Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 4
24. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 65.179 Þjóðverjar fóru um Keflavíkur- flugvöll árið 2012. Þetta er 69 prósenta aukning frá því aðeins sex árum áður, eða 2006, þegar 38.487 Þjóðverjar fóru um flugvöllinn. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ KJARAMÁL Munur á heildarlaun- um karla og kvenna hjá VR mælist 13,3 prósent í nýrri könnun. Mun- urinn mældist 21 prósent innan Starfsmannafélags ríkisins (SFR) fyrr í mánuðinum. Leiðréttur launamunur kynjanna, þar sem tillit er tekið til allra áhrifaþátta, mælist 8,5 prósent hjá VR og hefur aldrei verið lægri. „Við erum mjög stolt af þess- um mikla árangri,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Heildar munur launa mældist 20,4 prósent í fyrstu launakönnun VR árið 2000. Ólafía þakkar þetta meðal ann- ars jafnlaunavottun sem VR hefur veitt 22 fyrirtækjum og stofnunum frá því í fyrra. „Ég var síðast í síðustu viku í heimsókn hjá tveimur stórum fyr- irtækjum þar sem ég var að kynna Jafnlaunavottun VR og fyrir tæki hafa áhuga á því að vinna með kerfisbundnum hætti að því að eyða þessum launamun,“ segir Ólafía Rafnsdóttir. - bá Launamunur kynjanna mælist mun minni hjá félagsmönnum VR en SFR: Launavottun sögð skila árangri ÓLAFÍA B. RAFNSDÓTTIR Formaður VR segir fyrirtæki innan félagsins vilja eyða launamun kynja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lyfjaval.is • sími 577 1160 15% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í september. Lyfjaauglýsing Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ENN EIN LÆGÐIN Það má búast við strekkingi eða allhvössum vindi og rigningu og síðar skúrum S- og V-til í dag. NA- og A-til verður úrkomulítið fram eftir degi en fer að rigna í kvöld. Skúrir S- og V-til á morgun og síðan snýst í NV-átt á föstudaginn. 6° 6 m/s 10° 13 m/s 11° 9 m/s 12° 15 m/s Strekk- ingur S- og V-til, annars hægari vindur. Strekk- ingur eða allhvasst við SA- ströndina. Gildistími korta er um hádegi 21° 29° 12° 19° 22° 8° 19° 14° 14° 26° 17° 27° 27° 25° 20° 15° 15° 17° 6° 6 m/s 10° 5 m/s 9° 4 m/s 7° 6 m/s 9° 6 m/s 8° 8 m/s 3° 7 m/s 10° 8° 7° 6° 7° 9° 10° 6° 9° 5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN LONDON, AP Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur varað við því að tilfelli ebóluveirunnar gætu orðið 21 þúsund talsins innan sex vikna verði ekki aukinn kraftur settur í að stöðva útbreiðsluna. Þetta kemur fram í skýrslu sem var birt í gær í netútgáfu tíma- ritsins New England Journal of Medicine. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum fyrir hálfu ári hafa um 5.800 manns sýkst af veirunni í Vestur-Afríku. Þar af hafa um 2.800 dáið. Að sögn yfir- manna Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar hefur fjöldi tilfella farið stigvaxandi og ebólaveiran gæti haldið áfram að smita fólk um ókomin ár ef ekki verður gert meira til að stöðva útbreiðsluna. - fb Viðvörun úr heilbrigðisgeira: Ebólutilfellum fjölgar nú ört VIÐ ÖLLU BÚIN Starfsmaður ebólu- miðstöðvar í Simbabve. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEW YORK, AP Þrátt fyrir að leika stórt hlutverk í verndun regnskóg- arins í Amazon mun Brasilía ekki styðja yfirlýsingu um að stöðva þurfi eyðingu trjáa í heiminum, sem verður lögð fram á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er sú að Brasilíumenn segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum við gerð yfirlýsingarinn- ar heldur fengið afrit af textanum til samþykktar án þess að fá tæki- færi til þess að stinga upp á breyt- ingum. „Ég held að það sé ekki hægt að ráðast í átak um skóga heimsins án þess að Brasilía sé með í för,“ sagði Izabella Teixeira umhverfisráðherra. - fb Yfirlýsing um trjávernd: Brasilíumenn verða ekki með IZABELLA TEIXEIRA Umhverfisráðherra Brasilíu er óánægður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vest- fjörðum, björgunarsveitir í Vesturbyggð og þyrla Landhelg- isgæslunnar leita nú þýsks ferða- manns á og við Látrabjarg. Mað- urinn heitir Christian Mathias Markus og sást síðast yfirgefa hótelið í Breiðavík þann 18. sept- ember. Bílaleigubifreið hans fannst mannlaus á bifreiðastæðinu við Látrabjarg í gær. Ef einhver hefur orðið var við ferðir Christians frá 18. september óskar lögreglan á Vestfjörðum eftir þeim upplýsing- um í síma 450 3730 eða 112. - bá Mannlaus bifreið fundin: