Fréttablaðið - 13.10.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 13.10.2014, Síða 12
13. október 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Eldi á laxfiski í sjókvíum er í gríðarlegri sókn á Vestfjörðum. Eftir erfiðleika í fiskeldi hér á landi á árum áður virðast Íslendingar nú vera reynslunni ríkari og ráða yfir þeirri kunnáttu sem nauðsyn- leg er. Það er hins vegar ljóst að lítið má út af bera og áhyggju raddir heyrast nú að vestan þar að lútandi, bæði frá sveit- arstjórnarmönnum og forsvarsmönnum eldis fyrirtækja. Á Vestfjörðum eru kjöraðstæður fyrir sjókvíaeldi á laxi. Firðirnir eru margir, auk þess að vera langir og djúpir. Mjög fáar laxveiðiár eru á Vestfjörðum, þann- ig að hætta á að eldislax blandist villtum laxi ef hann sleppur úr kvíunum er minni en ella, en slík erfðablöndum gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Norðmenn eru mjög stórir í sniðum í laxeldi, en ýmsir erfiðleikar hafa þó komið upp sem dregið hafa úr gæðum norska eldislaxins og minnkað verðmæti hans. Laxa lús er viðvarandi vandamál sem og ýmsar sýkingar sem krefjast notk- unar á sýklalyfjum. Engin slík vandamál er hins vegar að finna á Íslandi. Íslenski eldislaxinn er þar af leiðandi dýrindis lúxusvara í hæsta verðflokki á erlendum mörkuðum. En ef upp koma viðvarandi sjúkdómar hér með tilheyrandi sýkla- lyfjanotkun kann að vera úti um þetta ævintýri. Stór þáttur í þeirri viðleitni að halda íslensku fiskeldi sjúkdómalausu til fram- tíðar er að þeir firðir sem notaðir eru til sjókvíaeldisins fái reglulega hvíld til þess að hreinsast og endurnýjast. Hjá Fjarðalaxi á Patreksfirði er t.a.m. stund- að kynslóðaskipt eldi þannig að hver fjörður er hvíldur á milli eldiskynslóða í þeim tilgangi að lágmarka umhverfis- áhrif af eldinu. Má í því sambandi spyrja hvort ekki eigi að lögfesta hvíldarreglur fyrir sjókvíaeldi í heild sinni í þeim til- gangi að styrkja eldið til framtíðar. Eins og áður segir hafa menn fyrir vestan áhyggjur af þróun mála. Of mörg rekstrarleyfi hafi verið gefin út án þess að leikreglur séu nógu skýrar. Til dæmis hafi verið gefin út tvö stór leyfi með stað- setningu þétt við hvort annað í Arnar- firði. Tækifærin í fiskeldinu eru mikil en það þarf að fara varlega! Gullgrafarastemning í fi skeldi F yrir nokkrum árum voru vígð göng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Brýn þörf var fyrir göngin. Slys voru tíð í Óshlíð og samgöngur voru erfiðar og tvísýnar. Öll fram- kvæmdin var til sóma. Allar áætlanir stóðust. Kostnað- urinn var sá sem að var stefnt og sama er að segja um verkið sjálft. Glæsilegt mannvirki sem ekki einum einasta manni dettur í hug að gagnrýna. Allt til mestu fyrirmyndar. Fyrir nokkrum árum var vígð höfn í Landeyjum. Þar hefur nánast ekkert staðist. Mannvirkið þjónar illa sínu hlutverki. Dæmi um framkvæmd þar sem menn sáust ekki fyrir. Enn er grafið í Hverfisgöt- unni í Reykjavík. Framkvæmd sem er komin langt frá öllum áætlunum, bæði hvað varðar tíma og peninga. Svona er hægt að telja áfram nánast endalaust. En hvers vegna að hafa orð á þessu? Helst til að sýna að við erum jú öll að eiga við svipaða hluti, hvar sem við búum á landinu. Sumir þeirra, sem telja sig þurfa að verja einstaka landshluta, láta fara fyrir brjóstið á sér ef við, sem búum á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnum, finnum að, eða höfum skoðanir á einu eða öðru. Í stað þess að finna að allri umfjöllun væri skynsamlegra að berjast fyrir breytingum á hvernig almannapeningum er skipt og þeim er varið. Sveitarfélögin skipti miklu máli. Þau fá aðeins um þriðjung skatttekna hins opinbera en bera samt ábyrgð á um fjörutíu prósentum samneyslunnar. Góður helmingur opinberra starfa er á vegum sveitarfélaganna. En fara þau betur með pen- inga en