Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 2
24. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ➜ Lögmaður Menka segir það brot á mannrétt- indum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. MENNTAMÁL Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir miklum von- brigðum með fjárlagafrumvarp næsta árs og segir niðurskurð til skólans undanfarin ár stefna grunnstoðum hans í hættu. Þetta segir í ályktun frá ráðinu. Gerð er athugasemd við það að háskólakerfið á Íslandi fái aðeins 62 prósent af meðalfjárveitingu OECD-landanna. „Ef áfram verður haldið á sömu braut er ljóst að smám saman heltist háskólinn úr lest- inni í samkeppni háskóla á heims- vísu,“ segir jafnframt. - bá Stúdentar gagnrýna fjárlög: Óttast um stöðu Háskóla Íslands DÓMSMÁL Karlmaður, sem grun- aður er um sérstaklega hættulega líkamsárás, neitaði í gær sök í Hér- aðsdómi Reykjaness en hann á að hafa aðfaranótt sunnudagsins 13. maí 2012 kastað eða slegið gler- glasi í andlit annars karlmanns. Atvikið átti sér stað á skemmti- staðnum B5 í Bankastræti en glerbrot köstuðust einnig í andlit konu sem var gestur á staðnum. Hinn ákærði á einnig að hafa slegið karlmanninn ítrekað með hnefanum í andlit og líkama en maðurinn hlaut sár á hægra kinn- beini og á höku. - sáp Sakaður um að kasta glasi: Segist saklaus af hættulegri árás BERLÍN, AP Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir 3.543 manns hið minnsta hafa látist í átökunum í Austur-Úkraínu ef þeir 298 sem fórust með farþega- flugvélinni MH17 eru taldir með. Ivan Simonovic, aðalritari mann- réttindamála, segir töluna þó „sennilega talsvert hærri“. Áður var fjöldi látinna talinn vera í kringum þrjú þúsund. Vopnahléi var komið á 5. sept- ember en fram að því féllu að meðaltali 42 á dag í átökunum. - bá 3.543 hafa fallið í Úkraínu: Mannfall meira en áður var talið EFNAHAGSMÁL Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia- háskóla, segir að frumvarp um breytingar á virðisaukaskatti sé mikilvægt skref í rétta átt í skattamálum. Þetta segir í umsögn sem hann sendi efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis. Jón segir að breytingarnar sem lagðar séu til muni draga úr óhag- kvæmni skattkerfisins. „Þó er vert að huga betur að mótvægis- aðgerðum fyrir heimili með lágar tekjur,“ segir í umsögn Jóns. Hann segir að til lengri tíma væri skynsamlegt að minnka enn frekar bilið milli skattþrep- anna í virðisaukaskattskerfinu og færa gistinætur og aðra þjónustu sem erlendir ferðamenn greiða að stórum hluta í efra þrepið. Efra þrepið yrði svo lækkað á móti. Viðskiptaráð Íslands mælti einnig með því að frumvarpið yrði samþykkt í umsögn sem send var efnahags- og viðskiptanefnd í gær. - jhh Dósent í hagfræði segir breytingar á virðisaukaskattinum skref í rétta átt: Vill frekari skattabreytingar SÁTTUR Jón Steinsson hagfræðingur telur skynsamlegt að minnka enn frekar bil milli skattaþrepanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS NÁTTÚRUVERND Náttúruverndarsamtök Íslands segja orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar for- sætisráðherra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóð- anna ekki í samræmi við stefnu núverandi ríkis- stjórnar í loftslagsmálum. Ráðherra sagði Íslendinga stefna að framtíð án jarðefnaeldsneytis í ræðu sinni á fundinum í New York í gær. Jafnframt lýsti hann yfir fullum stuðn- ingi íslenskra stjórnvalda við að koma á kolefnis- skatti til að draga úr losun koltvísýrings. „Ísland miðar að því að verða jarðefniseldsneyt- islaust hagkerfi og við höfum þegar hrint af stað aðgerðum til að ná því markmiði,“ segir í ræðu Sigmundar. „Ísland styður fyllilega að skattleggja kolefni.