Þjóðverja leitað við Látrabjarg HAFNARFJÖRÐUR Hótelskipið enn rætt Hafnarstjóri í Hafnarfirði kynnti í gær í hafnarstjórn hugmynd að fyrir- komulagi, ásamt kostnaðaráætlun, vegna hugsanlegrar aðstöðu fyrir hótelskip í Hafnarfjarðarhöfn. Stjórnin fól hafnarstjóranum ásamt bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn hótel- og veitingaskipsins. Um er að ræða 79 metra langt hótelskip sem á að vera með 62 herbergjum. Meðal þeirra sem koma að væntanlegum rekstri hótelskipsins eru veitingamennirnir Úlfar Eysteinsson í Þremur frökkum og Magnús Garðarsson í Veitingalist sem sagði við Fréttablaðið í gær að skipið myndi koma Hafnarfirði á „kortið“. FÉLAGSMÁL Helmingur þeirra sem leitað hafa til umboðsmanns skuld- ara er ánægður með þjónustuna samkvæmt nýrri könnun. Konur eru almennt ánægðari með þjónustuna en karlar og tekju- lágir frekar ánægðari en tekju- hærri. Stofnunin býður úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum Könnunin var send til 1.666 ein- staklinga sem sótt höfðu um eða lokið greiðsluaðlögun á síðustu fjórum árum en svarhlutfall var aðeins 50,4 prósent. - bá Umboðsmaður skuldara: Kanna ánægju með þjónustu FJÁRMÁL Orkuveita Reykjavík- ur notaði 8,9 milljónir króna frá og með hrunárinu 2008 til og með árinu í ár í svokallaðan forstjóra- bústað í Riðvík við Þingvallavatn. Ákveðið hefur verið að rífa bústað- inn með vísan í vatnsverndarsjón- armið. „Þar víkja litlir hagsmunir fyrir stórum,“ segir í svari Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveit- unnar, til Fréttablaðsins. Meðal kostnaðar eru nýir gluggar og klæðning. Síðustu skráðu útgjöldin eru 44 þúsund krón- ur á þessu ári í útigrill. „Mér var ókunnugt um kaupin og frétti fyrst af nefndu grilli í fréttum Stöðvar 2,“ segir forstjórinn og bætir við að Nesjavallavirkjun annist bústaðinn. Í grein Bjarna sem birtist í Frétta- blaðinu 10. september síðastliðinn sagði hann það hafa verið ákvörðun þeirrar stjórnar sem tók við í Orku- veitunni eftir sveitarstjórnarkosn- ingar 2010 og forstjóra, sem þá tók við tímabundið, að afnema öll sér- réttindi stjórnenda í fyrirtækinu. „Einkaafnot eða forgangur að hús- eignum Orkuveitunnar heyrði þar undir“, skrifaði forstjórinn sem nú hefur svarað fyrirspurn Frétta- blaðsins um hvernig þetta sam- ræmist notkun hans sjálfs og ann- arra á bústaðnum við Þingvallavatn síðan þá. Bjarni rifjar upp það sem áður hefur komið fram að hann hafi dval- ið nokkrar nætur í bústaðnum til að fá næði til að setja sig inn í málefni Orkuveitunnar eftir að hann tók við sem forstjóri. Hann hafi ekki litið á það sem einhver sérréttindi. „Reyndar fylgdi því ekki góð til- finning að vera þarna og því hætti ég að nota bústaðinn,“ segir Bjarni, en tekur þó fram að tvær undan- tekningar séu á því. „Í júlímánuði 2012 bauð ég erlendum gesti Orkuveitunnar í bústaðinn og svo í ágúst sama ár en þá fór ég til berja. Fyrri ferðin er vegna vinnunnar en sú síðari fer í bága við stranga skilgreiningu á afnámi sérréttinda,“ segir forstjór- inn í svari sínu. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að setja skýrari reglur um notk- un bústaðarins,“ segir Bjarni, sem kveður notkun á bústaðnum ekki hafa verið skráða. Framkvæmda- stjórar hafi getað sótt lykla að honum til ritara. „Ég hef spurst fyrir um notkun hans og mér sýnist að telja megi gistinætur í honum á fingrum sér frá því að ég tók við starfi. Rétt hefði þó verið að loka honum alveg,“ svarar Bjarni og bætir við að notk- un bústaðarins hafi nú einmitt verið að fullu hætt. „Skortur á reglum um notkun hans og ákvörðun um fram- tíð hans skrifast á mína ábyrgð.“ gar@frettabladid.is Níu milljónum eytt í sumarhús forstjórans Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segist bera ábyrgð á skorti á reglum um notkun forstjórabústaðar fyrirtækisins við Þingvallavatn. Hann hafi farið í eina ferð í bústaðinn sem fari „í bága við stranga skilgreiningu á afnámi sérréttinda“. FORSTJÓRABÚSTAÐUR OR Endurbætur á sumarhúsi OR við Þingvallavatn hafa kostað tæpar níu milljónir króna frá og með hrunárinu 2008. Ekki liggur fyrir kostn- aður við niðurrif hússins en brunabótamat þess og meðfylgjandi bátaskýlis er 14,6 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í júlí- mánuði 2012 bauð ég erlendum gesti Orku- veitunnar í bústaðinn og svo í ágúst sama ár en þá fór ég til berja. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.