Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2014, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 10.10.2014, Qupperneq 44
FÓLK|HELGIN Við bjóðum bæði upp á opin námskeið sem haldin eru í kennslustofu og kennslueldhúsi að Lynghálsi 3, og námskeið sem eru aðlöguð að fyrirtækjum eða hópum,“ seg- ir Guðrún Adolfsdóttir. Hún er einn af fimm ráðgjöfum og mat- vælafræðingum Matvælaskólans hjá Sýni, en skólinn sérhæfir sig í fjölbreyttu fræðslustarfi sem tengist matvælum á einhvern hátt. „Námskeiðin getum við bæði haldið hér hjá okkur eða í við- komandi fyrirtækjum,“ segir Guðrún og bendir á að Matvæla- skólinn hafi farið með námskeið sín um allt land á öllum tímum ársins. „Enda teljum við sveigj- anleika okkar aðalsmerki,“ segir hún glaðlega. Námskeiðin um gæðamál, meðferð matvæla og vellíðan í vinnunni eru vinsælust að sögn Guðrúnar. „Við leggjum mikla áherslu á að undirbúa nám- skeiðin okkar í samráði við við- skiptavini okkar og teljum það mikilvægt í að ná sem bestum árangri.“ Sem dæmi um önnur námskeið nefnir Guðrún mat- reiðslunámskeið um norður-afr- ískan mat og annað um hollan, heimagerðan og hagkvæman mat. Matvælaskólinn býður einnig upp á 60 kennslustunda grunn- nám sem ætlað er starfsfólki í matvælagreinum auk Gæða- stjórnunar I og II sem eru fram- haldsnámskeið. Nánari upplýsingar má finna á www.syni.is MATUR ER OKKAR MÁL SÝNI KYNNIR Matvælaskólinn hjá Sýni sérhæfir sig í fjölbreyttu fræðslustarfi sem á einn eða annan hátt tengist matvælum. Þar má finna skemmtileg nám- skeið fyrir stærri og minni hópa og góðar hugmyndir að óvissuferðum. VEL ÚTBÚIÐ ELDHÚS Skemmtilegt er fyrir hópa að koma og elda í glæsilegu eldhúsi Matvælaskólans hjá Sýni. Það sem þarf í þennan rétt fyrir fjóra: • 500 g svínahakk • 2 msk. olía eða smjör til steikingar • ½ laukur, fínt skorinn • 2 gulrætur, skornar smátt • ½ lítið box tómatmauk (puré) • 1 dós niðursoðnir tómatar með basil og hvítlauk • ½ dós maískorn • ½ tsk. sykur • salt og pipar • Kartöflumús • 1 kg kartöflur • 75 g smjör • 2 dl mjólk • salt og pipar • smávegis rifið múskat • 2 dl rifinn ostur AÐFERÐ 1 Skrælið kartöflur og skerið í teninga. Sjóðið þar til þær verða mjúkar. Hellið vatninu af og maukið þær með smjöri og mjólk. Bragðbætið með salti, pipar og múskati. 2 Steikið hakkið á pönnu og setjið það síðan til hliðar. Steikið lauk og gul- rót þar til grænmetið mýkist. Bætið þá tómatmauki saman við. Setjið hakkið aftur á pönnuna ásamt niðursoðnum tómötum og maísbaunum. Látið malla smá stund og bragðbætið með salti og pipar. 3 Setjið hakkið í djúpa eldfasta skál, eða fjórar litlar skálar. Setjið kartöflumús- ina yfir kjötsósuna og síðan ostinn. 4 Bakað í ofni við 180°C í 30-40 mín-útur þar til osturinn hefur fengið á sig gylltan blæ. Berið réttinn fram með fersku salati og brauði, ef vill. EINFALDUR EFTIRRÉTTUR MEÐ EPLUM Ef fólk er til í eftirrétt á eftir Sheperd’s Pie er upplagt að bjóða upp á hollan epladesert að breskum sið. Í þennan rétt, sem miðast við fjóra, þarf: • 4 epli • 1 dl vatn • 1 tsk. sykur • 4 dl hafragrjón • ½ tsk. kanill • 2 dl kotasæla eða grísk jógúrt Afhýðið eplin og leggið í kalt vatn með sítrónusafa til að þau taki ekki lit. Skerið