Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 22
 | 4 24. september 2014 | miðvikudagur starfi við Háskólann í Reykjavík varðandi menningarmun í viðskipt- um. Við höfum verið með erlenda aðila sem hafa komið með sölu- og kynningartækni. Síðan erum við með val á umboðs- og dreifiaðilum á erlendum mörkuðum og samskipti við þá. Þar erum við með erlenda aðila til ráðgjafar,“ segir Andri. Andri segir að yfirleitt séu þátt- takendur í verkefninu með ákveðn- ar hugmyndir um markaðssvæði þegar þeir komi og oftar en ekki þekki menn til, hafi fengið fyrir- spurnir eða lært í viðkomandi landi. „Þá er það fyrsti punkturinn til að skoða,“ segir hann. En oft verði annar markaður fyrir valinu, eða annar markhópur. „Þannig að menn mæta með mismunandi skýra sýn inn á markaðinn en oft er það þann- ig að menn fara héðan með skýrari sýn,“ segir Andri. „Þetta gengur allt út á það að menn sitji þessa fundi, fá alltaf eitthvað inn í áætlunina og á milli funda hitta fyrirtæki svo ráðgjafa á okkar vegum. Þeir aðstoða þá við að vinna inn í áætlunina og heima- vinna er sett fyrir,“ segir Andri. Hann segir að allir á námskeiðinu séu þar í sömu erindum og sömu hugleiðingum sem hafi mjög mikil áhrif á andrúmsloftið hjá þeim sem taka þátt. „Menn fá tíma til að sinna þessu og engu öðru, sleppa við allt annað áreiti. En svo fara menn í hversdagsleikann þess á milli,“ segir hann. Andri segir að í janúarlok komi hópar frá alþjóðamarkaðsnáminu í Háskóla Íslands og þeir vinni í fjögurra til sex manna hópum með hverju fyrirtæki og einbeiti sér að tilteknu fyrirtæki og það fyrirtæki vinnur með nemendunum og menn skiptast á upplýsingum og skiptast á að fara í rannsóknarvinnu sem báðir aðilar græða á. „Þetta endar í apríl á að fyrirtækin kynna fyrir stýrihópi verkefnisins sína áætlun og fá til þess fyrirfram ákveðinn tíma og síðan er valin besta áætl- unin sem við höfum verðlaunað á aðalfundi Íslandsstofu,“ segir Andri. Andri segir að einn stærsti kost- urinn við verkefnið sé að þarna komi saman fólk úr öllum atvinnu- greinum. „Og það verður svo mikill kraftur í þessum samskiptum sem aðilarnir eiga og við erum með hönnuð í fatahönnun sem er að leið- beina þeim sem er fiskútflytjandi. Hann er að græða á því hvað hún er að pæla eða spyrja um,“ segir Andri. Andri segir að Íslandsstofa sé í samstarfi við Gulleggið. „Og við höfum verið að taka inn svoköll- uð „wild cards“, fyrirtæki sem eru lofandi en ekki búin að sanna sig. Við höfum tekið eitt svoleiðis fyrirtæki inn en annars viljum við taka inn fyrirtæki sem eru búin að sanna sig á markaðnum á Íslandi og eru að huga að útflutningi. Það er svona vinkillinn í þessu,“ segir hann. Þá segir hann verkefnið vera gott dæmi um hvernig Íslands- stofa hefur verið að sinna því hlut- verki að vera samstarfsvettvang- ur atvinnulífsins og jafnframt að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja við erlenda markaðs- sókn. Verkefnið fer bæði fram á höfuð- borgarsvæðinu og utan þess. „Við erum með fundi líka úti á landi sem þýðir að við erum að koma til móts við landsbyggðina upp á staðsetningu. Þá dveljum við þar í eina nótt þannig að menn hristast þar saman og það myndast eining innan hópsins sem verður sterk,“ segir Andri. Útflutningsverkefnið ÚH, sem Íslandsstofa rekur, fer í gang 25. árið í röð í lok október. Í hartnær aldarfjórðungslangri sögu verk- efnisins hafa fulltrúar fyrirtækja á borð við Mentor, Stika og Össur tekið þátt í verkefninu. Andri Marteinsson hjá Íslands- stofu segir að þeir sem taki þátt í verkefninu séu einna helst fyrirtæki sem séu þegar búin að þróa vörur sínar og eru jafnvel búin að mark- aðssetja hana hér