Fréttablaðið - 22.10.2014, Page 44

Fréttablaðið - 22.10.2014, Page 44
 | 10 22. október 2014 | miðvikudagur Horfur í íslensku efnahagslífi eru bjartari en um langt árabil. Sam- kvæmt nýrri spá hagdeildar ASÍ má búast við góðum vexti lands- framleiðslunnar á komandi árum. Spáin gerir ráð fyrir að hagvöxt- ur verði 3,1-3,5% fram til ársins 2016, árlegur vöxtur einkaneyslu verður á bilinu 3,4%-4,3%. Fjár- festingar taka við sér og aukast á bilinu 14,8%-17,2% en gert er ráð fyrir að ráðist verði í byggingu þriggja nýrra kísilverksmiðja og að íbúðafjárfesting aukist um rúm 20% á ári út spátímann. Þá dregur úr atvinnuleysi. Áhyggju- efni er að verðbólga fer vaxandi og verður yfi r verðbólgumark- miði Seðlabanka Íslands næstu tvö árin og vextir hækka. Þó að dragi úr atvinnuleysi og atvinnu- þátttaka aukist þá virðist meira atvinnuleysi en þekktist fyrir hrun vera að festast í sessi hér á landi. Stefnuleysið skaðar Þrátt fyrir batnandi stöðu eru undirliggjandi veikleikar í hag- kerfi nu. Við búum enn við gjald- eyrishöft og enn bólar ekkert á tillögum ríkisstjórnarinnar um gengis- og peningamálastefnu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu skaðlegt það er að ekki liggi fyrir stefna í þess- um lykilþáttum efnahagslífsins sex árum eftir hrun. Þá er útlit fyrir að hagvöxtur verði bor- inn uppi af vexti þjóðarútgjalda í stað þess að útfl utningur dragi vagninn. Jöfnuður í viðskiptum við útlönd versnar því á komandi árum. Þrátt fyrir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi er ekki sjáanlegt að ríkisfjármálin muni styðja við það sem hlýtur að vera eitt helsta markmið efnahags- stjórnarinnar sem er að viðhalda stöðugleika. Þvert á móti virð- ast stjórnvöld ætla að gera sömu hagstjórnarmistökin og gerð voru á árunum fyrir hrun þegar ríkis- fjármálin unnu beinlínis gegn við- leitni Seðlabankans til að koma á stöðugleika. Þá má gera ráð fyrir að sú hrina launaleiðréttinga, sem hófst í upphafi ársins, muni halda áfram þannig að taktur launa- breytinga verði svipaður næstu árin og á yfi rstandandi ári. Óvissa á vinnumarkaði Aðilar vinnumarkaðarins hafa í sameiningu unnið að því að leggja grunn að því að við getum búið við sambærilega kjara- og efnahagsþróun og önnur Norður- lönd. Þar er áhersla lögð á geng- is- og verðstöðugleika og upp- byggingu kaupmáttar í hægum en öruggum skrefum án þess að veikja samkeppnisstöðu útfl utn- ingsatvinnuveganna. Til þess að slíkt geti gengið eftir þarf ann- ars vegar breiða sátt um að það fyrirkomulag sé æskilegt og hins vegar trúverðuga efnahagsstefnu sem hefur sama markmið. Hvor- ugt er til staðar. Langt er síðan jafn lítil samstaða hefur verið á vinnumarkaði um launastefnu. Þannig samdi ríkisvaldið t.d. um tæplega 30% hækkun launa fram- haldsskólakennara í rúmlega tveggja og hálfs árs samningi þar sem 16% launahækkun kemur á fyrsta ári samningstímans á meðan almennar launahækkan- ir margra hópa voru 2,8% í eins árs samningi. Þá hafa stjórnvöld á engan hátt staðið við yfi rlýsing- ar um að haga ákvörðunum sínum og stefnumörkun í efnahags- og félagsmálum þannig að þær styðji við samninga sem lagt geta grunn að stöðugleika. Á komandi árum mun reyna á hvort við getum tekist á við veik- leika hagkerfi sins og komið hér á svipaðri efnahagslegri umgjörð og er í nágrannalöndunum eða hvort við ætlum að láta tækifærin líða hjá og halda áfram í gamla farinu. Verði ekki veruleg hugar- farsbreyting hjá ríkisvaldinu mun viðleitni aðila vinnumarkaðarins til að koma hér á breyttri nálgun í efnahags- og kjaramálum verða unnin fyrir gýg. Á starfsferlinum og í viðskiptum er okkur stöðugt kennt að við þurfum að mæta þörfum hins aðil- ans. Markaðsdrifin fyrirtæki mæta þörf- um markaðarins