þau síðan smátt. Setjið í vatn og sjóðið þar til eplin verða mjúk, bætið sykri út í blönd- una. Maukið eplin og kælið. Ristið haframjöl á þurri pönnu og dreifið kanil yfir. Setjið eplamús í botn á fallegu glasi, síðan ristað haframjöl og kotasælu eða gríska jógúrt. Þetta er gert að minnsta kosti tvisvar sinnum. EINS OG Á BRESKUM PÖBB SPENNANDI Þeir sem hafa borðað á breskum pöbbum vita að eftirlæti þarlendra er svokallað Sheperd’s Pie. Til eru margar útgáfur af þessum rétti, oft er hann gerður úr lambahakki en í þessari uppskrift er notað svínahakk. Það má vel breyta því ef fólk vill held- ur aðra gerð af kjöti. Þessi réttur er þægilegur þar sem allt er sett í eina skál og svo er maturinn mjög góður daginn eftir líka. Fínn hversdagsmatur sem flestum líkar, jafnt ungum sem þeim eldri. SHEPHERD’S PIE Þægilegur réttur þar sem allt er sett í eina skál. NORDICPHOTOS/GETTY DÆMI UM NÁMSKEIÐ MATVÆLASKÓLANS: • Gæði og öryggi alla leið – HACCP • Gæði og öryggi alla leið – HACCP (fyrir þá sem lengra eru komnir) • Indversk matargerð – Matreiðslunámskeið • Námskeið fyrir verkstjóra og stjórnendur í fiskvinnslum • Innri úttektir – sannprófun á gæðakerfum í matvælaiðnaði • Hópeflisnámskeið með áherslu á gæðamál og matargerð • Hönnun, uppsetning og viðhald fyrir viðhaldfólk í matvælaiðn- aði • Norðu-afrískur matur – Matreiðslunámskeið • Merkingar matvæla – Nýjar reglur • Öryggi og meðferð matvæla í frumframleiðslugreinunum eins og í eldi og ræktun, slátrun, kjöt-, fisk- og matvælavinnslum og í mötuneytum og stóreldhúsum. • Meðhöndlun og nýting á afurð- um um borð í fiskiskipum • Hollt, heimagert og hagkvæmt – Matreiðslunámskeið • Námskeið um innleiðingu mat- vælastaðla eins og BRC, ISO 2200, IFS og MSC. Auk námskeiða býður Sýni upp á rannsóknir á matvælum og úttektir og ráðgjöf varðandi með- höndlun á matvælum. Hátíðin verður í anda íslenskra töðugjalda, gestrisni og upp- skeruhátíðar en með þýsk-ís- lensku ívafi, harmóníkutónlist, lúðrablæstri og söng, mungát og léttum veitingum. „Verslanir og veitinga- hús hafa sameinast um að bjóða sér- tilboð á Októ- berhá- tíðinni, hægt verður að bragða á gómsæt- um ostum og fingra- fæði í fjölmörgum verslunum og drykkjarföngum af ýmsu tagi, en hver verslun og hvert veitingahús leggur sínar eigin línur í þeim efn- um. Farandsöngvarar verða síðan á ferli til að glæða stemninguna auknu lífi,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Þetta er í fyrsta sinn sem Októberhátíð af þessum toga er haldin í miðborginni, en fjölmargar hátíðir af ólíkum toga ein- kenna mið- borgar- lífið í 101 Reykja- vík, þessu fjölsóttasta póstnúmeri Íslands sem á aðra milljón erlendra gesta sækir heim árlega auk heimamanna sem fjölmenna í miðborgina sína sér- hvern dag vikunnar. Nánari upp- lýsingar um hátíðina er að finna á midborgin.is OKTÓBERHÁTÍÐ Í MIÐBORGINNI Efnt verður til Októberhátíðar í miðborginni á morgun, 11. október, í fyrsta skipti. Hátíðin hefst klukkan 14. LÍF OG FJÖR Verslanir og veitingahús hafa sameinast um að bjóða sértilboð á Októ- berhátíðinni. Þá verður hægt að bragða á gómsætum ostum, og fingrafæði í fjölmörgum verslunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.