á landi. „Því það eru kannski helst þau fyrirtæki sem eru í stakk búin til þess að fara að flytja út,“ segir hann. Andri segir að þátttakendur í verkefninu séu átta til tíu á hverju hausti. Verkefnið gangi út á það að þátttakendur hittist tvo daga í senn í sjö skipti og fái sérfræðinga til að fara yfir allt það sem þurfi að fara yfir varðandi markaðs- og aðgerða- áætlun. Svo komi aðrir sérfræðing- ar inn til þess að fylla inn í þessa áætlun og fræða eigendur fyrir- tækjanna um það hvernig standa eigi að markaðssetningu erlendis „Við erum með íslenska aðila sem hafa aðstoðað okkur við mark- aðsáætlun og íslenska aðila sem hafa komið og verið með sölu- og þjónustutækni,“ segir Andri. Þá hafi Íslendingar aðstoðað við tekjumódel,. „Við höfum verið í sam- Þetta endar í apríl á að fyrirtækin kynna fyrir stýrihópi verkefnisins sína áætlun og fá til þess fyrirfram ákveðinn tíma og síðan er valin besta áætlunin sem við höfum verð- launað á aðalfundi Íslandsstofu JÓN HÁKON HALLDÓRSSON jonhakon@frettabladid.is Þurfa skýra sýn á erlenda markaði Útflutningsverkefnið ÚH hefst í 25. sinn í október. Á meðal fyrirtækja sem hafa tekið þátt í verkefninu eru Össur, Mentor og Stiki. Framleiðendur eru með misjafnlega skýra sýn á erlenda markaði, þegar þeir hefja útflutning. STEFNUMÓTUN RÖK- RÆDD Þátttakendur í síðasta verkefni í stefnumótunar- og sviðsmyndagerð. AÐSEND MYND Feðginin Erla Friðriksdóttir og Friðrik Jónsson, hafa frá árinu 1991, safnað æðardúni og keypt æðardún til útflutnings. Þau reka fyrirtækið Íslenskan æðardún og hafa hug á að auka verðmætið af æðardúninum áður en varan fer úr landi með því að framleiða vörur, í stað þess að flytja dúninn út sem hrávöru. Fyrirtækið er því nú þegar farið að framleiða æðardúnssængur sem til stendur að flytja út. „Það var ástæðan fyrir því að ég fór á þetta námskeið um að koma nýrri vöru á nýjan markað. Það var hugmyndin hjá okkur,“ segir Erla í samtali við Fréttablaðið. Erla tók því þátt í ÚH í fyrra og segist hafa lært að semja sölukynningar, söluræður og gera samning, auk þess sem hún hafi lært ýmislegt um menningarmun. „Þannig að þetta var allt mögulegt sem viðkemur út- flutningi, hvernig maður á að hefja útflutning, auka eða fara inn á nýja markaði,“ segir hún. Erla segir að upphaflega hafi hugmyndin hjá henni verið að markaðssetja æðardúninn í Kanada, en eftir þetta námskeið hafi hún breytt þeim áformum sínum. „Ég fór á framhald af þessu námskeiði sem gekk út á það að við fengum ráðgjafa í Kanada. Hann gerði markaðsrannsókn og hans niðurstaða varð sú að þetta væri ekki málið,“ segir Erla. Markaðurinn í Kanada myndi einfaldlega ekki henta þeim. Hætti við markaðssetningu í Kanada Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) er útflutningsverkefni sem er sniðið að þörfum fyrirtækja sem stefna að útflutningi, eða hafa þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt. Verkefnið er nú haldið 25. árið í röð. Auk þess að öðlast mikilvæga þekkingu á erlendri markaðssetningu njóta þátttakendur í ÚH aðstoðar sérfræðinga við mótun og gerð markaðs- og aðgerðaáætlunar fyrir sókn á erlendan markað. Unnið er tvo daga í senn í hverjum mánuði yfir sjö mánaða tímabil frá október 2014 til apríl 2015. Undanfarin ár hefur verið mikil eftirspurn eftir þátttöku í ÚH, en að hámarki 10 fyrirtæki komast inn í verkefnið á hverju ári. Fyrri umsóknarfrestur er þriðju- dagurinn 7. Október, en fyrirtæki sem sækja um fyrir þann tíma njóta forgangs. Kynntu þér málið á www.islandsstofa.is ÚH 25 Viltu ná árangri á erlendum markaði? Skráðu fyrirtækið þitt í ÚH 25 ERLA FRIÐRIKSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.