Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 50
24. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30 Hæð handriða í stúkum fótboltavalla FJÖLNIR (4-3-3): Þórður Ingason 6 - Árni Kristinn Gunnarsson 6, Bergsveinn Ólafsson 6, Haukur Lárusson 6, Gunnar Valur Gunnarsson 6 - *Guðmundur Böðvar Guðjónsson 7, Gunnar Már Guðmundsson 6, Þórir Guðjónsson 6 (88. Christopher Paul Tsonis -) - Ragnar Leósson 5 (75.Aron Sigurðarson -), Mark Charles Magee 6 (88. Magnús Páll Gunnarsson -), Guðmundur Karl Guðmundsson 6. STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 6 - Niclas Vemmelund 5, Martin Rauschenberg 6, Daníel Laxdal 6, Hörður Árnason 6 - Þorri Geir Rúnarsson 6, Atli Jóhannsson 6, Pablo Punyed 5 (62. Rolf Toft 5) - Arnar Már Björgvinsson 6 (90. Atli Freyr Ottesen Pálsson -), Veigar Páll Gunnarsson 6 (90. Heiðar Ægisson - ), Ólafur Karl Finsen 5. Skot (á mark): 10-7 (4-3) Horn: 3-10 Varin skot: Þórður 3 - Ingvar 4 0-0 Fjölnisvöllur Áhorf: 954 Garðar Örn Hinriksson (6) PEPSI DEILDIN 2014 STAÐAN FH 20 14 6 0 41-14 48 Stjarnan 20 13 7 0 36-20 46 KR 20 11 4 5 35-23 37 Víkingur 20 9 3 8 25-26 30 Valur 20 8 4 8 30-29 28 Fylkir 20 7 4 9 29-35 25 Breiðablik 20 4 12 4 33-31 24 ÍBV 20 5 7 8 28-33 22 Fjölnir 20 4 8 8 29-34 20 Keflavík 20 4 7 9 25-32 19 Fram 20 5 3 12 26-41 18 Þór 20 2 3 15 21-40 9 NÆSTU LEIKIR Fimmtudagur 28. september: 14.00 Þór - Breiðablik, Stjarnan - Fram, Víkingur - KR, Fylkir - Fjölnir, ÍBV - Keflavík, Valur - FH. visir.is Meira um leik gærkvöldsins FÓTBOLTI Stjarnan missti af tæki- færi til að jafna FH að stigum á toppi Pepsi-deildar karla þegar Garðabæjarliðið gerði markalaust jafntefli gegn Fjölni á Fjölnisvelli í gær. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudaginn, en honum var frestað vegna veðurs. Bæði lið léku af miklum krafti, en hvorugu þeirra tókst að skapa sér mörg opin færi. Fjölnismenn voru þó líklegri, en á 60. mínútu komst Þórir Guðjónsson einn í gegn, en framherjinn missti ein- beitinguna um stundarsakir, steig á boltann og færið rann út í sand- inn. Í uppbótartíma fékk Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis, að líta rauða spjaldið hjá Garðari Erni Hinrikssyni eftir brot á Atla Jóhannssyni. Stjarnan er nú tveimur stigum á eftir toppliði FH þegar tvær umferðir eru eftir, en liðin mætast sem kunnugt er í lokaumferðinni. Það eru því enn góðar líkur á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn 4. október. Fjölnismenn eru hins vegar tveim- ur stigum frá fallsæti eftir jafn- teflið í gær. - iþs Markalaust jafntefl i í Grafarvoginum Stjarnan er tveimur stigum á eft ir FH eft ir 0-0 jafn- tefl i gegn Fjölni í lokaleik 20. umferðar. BROTTVÍSUN Garðar Örn rak Gunnar Má út af. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPORT H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ÚRSLIT OLÍSDEILD KVENNA ÍBV - VALUR 27-25 (17-12) Mörk ÍBV: Díana Dögg Magnúsdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 6, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Vera Lopes 3, Telma Amado 2, Arna Þyrí Ólafs- dóttir, Drífa Þorvaldsdóttir 1. Mörk Vals: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Jónína Líf Ólafsdóttir 7, Marija Mugosa 3, Bryndís Elín Wö- hler 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1. STJARNAN - GRÓTTA 14-28 (7-15) Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 4/1, Þórhildur Gunnarsdóttir 3/1, Guðrún Ósk Krist- jánsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1, Tinna Laxdal 1. Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 6/2, Anett Köbli 4, Lovísa Thompson 4, Edda Þórunn Þórarinsdóttir 2, Karólína Bærhenz Lárudóttir 2, Guðný Hjaltadóttir 1, Agnes Þóra Árnadóttir 1, Arndís María Erlings- dóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1. FYLKIR - HAUKAR 27-22 (12-13) Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 6, Díana Sigmarsdóttir 5, Sigrún Birna Arnardóttir 5, Patrica Szölösi 3, Hildur Björnsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Kristjana Björk Steinars- dóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 1. Mörk Hauka: Karen Helga Díönudóttir 6, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Mrija Gedroid 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Silja Ísberg 2, Viktoría Valdimars- dóttir 2, Ásta Björk Agnarsdóttir 2. SELFOSS - FH 19-19 (12-8) Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6, Car- men Palamariu 6, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Kara Rún Árnadóttir 2, Dagmar Oder Einarsdóttir 1. FH: Ingibjörg Pálmadóttir 9, Rakel Sigurðar- dóttir 4, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 1, Arnheiður Guðmundsdóttir 1. HK - ÍR 29-17 (14-8) FÓTBOLTI Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórs- velli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagn- rýndi aðstæður á Þórsvelli harka- lega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrika- velli. Það er ekkert handrið í Krikan- um, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur. Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfj- unni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta hand- riðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 senti- metrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir bygg- ingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekk- ert talað um hæð handriða í mann- virkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með ein- hverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á ann- arri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem upp- fyllir þær kröfur. henry@frettabladid.is Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórs- völlur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. Kaplakrikavöllur er sá völlur sem er með lægsta handriðið í deildinni. KÓPAVOGSVÖLLURSTJÖRNUVÖLLUR KAPLAKRIKAVÖLLURÞÓRSVÖLLUR 121 sm 87 sm 84 sm 100 sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.