Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 38
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 100 6,676.08 -97.55 (1.44%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöld- um á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. MÖGULEGT er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um fram- leiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. VANDAMÁLIÐ er hins vegar sá kostn- aður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningar- gjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. STJÓRNARMAÐURINN þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslend- ingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upp- hafshlutafé er ein dönsk króna. REGLUR um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemj- endur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. ERFITT ER ÞVÍ að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hug- myndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. HVERNIG VÆRI ÞÁ að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík. Fimm dagar og 630 þúsund krónur STJÓRNAR - MAÐURINN Kísilhreinsun og sólarorkuvæðing heimsins: Er Ísland að komast á kortið? Ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík 26. september kl.13:15 í stofu V101. Fundarstjóri: Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 13.15 Ráðstefna sett Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. 13:20 Um sólarorku og sólarhlöð Halldór G. Svavarsson, dósent við tækni- og verkfræðideild HR. 13:40 Framleiðsluferli kísils Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR. 14:00 Hreinsun kísils Alain Turenne, tæknilegur framkvæmdastjóri Silicor Materials Inc. 14:20 Kaffihlé 14:40 Framleiðsla sólarkísils á Íslandi Clemens Hofbauer, rekstrarstjóri Silicor Materials Inc. 15.00 Kísill og sólarhlöð Lars Arnberg, prófessor við NTNU, Norwegian University of Science and Technology. 15:20 Um umhverfisáhrif og starfsleyfi Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnastjóri hjá Umhverfisstofnun. 15.40 Mikilvægi menntunar á sviði orkumála fyrir Ísland Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við HR 15.50 Pallborðsumræður Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Teresa Jester, CEO Silicor Materials Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR 16:20 Ráðstefnulok Allir velkomnir. Vinsamlega skráið þátttöku á hr.is/kisill Háskólinn í Reykjavík fagnar því í ár að 50 ár eru liðin frá stofnun Tækniháskóla Íslands sem sameinaður var HR árið 2005. Hluti af hátíðarhöldunum er opin fyrirlestraröð í HR þar sem fræðimenn fjalla um rannsóknir á kjarnasviðum háskólans: tækni, viðskiptum og lögum. 18.09.2014 Meginástæða þess að vaxta- bætur eru að lækka er ekki sú að verið sé að skerða réttindi. Meginástæðan er sú að laun eru að hækka, nettóeign er að hækka og kjör lántakenda eru að skána. Það er meginástæðan. Vilji menn halda óbreyttri vaxtabótafjárhæð þarf að stórauka réttindin í vaxtabótakerfinu. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. 32 MILLJARÐA MÍNUS Tekjurnar námu 796 milljörðum Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 32 milljarða króna árið 2013 eða um 1,7 prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 65,2 milljarða króna árið 2012 eða um 3,7 prósent af landsframleiðslu. Tekjur ríkisins námu tæpum 796 milljörðum króna og jukust um 55 milljarða króna milli ára eða um 7,4 pró- sent. Útgjöldin voru 828 milljarðar króna og jukust um 22 milljarða króna milli ára eða 2,7 prósent en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 44,2 prósent. 38 MILLJÓNA PUNDA SEKT Barclays sektaður Breski bankinn Barclays hefur verið sektaður um 38 milljónir punda, jafnvirði um 7,5 milljarða króna, fyrir að hafa stefnt fjármunum viðskipta- vina bankans í hættu með því að hafa ekki haldið fjármunum viðskiptavina sinna nægilega aðskildum frá öðrum eignum. BBC greinir frá því að þetta sé hæsta sekt sem breska fjármálaeftir- litið hefur beitt vegna brots af þessu tagi. USD 119,55 GBP 195,88 DKK 20,693 EUR 154,02 NOK 18,89 SEK 16,79 CHF 127,53 JPY 1,10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.