“ Í tilkynningu samtakanna segir að yfirlýsing ráðherrans um að hverfa frá notkun jarðefna- eldsneytis hljóti að fela í sér þá stefnubreytingu að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu. Íslenska ríkið hefur undanfarið miðað að því að taka þátt í olíuleit á svæðinu og Orkustofnun gefið út sérleyfi til leitar. Þá segir í tilkynningunni að stuðningur ráð- herra við kolefnisskatta stangist á við lækkun ríkisstjórnarinnar á kolefnisskatti á eldsneyti síðastliðið vor. - bá Ræða Sigmundar um loftslagsmál sögð stangast á við stefnu ríkisstjórnar: Ósamræmis gæti í máli ráðherra SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Forsætisráðherra er um þessar mundir staddur í New York og mun taka þátt í setningu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL JERÚSALEM, AP Sérsveitir Ísraelsmanna gerðu í gær árás á fylgsni Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu og drápu tvo Palestínumenn sem grunaðir eru um morð þriggja ísraelskra táninga í sumar. Dauði drengjanna þriggja hrinti af stað röð atburða sem endaði með árás Ísraels á Gasa og fimmtíu daga stríði. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði þessum áfanga en Ísraelsmenn höfðu leitað mannanna tveggja frá því í júní. „Þetta sendir þau skýru skilaboð að Ísrael mun gera hvað sem þarf gegn hótunum og ögrunum hvar sem þær eiga sér stað,“ sagði Netanjahú. - bá Grunaðir morðingjar þriggja Ísraelsmanna drepnir í árás: Tveir Palestínumenn falla á Gasa BORNIR TIL GRAFAR Aðstandendur þeirra Amers Abu Aisheh og Marwans Qaw asmeh bera lík þeirra til greftrunar. Sérsveitir Ísraelsmanna höfðu í gær uppi á tvímenningunum eftir nokkurra mánaða leit. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Chaplas Menka, líberískur maður sem búsettur er á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvar- legt ofbeldi. Flytja þurfti Menka með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalar leyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mán- aða fresti. Hann segist hafa verið að tína dósir í miðborg Reykjavík- ur þann 10. september síðastliðinn þegar lögreglan stöðvaði hann og sagðist þurfa að afhenda honum bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hann hefði dvalið í land- inu ólöglega um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Menka samþykkti að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem honum var tilkynnt eftir skamma dvöl að hann væri handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku,“ segir Menka. „Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neit- að um þetta.“ Menka segir lögregluþjóna hafa ýtt sér inn um dyragættina á fangaklefanum. Einn þeirra hafi svo skorið hann illa á fæti við það að reyna að losa plastbönd um ökkla hans með hníf. Svo mikið blæddi úr sárum Menka að nauð- synlegt þótti að kalla til sjúkrabíl og flytja hann á spítala. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu,“ segir Hreiðar Eiríks- son, lögmaður Menka. „Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vist- un í fangageymslu var nauðsyn- leg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maður- inn þyrfti síðan að leita á sjúkra- hús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað.“ Hreiðar segir það brot á mann- réttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lög- mann sinn þegar hann var hand- tekinn. Hörður Jóhannesson aðstoðar- lögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í gær að atburða- rásin sem Menka lýsir sé í megin- atriðum rétt. Að svo stöddu liggi hins vegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neit- að um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hvers vegna verið væri að handtaka hann. hjorturh@365.is Skorinn með hnífi í fangaklefa lögreglu Flytja þurfti Líberíumanninn Chaplas Menka á spítala eftir að lögreglumaður skar hann á fæti við handtöku fyrr í mánuðinum. Menka sakar lögregluna um alvar- legt ofbeldi og mun leita réttar síns. Lögmaður hans segist undrandi á málinu. HLAUT DJÚPA SKURÐI Á FÆTI Menka er fæddur í Líberíu en kom til landsins árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Niels, er þetta ólæknandi ástand? „Nei, en þetta er langvinnur sjúkdómur.“ Læknaskortur er viðvarandi vandamál í íslensku heilbrigðiskerfi. Ástandið er einna verst í heimilis-, röntgen- og krabbameins- lækningum. Niels Ch. Nielsen er aðstoðar- lækningaforstjóri Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.