Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 31
 | FÓLK | 7 HAUSTIÐ ER TÍMINN Október hentar vel til ferðalaga í Evrópu FRÆÐST UM ÍRAN ● OKTÓBER er í uppáhaldi hjá mörgum sem finnst gaman að ferðast um Evrópu. Ferðamönn- um hefur á þessum tíma yfirleitt fækkað í stór- borgunum og helstu ferðamannastöðum álfunnar. Hitastigið er þægilegt á þessum árstíma, sér- staklega í suðurhluta Evrópu. Uppskerutíminn er að mestu liðinn og víða í álfunni eru haldnar upp- skeruhátíðir í tengslum við fjölbreyttan mat og drykk. Litrík og skrautleg laufblöð prýða norður- og miðhluta álfunnar og fargjöldin eru miklu lægri en yfir hásumarið. Oktoberfest er fyrirferðar- mikil í Þýskalandi og raunar víðar í Evrópu en hátíðin hefst reyndar í lok september. Matur er í sviðsljósinu á Ítalíu í október en þá er til dæmis uppskerutími jarðsveppa og kastaníuhneta. Góð vín eru sjaldnast langt undan heldur. Í nokkrum stórum borgum eru haldin mjög fjölmenn mara- þonhlaup í október sem setja skemmtilegan svip á bæjarlífið. Meðal þeirra eru Berlín, Amsterdam og Frankfurt. Yfir 40 kvikmyndahátíðir eru haldnar á Spáni í október og nóvember þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nuit Blanche-hátíðin er haldin í París fyrsta laug- ardag í októbermánuði. Þá eru flest söfn, gallerí og aðrar menningarstofnanir opnar í heilan sólar- hring og ókeypis er inn á nær alla viðburði. Mið- borgin sjálf iðar af lífi og fjölbreyttri menningu á sama tíma. ● NÁMSKEIÐ Endurmenntun Háskóla Ís- lands býður upp á fjölbreytt og fróðleg námskeið á haustönn. Til dæmis má fræðast um ólík lönd og menningu. Þar má til að mynda finna áhugavert námskeið um Íran. Þar munu þeir Ali Amoushahi arkitekt og Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangur, fara yfir sögu þessa sérstæða lands. Í námskeiðslýsingu segir: „Á námskeiðinu verður gefið stutt yfirlit yfir landshætti í Íran, tungumál, menningu, trúarbrögð og sögu landsins frá fyrstu tíð til nútíðar. Einnig verða persneskar bókmenntir kynntar. Fjallað verður um stjórnmálaþróun síðustu ára og núverandi ástand. Auk þess að vera almenn kynning á lands- háttum, sögu og bókmenntum Írans getur námskeiðið verið undirbúningur fyrir heimsókn til landsins.“ Nánari upplýsingar er að finna á endurmenntun.is. ● FERÐAMATUR Merkilegt nokk en til fólk sem dýrkar og dáir flugvélamat. Sú matarást er nú forsenda nýs þýsks fyrirtækis sem farið er að senda flugvélakvöldverð heim til samlanda sinna í Düsseldorf og Köln. Fyrirtækið Allyouneed.com er reyndar enn að prufukeyra rekstur sinn en er í samstarfi við LSG Sky Chefs sem sér um flugvélamat fyrir þýska flug- félagið Lufthansa. Matarlínan kallast Air Food One og samanstendur af steikum, kjúklingi, þorski og grænmetisfæði af „business class“-matseðli Lufthansa. Maturinn höfðar einkum til útivinnandi foreldra og önnum kafinna kaupahéðna og er að sögn talsmanns fyrirtækisins ferskari og bragðbetri en inn- pakkaðar máltíðir flugvélanna. Þær séu ekki jafn ljúffengar og heimagerður matur en mjög svo viðunandi á kvöldverðarborðið. Heimild: cnn.com/travel. FLUGVÉLA- MATINN HEIM Þjóðverjar snæða kvöld- mat að hætti Lufthansa KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚ VELUR að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta eða uppsetta. HREINT OG KLÁRT Þvottahús Fataskápar og sérsmíði Baðherbergi AFSLÁTTUR 25% AF ÖLLUM INNRÉTTING UM Í SEPTEMBER OG HAUSTA FER TILBOÐ VIÐ HÖFUM Í SEPTEMBER ER SUMRI HALLAR Glæsilegar innréttingar á tilboðsverði Vandaðar hillur Búrskúffur Innbyggðar hillur RAFTÆKI ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). VÖNDUÐ RAFTÆKI Á VÆGU VERÐI friform.is OPIÐ Helluborð OfnarHáfar Uppþvottavélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.