Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 46
24. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26 TÓNLIST ★★★★ ★ Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Rastrelli sellókvartettinn LISTASAFN ÍSLANDS SUNNUDAGINN 21. SEPTEMBER Ég heyrði strengjakvartett skil- greindan á eftirfarandi hátt á sunnudagskvöldið: Fyrsta fiðlan er góði fiðluleikarinn, önnur fiðlan er lélegi fiðluleikarinn og víólan er fyrrverandi fiðluleikarinn. Selló- leikarinn er hins vegar maðurinn sem hatar fiðluleikarana. Það var listrænn stjórnandi Rastrelli sellókvartettsins sem komst svo að orði á tónleikum í Listasafni Íslands á sunnudags- kvöldið. Samkvæmt skilgreining- unni samanstóð kvartettinn þar af fjórum mönnum sem þola ekki fiðluleikara. Ástæðan fyrir hatr- inu er sú að fiðluleikarar fá allt- af að spila safaríku melódíurnar á sinfóníutónleikum. Sellóin eru oft- ast í leiðinlega undirleikshlutverk- inu. Það er óþolandi. En ekki núna. Hér var enginn fiðluleikari til að eyðileggja stemn- inguna. Sellóin voru allt í öllu. Og samt ekki. Guðrún Ingimarsdótt- ir sópran söng með kvartettinum í u.þ.b. helmingi dagskrárinnar. Sambandið á milli hennar og kvartettsins var dálítið spes. Þegar Guðrún var ekki að syngja spilaði kvartettinn eldfjöruga tón- list. Þar á meðal var 24. kaprísa Paganinis. Hún var í hugmynda- ríkri útsetningu eins sellóleikar- ans, Sergei Drabkin, sem útsetti líka hin lögin á dagskránni. En þegar Guðrún gekk inn í salinn datt allt í dúnalogn. Maður fékk að heyra íslenska vögguvísu, Við gengum tvö, o.s.frv. Það var eins og sellóleikararnir væru snarvit- lausir krakkar að leika sér inni í stofu, en Guðrún væri mamma þeirra. Þegar mamman labbaði inn í stofuna hegðuðu krakkarnir sér almennilega. En um leið og hún fór út voru þeir komnir upp um alla veggi á ný. Guðrún er frábær söngkona og hún er stórglæsileg á sviði. Hún söng af gríðarlegri tilfinningu og tæknilegum yfirburðum. Röddin var tær og fókuseruð, kraftmik- il og fögur. Djasslögin eftir hlé, eins og t.d. Night and Day eftir Cole Porter og I Got Rythm eftir Gersh win voru þó ekkert sérstak- lega sannfærandi hjá henni. Slík lög þurfa aðeins hrárri söngstíl. Guðrún er of skóluð sem óperu- söngkona. En hún söng lögin engu að síður vel á sinn hátt, því er ekki hægt að neita. Sellóleikararnir voru magnaðir. Eins og áður segir voru þeir ákaf- lega fjörugir, samspilið var pott- þétt og þeir hristu erfiðustu tóna- hlaup fram úr erminni. Þetta með að Guðrún væri eins og mamma þeirra fjaraði smám saman út, og undir það síðasta var söngkona og kvartett eins og ein manneskja. Það var skemmtilegt. Loks ber að nefna að það var ánægjuleg upplifun að fara á tón- leika í Listasafni Íslands. Ég held að ég hafi ekki gert það síðan Harpan var opnuð. Hljómburður- inn í safninu er prýðilegur og það er gaman að vera innan um öll flottu málverkin. Ég vona að ég fái að fara oftar á tónleika þarna í framtíðinni. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Flottir tónleikar með frábærri söngkonu og fjórum afburða sellóleikurum. Óþekkir sellóleikarar og mamma þeirra RASTRELLI SELLÓKVARTETTINN „Sellóleikararnir voru magnaðir. Eins og áður segir voru þeir ákaflega fjörugir, samspilið var pottþétt og þeir hristu erfiðustu tónahlaup fram úr erminni.“ Jazzklúbburinn Múlinn er að hefja starfsemi sína á nýjan leik eftir sumarfrí og býður upp á tónleika með söngkonunni Sigríði Thor- lacius í aðalhlutverki sem opnun- aratriði. Söngkonan kemur fram ásamt Múlasextettinum sem skip- aður er Birki Frey Matthíassyni sem leikur á trompet, saxófónleik- urunum Hauki Gröndal og Ólafi Jónssyni, píanóleikaranum Eyþóri Gunnarssyni, Þorgrími Jónssyni sem leikur á bassa og trommu- leikaranum Scott McLemore. Leikin verður tónlist frá fimmta áratugnum í anda Als Cohn, Zotts Sims og fleiri ásamt útsetningum af ýmsum djassperlum sem Sigríð- ur syngur. Tónleikarnir, sem hefjast klukk- an 21, fara fram á Björtuloftum á 5. hæð í Hörpu. Sigríður á opnunar- tónleikum Múlans Jazzklúbburinn Múlinn hefur haustdagskrána á Björtu loft um í Hörpu klukkan 21 í kvöld. STJARNA KVÖLDSINS Sigríður Thorlacius verður í aðalhlutverki á opnunartón- leikum Múlans í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hildur Knútsdóttir og Sigfríður Gunnlaugsdóttir hafa umsjón með bókakaffi í menningar- miðstöðinni Gerðubergi í kvöld klukkan 20. Þær fjalla um radd- ir innflytjenda í bókmenntum, með áherslu á höfunda sem flutt hafa til og frá Afríkuríkjum. Sérstaklega verður fjallað um rithöfundinn Doris Lessing en hún var í raun alls staðar „inn- flytjandi“, bæði í Evrópu og í Afríku. Einnig verður rætt um bókina The Jive Talker; Or How to get a British Passport eftir malav íska höfundinn Samson Kambalu. Bókakaffið hóf göngu sína í Gerðubergi haustið 2011 og er hluti af dagskrárröð sem boðið er upp á á miðvikudagskvöldum í samvinnu við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreyti- leika íslenskra bókmennta og sagnamennsku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Raddir innfl ytjenda í bókmenntum Fjallað um bækur eft ir Doris Lessing og Samson Kambalu á bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. ALLTAF INNFLYTJANDI Doris Lessing var í raun alls staðar „innflytjandi“, bæði í Evrópu og í Afríku. MENNING stærsti rafgeymaframleiðandi í heiminum Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.