Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. september 2014 | SKOÐUN | 17 Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögn- un undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórn- inni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi bygg- ingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heil- brigðisráðherra, yfir von- brigðum með umframkeyrslu Land- spítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum lægri en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reist- ur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spít- ala. Þeir útreikningar taka ekki til- lit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti for- maður fjárlaganefndar að með fjár- lögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í for- stjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spít- alanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Land- spítalinn væri nálægt þol- mörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækninga- sviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættis- ins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niður- stöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslensk- ir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigð- isstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem fram- tíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoð- um samfélagsins. Heilbrigðiskerf- ið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækn- ing á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforð- um. Ætlar enginn að bjarga Landspítala? HEILBRIGÐISMÁL Ragna Sigurðardóttir læknanemi og formaður Röskvu, samtaka félags- hyggjufólks við Háskóla Íslands Í grein sem birtist í Morgun- blaðinu 30. janúar síðastliðinn spurðum við hvort nægilega vel hefði verið búið að málefnum dómstóla og réttarfars í yfir- stjórn ríkisins og þá einkum í nýju innanríkisráðuneyti sem tók til starfa í ársbyrjun 2011. Töldum við margt benda til að sú breyting á Stjórnarráðinu sem þá var gerð hefði leitt til þess að málaflokkurinn fengi nú minna vægi og athygli en áður. Niður- staða okkar var sú að ef ekki tækist að bæta stöðu dómstól- anna hlyti að koma til skoðunar hvort ástæða væri til að endur- vekja sjálfstætt ráðuneyti dóms- mála. Vísi að sjálfstæðu dómsmála- ráðuneyti má rekja til upphafs heimastjórnar árið 1904 og stofnunar Stjórnarráðs Íslands en ein af þremur skrifstofum þess fór með dóms-, skóla- og kirkjumál. Frá 1917 nefndust skrifstofurnar deildir og 1921 kom ráðuneyti í stað deildar. Ráðuneytin voru þá dóms- og kirkjumálaráðuneyti, atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Árið 1947 voru skólamálin flutt í forsætis- ráðuneytið. Saga Stjórnarráðs- ins verður ekki rakin frekar hér en þó skal nefnt að dóms- og kirkjumálaráðuneytið fékk heitið dóms- og mannréttinda- ráðuneyti árið 2009 og í árs- byrjun 2011 voru dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið sameinuð í eitt inn- anríkisráðuneyti. Sameiningin var liður í víðtækri breytingu á Stjórnarráðinu þar sem ráðu- neytum var fækkað og þau stækkuð með sameiningum. Í tilviki þessara ráðuneyta lágu til grundvallar önnur sjónarmið en þau að málaflokkarnir hefðu verið taldir hafa sérstaka efnis- lega samstöðu. Löngum var litið á dóms- og kirkjumálaráðuneytið sem mik- ilvægt ráðuneyti, t.d. í stjórn- armyndunum, þótt ráðuneytið væri í seinni tíð hvorki sérlega stórt né helsta andlag flokkspóli- tískra stefnumiða. Í mörgum til- vikum var ráðherra dómsmála einnig ráðherra annarra ráðu- neyta. Árið 1992 var til dæmis sami maður sjávarútvegsráð- herra og dóms- og kirkjumála- ráðherra og stýrði sem slíkur þeim umfangsmiklu breytingum á dómstólaskipaninni sem gengu í gildi það ár. Einn af grunnþáttunum Dómstólarnir og starfsemi þeirra eru einn af grunnþáttum stjórnskipunar ríkisins. Eðli- legt er að skipan Stjórnarráðs- ins endurspegli þetta mikilvægi með því að dómsmálum og skyld- um efnum sé komið fyrir í sjálf- stæðu ráðuneyti en ekki í skrif- stofu stærra ráðuneytis. Einnig má setja spurningarmerki við þá tilhögun að skipa saman svo ólíkum málaflokkum sem dóms- málum og vegagerð. Þótt ekki sé ómögulegt að byggja upp sér- þekkingu innan slíks „stór-ráðu- neytis“ er hættan sú að áhersl- an á dómsmálin verði minni en þörf er á. Sjálfstætt dómsmálaráðuneyti hefur ekki óhjákvæmilega í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Þvert á móti má halda því fram með rökum að traust og skilvirkt réttarkerfi spari ríki og borgurum þess útgjöld, öfugt við vanhaldið kerfi. Með sjálfstæðu dómsmálaráðuneyti væri leitast við að tryggja að dóms- og réttarfarsmál fengju meiri athygli en þau fá nú. Það er ekki eingöngu æskilegt held- ur beinlínis nauðsynlegt. Því ber að fagna þeim hugmyndum sem fram hafa komið hjá ráða- mönnum á síðustu vikum um endurreisn dómsmálaráðuneyt- isins. Þær samræmast einnig vel stefnu núverandi ríkisstjórnar um að gera grundvallarbreyt- ingu á dómskerfinu með upptöku millidómstigs. Sjálfstætt ráðuneyti dómsmála? DÓMSMÁL Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlög- maður og formaður Lögmannafélags Íslands Skúli Magnússon héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands ➜ Löngum var litið á dóms- og kirkjumálaráðuneytið sem mikilvægt ráðuneyti, t.d. í stjórnarmyndunum, þótt ráðuneytið væri í seinni tíð hvorki sérlega stórt né helsta andlag fl okkspóli- tískra stefnumiða. Í mörg- um tilvikum var ráðherra dómsmála einnig ráðherra annarra ráðuneyta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.