Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.10.2014, Qupperneq 10
13. október 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 BORGA NEYTENDUR ALLTAF Á ENDANUM? – ER BREYTINGA ÞÖRF? Félag atvinnurekenda efnir til opins félagsfundar kl. 8.30, þriðjudaginn 14. október á Nauthóli Bistro í Nauthólsvík. Tilefnið er meðal annars staðan í samkeppnismálum eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna fyrir samkeppnisbrot og álit Eftirlitsstofnunar EFTA um að hömlur á innflutningi á heilbrigðisvottuðu, fersku kjöti brjóti í bága við EES-samninginn. Frummælendur: Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Virk samkeppni Þórarinn E. Sveinsson, stjórnarformaður Mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík: Samkeppnisstaðan á mjólkurmarkaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögmaður hjá Lex: Ekki má aka stórum bíl of hratt – Um matskennd ákvæði samkeppnislaga og viðurlög vegna brota Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Morgunverður er í boði frá kl. 8 og kostar 2.900 krónur. Fundi verður lokið fyrir kl. 10. Skráning á heimasíðu félagsins www.atvinnurekendur.is PI PA R\ TB W A Fundur FA um stöðu samkeppnismála og mögulega þörf á lagabreytingum. Fyrir veturinn er mikilvægt að hafa bílinn í góðu standi. HEKLA þjónusta býður viðskiptavinum sínum upp á fría vetrarskoðun! HEKLA þjónusta gerir þér tilboð í viðgerðir ef þörf er á. Einnig eru tilboð á varahlutum á verkstæði. Hafðu samband við okkur í síma 590 5030 til að panta tíma. FRÍ VETRARSKOÐUN! Innifalið í skoðun er: • Bremsumæling • Dekkjamæling (mynstur og loft) • Skoðun á ljósabúnaði • Þurrkur athugaðar • Frostþol kælikerfis og rúðuvökva athugað • Smurt í lamir og læsingar • Mæld olía á vél • Sjónskoðun á undirvagni • Ástand rafgeymis mælt Gerðu bílinn klárann fyrir veturinn og komdu til okkar hjá HEKLU EGYPTALAND Fulltrúar nærri þrjátíu ríkja tóku þátt í styrkt- arráðstefnu í Egyptalandi í gær til að taka ákvarðanir um fjár- mögnun uppbyggingar á Gasa- svæðinu, sem Ísraelar lögðu að stórum hluta í rúst í sumar. Evrópusambandsríkin hafa ákveðið að verja samtals um 450 milljónum evra, en Bandaríkin ætla að leggja fram rúmlega 200 milljónir dala. Samtals nemur þetta nærri 100 milljörðum króna. Fleiri ríki hafa ákveðið að taka þátt í uppbyggingunni, þar á meðal arabíska smáríkið Katar sem lofar einum milljarði dala, eða jafnvirði rúmlega 120 millj- arða króna. Talið er að alls þurfi jafnvirði nærri 500 milljarða króna til uppbyggingarstarfsins á Gasa, þegar allt er talið. Ísrael ætlar hins vegar ekki að vera með. Avigdor Lieber- man, utanríkisráðherra Ísraels, segir hins vegar við ísraelsku fréttaveituna Ynet að ekki verði hægt að byggja upp á Gasa án aðkomu Ísraela. Hugmyndin er sú að féð fari til Palestínustjórnar, sem síðan muni sjá um framkvæmd upp- byggingarinnar. Mahmúd Abbas, forseti Palestínu, heit- ir því að framkvæmdin verði unnin í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, gjafaríkin, alþjóðleg- ar fjármálastofnanir og samfé- lagið á Gasa. Það voru Egyptar og Norð- menn sem boðuðu til ráðstefn- unnar. Egyptar lögðu þar fram hugmyndir að allsherjar frið- aráætlun fyrir Austurlönd nær og segja að skoða þurfi á ný til- lögur Arabaríkjanna frá