og starfsferilskráin er löguð að þörfum fyrirtækisins – það er jú markaðssetning á okkur sjálfum. En hvað með okkur? Getum við alltaf verið það sem hinn aðilinn vill? Eigum við ekki líka að hugsa um okkur sjálf? Ég vinn mikið með minni fyrirtækj- um í markaðsmálum. Höfuðregl- an í markaðsstarfinu er að upp- fylla þarfir markaðarins. Flestir stofna hins vegar fyrirtæki vegna þess að þeir hafa brenn- andi ástríðu fyrir því sem þeir gera, og við vonum að sem flestir velji sér starfsvettvang á sömu forsendum. Það vefst fyrir mörgum viðskiptavinum mínum að samræma þetta tvennt: Það sem markaðurinn vill og það sem ég sjálf(ur) vil. Það er fullkomlega skiljanlegt. Hins vegar ef ég er risafyrirtæki með fullt af fjármunum og tækifæri á markaði, þá spyr ég ekki að því hvort ég hafi ástríðu fyrir því. Ég spyr bara hvort það er viðskiptalega góð ákvörð- un. Síðan ræð ég rétta fólkið til að mæta þörfum markaðarins. Hver er þinn X-faktor? Sá sem rekur lítið fyrirtæki, eða sækir um starf, þarf að huga að fleiru en bara hvað hinn aðilinn vill. Við þurfum að huga að því hvað við viljum. Hver við erum. Hver ástríða okkar er og hver sér- staða okkar er. Það er nógu erfitt fyrir að reka lítið fyrirtæki en það er ómögulegt án ástríðu. Sér- staða okkar getur heldur ekki bara ráðist af því sem hentar fyrir markaðinn, því að hún er sam- ofin persónuleika okkar sjálfra. Þess vegna þurf- um við fyrst að leita inn á við og finna fyrir hvað við stöndum, hver okkar ástríða er og hvað er sér- stakt við okkur sem við getum nýtt okkur, hvort sem er í viðskiptum eða starfi. Rúna vinkona mín kallar þetta að finna X-faktorinn sinn. Þetta er okkur öllum svo mikilvægt að hún er m.a.s. búin að skrifa bók um það! Við megum ekki vanmeta mikil vægi þess að setja fyrst súrefnisgrímuna á okkur sjálf, áður en við uppfyllum þarfir annarra. Ég er heppin. Ég hef náð að samræma ástríðu markaðsnördsins því að byggja upp fyrirtæki sem mætir markaðsþörf og viðskiptalegt vit er í. Ég hef náð að finna minn X-faktor. Hver er þinn? Hvað þarft þú? Hin hliðin ÞÓRANNA K. JÓNSDÓTTIR, MBA, markaðsnörd Skoðun Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ Forstjóri Total lést í árekstri á flugvellinum í Moskvu Vöxtur framundan í íslensku efnahagslífi LÉST Í MOSKVU Christope de Margerie, forstjóri franska olíufyrirtækisins Total, lét lífið í árekstri á flugvellinum í Moskvu á mánudagskvöld þegar einkavél hans lenti í árekstri við drukkinn ökumann á snjóplóg. Þrír úr áhöfn vélarinnar létust að auki. Hlutabréf í Total féllu um 1,35 prósent í Kauphöllinni í París í gær og flaggað var í hálfa stöng fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins í París. NORDICPHOTOS/AFP Eyjólfur Árni Rafnsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Mannvits síðastliðin 12 ár, mun að eigin ósk láta af störfum sem forstjóri um næstu áramót. Í tilkynningu segir að hann muni áfram starfa fyrir félagið á sviði verkefnastjórnunar og markaðs- og kynningarmála. Við starfi Eyjólfs Árna tekur Sig- urhjörtur Sigfússon, en hann hefur verið fjármálastjóri Mannvits frá því 2012. Sigurhjörtur er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands. Áður en hann réðst til Mannvits var hann forstöðumaður áætlana og grein- inga hjá Skiptum. Mannvit er alþjóðlegt ráðgjafar- fyrirtæki, en fyrirtækið og dótt- urfélög þess er með starfsemi auk Íslands í Þýskalandi, Ungverja- landi, Noregi, Bretlandi og Síle. Hjá fyrirtækinu starfa um 350 manns. Sigurhjörtur Sigfússon tekur við forstjórastöðu af Eyjólfi Rafnssyni: Úr stóli forstjóra eftir tólf ára starf . LÆTUR AF STÖRFUM Eyjólfur Árni Rafnsson hættir í starfi forstjóra Mannvits um áramótin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.