Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 24. september 2014 | MENNING | 29 Sögusagnir um meint ástarsam- band tónlistarfólksins Kenny Rogers og Dolly Parton hafa verið á kreiki áratugum saman en Kenny segir í viðtali við Dan Rath- er að þau Dolly hafi aldrei sofið saman, heldur aðeins daðrað mikið hvort við annað. „Við döðruðum hvort við annað í þrjátíu ár og þannig varð sam- bandið enn rafmagnaðra. Ég held að samband tapi svo miklu ef maður fullkomnar það með kynlífi. Við trúum bæði þeirri kenningu þannig að við döðruðum mikið fyrir framan þjóðina en það var aldrei neitt meira,“ segir hann. Alls er liðið 31 ár síðan Kenny og Dolly sungu Islands in the Stream og er vináttan enn jafn sterk. En hvað metur Kenny mest við Dolly? „Dolly er ekki með neina síu – ef hún hugsar eitthvað kemur það út um munn hennar og hún staldrar ekki við til að hugsa: Kannski ætti ég ekki að segja þetta.“ - lkg Sváfu ekki saman BARA GÓÐIR VINIR Kenny og Dolly hafa verið vinir í rúmlega þrjátíu ár. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Jada Pinkett Smith er búin að hreppa hlutverk í kvikmyndinni Magic Mike XXL, framhald myndarinnar Magic Mike sem var frumsýnd árið 2012. „Það var karakter sem var skrifaður fyrir karlmann en var breytt í konu,“ segir Jada um hlutverkið í samtali við Queen Latifah. Jada getur lítið meira tjáð sig um hlutverkið en hún þarf þó ekki að fækka fötum. Channing Tatum, Matt Bomer, Joe Manganiello, Alex Pettyfer og Gabriel Iglesias snúa aftur í sín hlutverk en samkvæmt Holly- wood Reporter fengu Amber Heard og Andie McDowell einnig hlutverk í framhaldsmyndinni. -lkg Leikur í Magic Mike XXL EKKERT STRIPP Jada getur lítið sagt um hlutverkið. NORDICPHOTOS/GETTY „Íslendingar eru mikil spilaþjóð og mig langar svo að koma þess- um litlu, stuttu spilum meira inn,“, segir Embla Vigfúsdóttir, listrænn leikjahönnuður og höfundur fjöl- skylduvæna jólaspilsins „Hver stal kökunni úr krúsinni?“. Hugmynd- ina að spilinu fékk Embla frá spili sem hún átti sjálf. Hvenær hún byrj- aði að gera þetta spil man hún ekki, en allt í einu hafi prótótýpan verið komin. „Svo tók ég hana bara með mér hvert sem ég fór og fékk vini mína til að prófa. Þannig að það tóku allir þátt í að þróa þetta,“ segir Embla. Spilið er 35 spila stokkur og er hvert spil mismunandi íslensk jólakaka og svo er ein tóm krús. Hver kaka hefur sinn hæfileika og snýst spilið um að finna þann sem er með tómu krúsina. „Mig langar svo að koma þessu út fyrir jólin, ég er viss um þetta verði rosa fín möndlugjöf. En að framleiða svona kostar sitt,“ segir Embla sem ætlar að setja af stað söfnun fyrir spilinu á Karolinafund strax í næstu viku. segir Embla - asi Heitar lummur geta breytt gangi leiksins Íslenskur vöruhönnuður gerir nýtt spil þar sem þekktar jólakökur eru í aðalhlutverki. ■ Fjöldi þátttakenda getur verið frá 3 upp í að minnsta kosti 8. ■ Til að hrista upp í leiknum eru nokkur atvikaspil í bunkanum sem kallast lummur. Lummurnar hafa mis- munandi hlutverk, þær geta til dæmis komið þér aftur inn í spilið eða snúið spilahringnum við. ■ Leikmenn hafa alltaf eitt spil á hendi. Þegar leikmaður á leik dregur hann eitt nýtt spil úr bunkanum, velur síðan annað spilið og setur það út. Þá er textinn á spilinu framkvæmdur og næsti á leik. ■ Spilið hentar öllum aldurshópum, en þau yngstu gætu þurft aðstoð við að lesa á spilin. ■ Mikilvægast er að passa sig að vera ekki gómaður með tómu krúsina á hendi. ■ Frekari upplýsingar um spilið má finna á www.emblav.com. Um spilið FALLEG SPIL Embla myndskreytir spilin sjálf. frosnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.