árinu 2002 um lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna. gudsteinn@frettabladid.is Lofa að verja fé til uppbyggingar Gasa Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að verja jafnvirði nærri 100 milljarða króna til uppbyggingar á Gasasvæðinu, sem Ísraelar lögðu að stórum hluta í rúst í sumar. Fjölmörg önnur ríki leggja sitt af mörkum, en Ísrael ætlar ekki að vera með. Hernaðurinn á Gasa stóð yfir í 50 daga, en honum lauk seint í ágúst. Ísraelar gerðu meira en fimm þúsundir loftárása á Gasa og drápu meira en 2.100 Palestínumenn. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra voru almennir borgarar. Herskáir Gasabúar skutu um það bil 4.500 flugskeytum yfir landamærin til Ísraels, en tjónið af þeim varð lítið í samanburði við tjónið á Gasa. Mannfallið meðal Ísraela nam 72 manns, þar af voru 66 hermenn. EYÐILEGGINGIN Á GASA RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað hersveitum sínum að fara frá landamærum Úkraínu til bæki- stöðva sinna. Alls hafa um 17.600 rússneskir hermenn verið síðan í apríl í hér- aðinu Rostov, sem er rétt handan við landamæri átakasvæðanna í Úkraínu. Vera má að ákvörðun Pútíns tengist fyrirhuguðum fundi hans og Petros Porosjenkó Úkraínu- forseta, en þeir ætla að hittast á Ítalíu á fimmtudaginn. Úkraínskir uppreisnarmenn, sem vilja tengjast Rússlandi, eiga enn í bardögum við úkraínska herinn, þrátt fyrir vopnahlé og viðræður sem sagðar eru lofa góðu. - gb Friðarviðleitni í Úkraínu: Pútín kallar herinn heim ENN ER BARIST Sprengjureykur berst frá flugvellinum í Donetsk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRASILÍA, AP Marina Silva, umhverfissinni sem varð í þriðja sæti í forsetakosningunum í Brasilíu, hefur lýst yfir stuðningi við Aecio Neves, fyrrverandi rík- isstjóra sem etur kappi við Dilmu Rousseff forseta í seinni umferð kosninganna. Neves hefur lofað að opna efnahagslífið í Brasilíu og leggja áherslu á hagvöxt. Seinni umferð kosninganna verður haldin 26. október, eftir tæpar tvær vikur. - gb Styttist í seinni umferð forsetakosninga í Brasilíu: Silva styður Neves til forseta MARINA SILVA Varð í þriðja sæti í forsetakosningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÁTTTAKENDUR Á RÁÐSTEFNUNNI Utanríkis- og forsætisráðherrar fjölmargra ríkja mættu til Kaíró í Egyptalandi í gær þar sem rætt var um fjármögnun uppbygg- ingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÚS ■ Um það bil 100 þúsund íbúðir voru eyðilagðar eða urðu fyrir skemmd- um í loftárásunum. Þar af voru um 20 þúsund heimili eyðilögð algerlega eða að stórum hluta. FÓLK Á HRAKHÓLUM ■ Meira en 100 þúsund manns eru enn á hrakhólum. Um 57 þúsund þeirra búa í bráðabirgðahúsnæði á vegum opinberra aðila, þar á meðal í skólum á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Um 47 þúsund manns gista inni á öðrum fjöl- skyldum. FYRIRTÆKI ■ Nærri þúsund fyrirtæki eyðilögð- ust eða skemmdust, þar á meðal meira en 4.200 verslanir. INNVIÐIR ■ Hátt í þrjátíu vatnsbrunnar skemmdust. Nærri 50 kílómetrar af vatnsleiðslum og meira en 17 kílómetrar af skolpleiðslum eyðilögðust. Eina orkuverið á Gasa skemmdist illa. RÚSTIR ■ Fjarlægja þarf um það bil 2,5 milljónir tonna af grjótmulningi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.