMI Í GR N ÁSLAUG Mánudaga og föstudaga kl. 16.15 og 17.00 Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. S egjast verður eins og er að kynning ríkisstjórnarflokk- anna á fjárlagafrumvarpinu er ekki til þess fallin að vekja traust. Þannig kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra í viðtali við Kastljós Sjón- varpsins á fimmtudag að þingflokkur Framsóknarflokksins hefði sett þann fyrirvara við fyrirhugaðar breytingar á virðisauka- skattkerfinu að þær yrðu til hagsbóta fyrir fólk í öllum tekju- flokkum. „Það kemur til greina að gera hverjar þær breytingar sem þarf til að ná þessu grund- vallarprinsippi,“ sagði forsætis- ráðherra. „Í þinglegri meðferð næstu vikurnar og mánuðina ætlum við að tryggja að þetta skili sér til allra hópa.“ Í fyrstu umræðum þingsins eftir sumarleyfi um fjárlagafrumvarpið hnutu þingmenn stjórnarandstöðunnar eðlilega um þetta misræmi. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matar- skattinn?“ spurði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í gær. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að hann telji málið vanhugsað frá upphafi. Undir þá ályktun kann að ýta að í texta fjárlagafrumvarpsins sem birt var á vef fjármálaráðuneytisins í vikunni birtist önnur útfærsla á virðisaukaskattsbreytingunum en lagt er upp með í raun. Þar var gert ráð fyrir að breytingin tæki gildi á tveimur árum og endaði í 14 prósentum 2016. Í frumvarpinu er líka gert ráð fyrir að á næstu tveimur árum verði seldur 30 prósenta hlutur í Landsbankanum. Þar verður afar forvitnilegt að sjá nánari útfærslu því tæpast má gera ráð fyrir því að hámarksverð fáist fyrir eignarhlut þar sem kaupandi hlutarins gengst inn á að vera minnihlutaeigandi í ríkisfyrirtæki. Líklegast er því að Landsbankinn hverfi hratt úr ríkiseigu eftir að þetta skref er stigið, hvort sem það verður með hlutabréfa- útboði og skráningu í Kauphöllina eða með frekari sölu eignar- hlutar. Sporin hræða hins vegar í þessum efnum, enda hafa margir talið rót hrunsins liggja í klúðrinu við síðustu einkavæð- ingu ríkisbankanna, þar sem fallið var frá skipulögðu söluferli með áherslu á dreift og erlent eignarhald, yfir í að selja völdum hópum eignirnar. Á þetta, eins og annað, kemst vonandi skýrari mynd í með- förum Alþingis á fjárlagafrumvarpinu næstu daga þótt umræður í gærmorgun hafi kannski ekki aukið tiltrú fólks á gagnsemi umræðunnar. Þar fór stór hluti umræðunnar fyrir hádegi í orðhengilshátt og rugl þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar reyndu að fá forsætisráðherra til að svara spurningum um margvísleg efni sem að hans ráðuneyti snúa, en ráðherrann stóð fastur á því að svara bara spurningum sem sneru að dóms- og lögreglumálum. Hann væri mættur í pontu með þann hatt einan á höfðinu. Fólk sem fylgdist með þessum fyrstu umræðum á haustþinginu getur bara vonað að fall sé fararheill og að þær verði vitlegri í framhaldinu. Kynning fjárlaga er lítt traustvekjandi: Alþingi höktir af stað eftir sumarfrí Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.