ríkið? Já, allavega eru heildarskuldir A-hluta ríkissjóðs um 93 prósent af vergri landsframleiðslu á meðan skuldir A-hluta sveitarfélaga eru um ellefu prósent. Sem sagt, ríkið skuldar því rúmlega átta sinnum meira en sveitarfélögin. Í stað þess að útverðir landshluta ímyndi sér endalausa óvina- hjörð meðal íbúa þéttbýlasta hluta landsins myndu þeir trúlega gera meira gagn með að því að vinna að breytingum á skiptingu skatttekna og færa hana nær því sem gerist annars staðar. Hér fá sveitarfélögin um þriðjungi teknanna en í nágrannalöndunum er þessu þveröfugt farið. Það fólk, sem kýs að eyða kröftum sínum í þá sem finna að einni og einni ákvörðun stjórnvalda, ætti frekar að huga að styrkingu sveitarfélaga eða landshlutasamtaka. Það stenst enga skoðun að fjölmiðlar keppist við að segja neikvæðar fréttir af því sem gerist í hinum dreifðu byggðum. Fréttastofa 365 miðla til að mynda, með Kristján Má Unnarsson í broddi fylkingar, flytur margar fréttir héðan og þaðan í hverri viku um uppbyggingu og mannlíf. Það er rangt að finna að því þó fjölmiðlar skrifi fréttir um byggðasjónarmiðið að baki Háholti eða að fólki þyki Fiskistofufarsinn fréttnæmur. Hvorugt hefur neitt með íbúa viðkomandi sveitarfélaga að gera. Ekki neitt. Ef við spiluðum ávallt eins vel úr málunum og gert var varðandi Bolungarvíkurgöngin væri staðan önnur. Og vonandi tekst eins vel til varðandi uppbyggingu á samgöngum á sunn- anverðum Vestfjörðum. Um hana er eflaust breiður þjóðarvilji. Það breytir því ekki að vandinn við Landeyjahöfn er áfram frétt- næmur. Sveitarfélögin fá mun minna af skattpeningunum: Göngin góðu til Bolungarvíkur Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Átök á vinnustað Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, lýsir því í nýrri bók sem Eyjan greinir frá að átök í flokknum hafi verið svo mikil eftir stofnun hans að leitað hafi verið til sálfræðings sem sérhæfði sig í hjónaráðgjöf. Hreyfingin var stofnuð eftir bankahrun, en þingmenn virðast almennt sammála um það að samskiptin á Alþingi hafi orðið mun stirðari, jafnvel illskeyttari, eftir bankahrun. Þar er þó einkum átt við samskipti milli flokka en ekki innan þeirra. En það vekur samt þá spurningu hvort þingforsetarnir hefðu ekki mátt taka Hreyfinguna sér til fyrirmyndar og splæsa í sálfræðiaðstoð fyrir þingið í heild. Endurgreiðslurnar Baltasar Kormákur ætlar að framleiða víkingamynd hér á landi, sem mun velta milljörðum og skapa atvinnu hér- lendis. Í mikilli kaldhæðni lagði Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, út af þessum tíðindum á vefsíðu sinni um helgina. Spurði hann hvað Baltasar væri að vilja upp á dekk. Framsókn hefði sjálf leyst framtíðarvanda unga fólksins með fyrirhugaðri áburðarverksmiðju. En til að gæta allrar sanngirni hefði nú kannski verið rétt að geta þess að ástæða þess að margar Hollywood-myndir hafa verið framleiddar að undanförnu hér á landi er að nokkru leyti sú að ákveðið var að endurgreiða framleið- endum hluta af kostnaði við framleiðslu þeirra. Og það fyrirkomulag var einmitt tekið upp að frumkvæði Framsóknar- flokksins. Erfitt verkefni Títan fjárfestingafélag, sem er í eigu Skúla Mogensen, tapaði 435 milljónum króna á síðasta ári. Ástæðan er sú að stærsta eign félagsins er 100% hlutur í flugfélaginu WOW air, eins og greint var frá í Fréttablaðinu um helgina. Tap hefur verið á rekstri WOW síðustu tvö árin sem nemur 1.100 millj- ónum króna. Það er sennilega ekki auðvelt verkefni að reka flugfélag á Íslandi í dag, sérstaklega ekki í samkeppni við risa sem er í eigu margra af stærstu lífeyris- sjóðunum á Íslandi. jonhakon@frettabladid.is ➜. Of mörg rekstrarleyfi hafi verið gefi n út án þess að leikreglur séu nógu skýrar. ELÍN HIRST

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.