Fréttablaðið - 10.10.2014, Side 6

Fréttablaðið - 10.10.2014, Side 6
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað á að gera við þau 32 tonn sem eftir eru af írska smjörinu sem fl utt var inn fyrir jólin? 2. Hvaða íslenskur rithöfundur er meðal þrettán höfunda sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusam- bandsins í ár? 3. Í hvaða skipti var kveikt á friðarsúl- unni í Viðey í gær? SVÖR: 1. Það verður notað í gerð kálfafóðurs. 2. Oddný Eir Ævarsdóttir. 3. Sjöunda sinn. NEYTENDUR Mjólkursamsalan tók ákvörð- un mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. „Það var tekin sú ákvörðun strax í upp- hafi að nýta aðeins þann hluta smjörs- ins sem þyrfti til að anna eftirspurninni. Við pöntuðum ríflega af smjörinu. Þetta var afgangurinn. Ég man nú ekki mjög nákvæmlega hvenær ákvörðun var tekin um að hætta að nota smjörið, en það var mjög fljótlega upp úr áramótum,“ segir Einar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 32 tonn af írsku smjöri væru enn til í frysti- geymslum á Akureyri, ónýtt frá síðustu jólum. Mjólkursamsalan hefur ekki í hyggju að nota smjörið í framleiðslu sinni heldur nota það í kálfafóður. „Við fram- leiðum fóður fyrir kálfa hérna hjá samlag- inu og því nýtist smjörið enn innanhús,“ segir Einar. Fram kom í Morgunblaðinu í janúar á þessu ári að eftirstöðvar írska smjörsins yrðu sendar aftur úr landi. Ekki varð af því heldur var smjörið tollafgreitt og flutt norður á Akureyri. - sa Mjólkursamsalan tók mjög fljótt þá ákvörðun að nota ekki allt írska smjörið. Smjörið nýtist enn innanhúss SMJÖR Tóku fljótt ákvörðun um að nota ekki allt írska smjörið. Ég man nú ekki mjög nákvæm- lega hvenær ákvörðun var tekin um að hætta að nota smjörið, en það var mjög fljótlega upp úr áramótum. Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. VEISTU SVARIÐ? Fæst án lyfseðils Verkir? Verkjastillandi og bólgueyðandi! SVEITARFÉLÖG Rekstrarafkoma sveit- arfélaganna batnaði á síðasta ári. Tekjur þeirra jukust þá um 17 millj- arða króna milli ára og voru tuttugu milljörðum hærri en útgjöld á borð við laun og annan rekstrarkostnað. „Það má segja að sá árangur sem hefur náðst í bættri fjármálastjórn og öflugri rekstri hafi skilað sér,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur kynnti niðurstöður úr rekstri og afkomu á árinu 2013 á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Þar fór hann yfir tölur úr A-hluta sveitarfélaganna sem er að mestu fjármagnaður með skatttekjum og er undirstaðan í rekstri þeirra. „Sveitarfélögin greiddu niður skuldir á árinu 2013 eins og þau hafa gert síðustu ár. Það þýðir að rekstur þeirra stendur á traustari fótum og einnig að tekjur þeirra nýtast þá betur þegar kemur að fjármögn- un á þjónustu við íbúa,“ segir Gunnlaugur. Hann segir langtíma- skuldir hafa lækkað tals- vert en bendir á að ýmsar framkvæmdir hafi af þeim sökum þurft að bíða líkt og undanfarin ár. Um 91 pró- sent sveitarfélaga teljast nú vera með lágar skuldir. Hin níu pró- sentin eru með miklar skuldir en helmingur þeirra býr aftur á móti við góðan rekstur sem á, að sögn Gunnlaugs, að geta staðið undir þeim. „Það er munur milli ein- stakra sveitarfélaga eins og liggur í hlutarins eðli. En ef þú tekur heildina þá er þró- unin jákvæð.“ Gunnlaugur nefnir Grundarfjörð, Fjallabyggð og Skagafjörð sem dæmi um sveitarfélög sem hafi náð mikl- um viðsnúningi í rekstri. „Einnig má nefna sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem lentu í miklum erfiðleikum vegna hækkun- ar lána og endurgreiðslu á bygging- arrétti og lóðum sem þau hafa unnið mjög vel úr.“ Í kynningu Gunnlaugs kom fram að reglugerð um fjármálareglur og fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga, sem gefin var út árið 2012, hafi gjör- breytt nálgun sveitarstjórnarmanna og skilað miklum árangri. „Umræðan um fjármál sveitar- félaganna er orðin markvissari og ákvarðanatakan orðin vandaðri bæði hvað varðar rekstur og fjár- festingar.“ haraldur@frettabladid.is Afkoma sveitarfélaga batnaði á síðasta ári Tekjur sveitarfélaganna jukust um 17 milljarða króna í fyrra. Greiddu niður skuldir en framkvæmdir sitja áfram á hakanum. Um 91% sveitarfélaga eru með lágar skuldir. Grundarfjörður, Fjallabyggð og Skagafjörður hafa náð miklum viðsnúningi í rekstri. MÁLIN RÆDD Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tókust á um samskipti ríkisins og sveitar- félaganna á ráðstefnunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON DÓMSMÁL Lán sem SPRON veitti Existu 30. september 2008 að upp- hæð tveir milljarðar króna var eina lánið sem samþykkt var af stjórn SPRON á árunum 2007 og 2008. Þetta kemur fram í ákæru Sérstaks saksóknara gegn spari- sjóðsstjóranum og fjórum stjórn- armönnum. Ákæran var birt opinberlega í gær, samkvæmt lögum um með- ferð sakamála. Í henni segir að það hafi verið mjög óvenjulegt að stjórn sparisjóðsins tæki ákvörð- un um slíkt lán, enda lánið afar hátt miðað við fjárhag sparisjóðs- ins. „Full ástæða var fyrir meðlimi stjórnarinnar að fara varlega við ákvörðun sína og fara eftir öllum reglum vegna slíkra lánveitinga, ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin á fjármálamörk- uðum 30. september 2008. Því fór hins vegar fjarri að ákærðu færu eftir þeim varúðarreglum sem þeim bar skylda til í störfum sínum,“ segir í ákærunni. Þvert á móti hafi lánið verið veitt án nokkurra trygginga. Þá hafi ekki farið fram mat á stöðu Existu og greiðslugetu, þrátt fyrir að ákærðu hafi hlotið að vera ljóst að eignir þess hefðu fallið mikið í verði á mörkuðum auk þess sem gengi hlutabréfa í Existu hafi fall- ið mjög á mörkuðum. Ákærðu eru Guðmundur Hauks- son, Margrét Guðmundsdóttir, Rannveig Rist, Ari Bergmann Einarsson og Jóhann Ásgeir Bald- urs. - jhh Sérstakur saksóknari telur að stjórn SPRON hafi ekki farið af varúð í lánveitingum haustið 2008: Lánið til Existu án nokkurra trygginga ÁKÆRÐUR Guðmundur Hauksson, fyrr- verandi sparisjóðsstjóri, er einn hinna ákærðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.