Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 34
13. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 5,3 MILLJÓNIR ÍBÚA 78,4 ÞÚS. KM2 53,9 MILLJÓNIR ÍBÚA 130,4 ÞÚS. KM2 3,1 MILLJÓN ÍBÚA 20,8 ÞÚS. KM2 1,8 MILLJÓNIR ÍBÚA 13,9 ÞÚS. KM2 SKOTLAND ENGLAND WALES N-ÍRLAND ÍRLAND 6,4 MILLJÓNIR ÍBÚA 84,5 ÞÚS. KM2 Salmond leggur fram frumvarp um þjóðarat- kvæðagreiðslu meðal Skota um sjálfstæði. Hann dregur frumvarpið til baka þegar ljóst er að ekki sé meirihluti fyrir því á þingi. Skotar hafa verið í ríkja-sambandi við England, og þar með Wales, í rúm-lega þrjár aldir eða frá því Bretland varð formlega til með sameiningu landanna árið 1707. Á fimmtudaginn kemur ganga Skotar að kjörborðinu þar sem þeir verða spurðir einfaldrar spurning- ar: Á Skotland að vera sjálfstætt land? Margir þeirra hafa þó átt erf- itt með að gera upp hug sinn, enda afleiðingarnar að einhverju leyti illfyrirsjáanlegar ákveði þeir að taka stóra skrefið og stofna sjálf- stætt ríki. Samkvæmt skoðanakönnunum stefnir allt í spennandi kosningar. Fylgismenn sjálfstæðis hafa á síð- ustu vikum verið að sækja mjög í sig veðrið. Þeir komust um síðustu helgi í fyrsta sinn upp fyrir and- stæðinga sína, en eitthvað virð- ist vera að draga úr fylginu á ný. Könnun frá YouGov í gær sýndi fjögurra prósenta forskot andstæð- inga sjálfstæðis. Svifasein andstaða Stærstu efasemdirnar hafa snúist um framtíðargjaldeyri Skotlands og óvissu varðandi efnahagslega afkomu hins nýja ríkis. Aðrir, ekki síst Englendingar en einnig marg- ir Skotar, eru á móti því að kljúfa Bretland í sundur, „höggva af því hausinn“ eins og Boris Johnson, borgarstjóri í London, orðaði það í byrjun vikunnar. Andstæðingar sjálfstæðis hafa reyndar ekki haft sig neitt verulega mikið í frammi í kosningabarátt- unni fyrr en nú á lokasprettinum. Alex Salmond, leiðtogi sjálf- stæðissinna, hefur því átt tiltölu- lega auðvelt með að koma boðskap sínum á framfæri án verulegra mótbára frá andstæðingum sjálf- stæðis og misjafnlega sannfærðu efasemdarfólki. Breskir stjórnmálaleiðtogar hafa vaknað til lífsins nú í vikunni og hver á fætur öðrum hvatt Skota til þess að hafna aðskilnaði. Fræga fólkið hefur verið eitthvað duglegra að láta málið til sín taka. Leikarinn Sean Connery hefur til dæmis lengi verið harður þjóðern- issinni og talar mjög máli aðskiln- aðar frá Bretlandi, en rithöfund- urinn J.K. Rawling, sem eins og Connery er skosk, er á öndverð- um meiði: Þar stendur James Bond gegn Harry Potter, og ekki gott að sjá hvor verður ofan á. Mikla athygli vakti þegar eitt helsta dagblað Skotlands, The Scotsman, birti á miðvikudag áber- andi yfirlýsingu þar sem kostir og gallar sjálfstæðis voru reifaðir. Blaðið hafði engar efasemdir um að sjálfstætt Skotland gæti vel staðið jafnfætis öðrum löndum og notið velsældar, en niðurstaðan varð engu að síður sú að Skotar ættu að hætta við öll sjálfstæðisáform. „Þetta er ekki afstaða, sem tekin er vegna hræðslu eða skorts á sjálfsöryggi, eða skorts á föð- urlandsást, heldur þvert á móti,“ segir í yfirlýsingunni. Hvetur til dáða Alex Salmond lætur þó hvergi deig- an síga. Hann gagnrýnir breska fjölmiðla, breska stjórnmálaleið- toga og jafnvel breska embættis- mannakerfið harðlega fyrir að reyna allt til að draga kjarkinn úr Skotum. Í gær hafði hann hörð orð um Royal Bank of Scotland, einn stærsta banka Skotlands, sem hafði hótað því að flytja höfuðstöðvar sínar til Englands lýstu Skotar yfir sjálfstæði. Þrír aðrir stórir bankar hafa hótað því sama. „Það mikilvægasta er að Já- atkvæði er ekki lokapunktur, held- ur upphafið á einhverju mjög sér- stöku,“ segir hann og hvetur fólk til að láta ekki úrtölufólk hafa áhrif á sig: „Framtíð Skotlands á að vera í höndum Skota.“ Fyrirmynd annarra Áhrifin af sjálfstæði Skotlands gætu reyndar náð langt út fyrir landsteina Skotlands sjálfs. Í Katalóníuhéraði á Spáni hafa sjálfstæðissinnar fyllst miklum eld- móð vegna fordæmis Skota, eins og sást á fimmtudaginn þegar hundruð þúsunda komu saman í Barcelona til að hvetja til sjálfstæðis. Katalóníubúar hafa lengi verið áhugasamir um aðskilnað frá Spáni og stefna ótrauðir á atkvæðagreiðslu um málið þann 9. nóvember, jafn- vel þótt allar líkur bendi til þess að stjórnlagadómstóll Spánar muni ekki fallast á aðskilnað, hver svo sem niðurstaða kosninganna verður. Þá má fastlega búast við að sjálf- stæði Skotlands myndi hvetja marga aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi til þess að fara að hugsa sér til hreyfings á ný. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is SALMOND OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN 1990 2010 Þurfa að gera upp hug sinn Skotar standa nú frammi fyrir því að þurfa innan fárra daga að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíðina. Kostirnir eru aðeins tveir: Að stofna sjálfstætt ríki með þeirri óvissu sem því fylgir eða láta bresku stjórnina sjá um hlutina áfram. Hve stórt yrði nýja ríkið? Skotland yrði fimm milljón manna ríki, álíka stórt að flatarmáli og álíka fjölmennt og Írland sem hefur verið sjálfstætt í tæpa öld. Fengi sjálfstætt Skotland aðild að ESB? Þótt Skotland sé nú í Evrópusambandinu sem hluti af Bretlandi þá fengi sjálfstætt Skotland ekki sjálfkrafa aðild heldur þyrfti að sækja um aðild og ganga í gegnum aðildarvið- ræður þar sem semja þyrfti um það hvernig löggjöf Skotlands yrði samræmd löggjöf Evrópusambandsins. Hvaða gjaldmiðill yrði notaður? Alex Salmond hefur stefnt að því að gera gjaldmiðilsbandalag við Breta um pundið. Bresk stjórnvöld hafa tekið dræmt í slíkar hugmyndir. Breski seðlabankinn segir að í slíku bandalagi þyrftu Skotar að gefa eitthvað eftir af sjálfstæði sínu. Skotar gætu í sjálfu sér haldið áfram að nota pundið án samþykkis Breta, en breski seðlabankinn hefði áfram öll yfirráð yfir gjaldmiðlinum. Ef Skotar vildu fá evruna þyrfti Skotland fyrst að gerast aðildarríki Evrópusambandsins. Einhliða upptaka evrunnar yrði gerð í óþökk Evrópusambands. Sitji Skotar uppi án bæði punds og evru þyrftu þeir væntanlega að hefja útgáfu eigin myntar, en lítill áhugi virðist vera fyrir því. DRAUMUR UM SJÁLFSTÆÐI Alex Salmond, helsti baráttumaður fyrir sjálfstæði Skotlands, stillti sér upp í hópi skoðanabræðra nú í vikunni og hvetur fólk til að merkja við „Já“ á atkvæðaseðlinum. FJÓRIR FÁNAR Á HÚSI Í EDINBORG Efst tróna fánar Bretlands og Evrópusambandsins en undir eru bláhvíti skoski fáninn og rauðhvíti enski fáninn. NORDICPHOTOS/AFP VÖKNUÐU TIL LÍFSINS Leiðtogar stóru bresku stjórnmálaflokkanna, þeir Ed Miliband, Nick Clegg og David Cameron, héldu til Skotlands á miðvikudaginn í von um að fá Skota ofan af aðskilnaði. NORDICPHOTOS/AFP 1954 1973 1979 1987 1997 1999 2004 20112007 2012 2013 Alex Salmond fæðist á gamlársdag árið 1954 í bæ sem heitir Linlithgow, ekki langt frá Edinborg. Hann er því 59 ára gamall. Salmond gengur 19 ára gamall í Skoska þjóðarflokkinn, sem var stofnaður árið 1934. Flokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir því að Skotar fái sitt eigið þjóðþing. Efnt til atkvæða- greiðslu meðal Skota og Wales-búa um takmarkað sjálfstæði með eigin löggjafarþingi. Wales-búar hafna sjálfstæði en skoskir kjósendur samþykkja með nærri 52 prósentum atkvæða. Vegna dræmrar kosningaþátttöku dugir það samt ekki til. Salmond tekur sæti á breska þinginu. Kosinn leiðtogi Skoska þjóðar- flokksins. Aftur er efnt til atkvæðagreiðslu meðal Skota, Wales- búa og nú einnig Norður-Íra til að kanna hvort nægur stuðningur sé við takmarkað sjálfstæði með eigin löggjafar- þingi. Að þessu sinni samþykkja 74 prósent kjósenda tillöguna. Ný glæsi- bygging skoska þingsins tekin í notkun í Holyrood í Edinborg. Efnt er til þingkosninga í Skotlandi samkvæmt lögum frá 1998. Nýtt þing Skota kemur fyrst saman 12. maí. Salmond tekur sæti á nýja þinginu fyrir Skoska þjóðar- flokkinn. Skoski þjóðarflokk- urinn vinnur mikinn sigur í kosningum til skoska þingsins. Salmond verður fyrsti ráðherra minnihluta- stjórnar með stuðningi Græningja. Skoski þjóðar- flokkurinn nær hreinum meirihluta á skoska þinginu. Salmond hefst þegar handa við að undirbúa kosningar um sjálfstæði Skot- lands á seinni hluta kjörtíma- bilsins. Breska stjórnin fellst á að veita skoska þinginu heim- ild til að efna til kosninga um sjálfstæði, að upp- fylltum vissum skilyrðum. Frumvarp um þjóðarat- kvæðagreiðslu er samþykkt á skoska þinginu 27. júní. Salmond leggur 15. nóvember fram ítarlega skýrslu um framtíð Skot- lands. ➜ 24. mars 2016 er stefnt að formlegu fullveldi Skotlands. BRETLAND 64,1 MILLJÓN ÍBÚA 243,4 ÞÚS. KM2 BRETLAND ÁN SKOTLANDS 58,8 MILLJÓNIR ÍBÚA 165 ÞÚS. KM2 STÓRA-BRETLAND ÍBÚAFJÖLDI OG FLATARMÁL ALEX SALMOND Ötull baráttumaður fyrir sjálfstæði Skotlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.