Akureyri


Akureyri - 09.01.2014, Qupperneq 18

Akureyri - 09.01.2014, Qupperneq 18
18 9. janúar 2014 Vatnsveita - Rafveita - Hitaveita - Fráveita ....sjálfsagt mál ! Í ljósi hugmynda um nýja þjóðarsátt um að stemma stigu við víxlverkunum verðhækkana og þar með aukinni verðbólgu ákvað stjórn Norðurorku að fyrirtækið legði sitt af mörkum til að auka stöðugleika í samfélaginu. Hitaveita: Engin verðskrárbreyting um áramót – fastagjald og rúmmetragjald óbreytt. Rafveita: Engin verðskrárbreyting um áramót – fastagjald og kílóvattastundagjald óbreytt. Vatnsveita: Vatnsgjald hækkar um 4% sem er nauðsynlegt til að mæta miklum fjárfestingum á árinu 2014 en fyrirhugað er að byggja nýjan vatnsgeymi ofan við bæinn auk endurnýjunar lagna ofan úr Hesjuvallalindum í Hlíðarfjalli. Verðskrá Norðurorku, einkum rafveitu og hitaveitu, hefur lækkað mikið að raungildi og hitaveitunnar reyndar einnig að krónutölu. Orkukostnaður á Akureyri er með því lægsta sem gerist á landinu samkvæmt könnun Byggðastofnunar. Verðskrá hitaveitu og rafveitu óbreytt milli ára Englar alheimsins í Hofi Þjóðleikhúsið sýnir Engla alheims- ins í Hofi helgina 10.-11. janúar. Uppsetning Þjóðleikhússins á Englum alheimsins á liðnu vori hlaut mikið lof áhorfenda og gagn- rýnenda. Sýningin var tilnefnd til níu Grímuverðlauna og hlaut Grímuna fyrir leikmynd, búninga og leikverk ársins. Sýningar á Englum alheims- ins hafa haldið áfram fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu í haust og nú leggur leikhópurinn land undir fót og setur Engla Alheimsins á svið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Hofs segir það mikið tilhlökkunarefni að taka á móti leikurum og starfsfólki Þjóð- leikhússins. Þetta er í annað sinn sem að Þjóðleikhúsið heimsækir Hof en á fyrsta starfsári hússins var Íslandsklukkan sýnd þar fyrir fullu húsi. „Nú fáum við að taka á móti þessari frábæru sýningu sem Englar alheimsins er og það er alltaf gaman að fá að taka þátt í því að Akureyringar og Norðlendingar geti sótt vinsælar sýningar sem þessa í heimabyggð.“ Segir Ingibjörg. Það verða aðeins tvær sýningar á Englum alheimsins í Hofi, föstudags- kvöldið 10.janúar og laugardaginn 11.janúar. Það eru margir hlutir sem þurfa að ganga upp þegar að svona fjölmennur leikhópur leggur land undir fót en það eru tólf leikarar sem taka þátt í sýningunni auk tækni- fólks. „Það er alltaf svolítið púsluspil að finna tímasetningu sem hentar öllum í svona hóp þar sem að leik- ararnir eru margir hverjir að vinna í öðrum verkefnum samhliða sýn- ingum á Englunum.” Segir Ingibjörg. Englar alheimsins er á meðal kunnustu skáldsagna síðari ára á Íslandi og fáar sögur hafa hitt þjóð- ina jafn rækilega í hjartastað. Bókin Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson hlaut Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs og hef- ur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Margir muna einnig eftir vinsælli kvikmynd sem var gerð eftir efni bókarinnar með Ingvari E. Sigurðs- syni í aðalhlutverki. Í leiksýningunni er það Atli Rafn Sigurðarson sem leikur aðalhlut- verkið en hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem lista- maðurinn Páll sem ungur að árum er illa haldin af geiðveiki og missir tökin á lífinu. Í öðrum hlutverkum eru Sólveig Arnardóttir, Ólafur Eg- ilsson, Jóhannes Haukur Jóhann- esson og Ágústa Eva Erlendsdóttir, svo einhverjir séu nefndir. Tónlistin í sýningunni er eftir hljómsveitina Hjaltalín, en Högni Egilsson söngv- ari hljómsveitarinnar fer einnig með hlutverk í sýningunni. Ingibjörg segir að það sé í mörg horn að líta þegar að leiksýning sem þessi er flutt landshluta á milli. „Það er auðvitað heilmargt sem huga þarf að þegar að flytja þarf leikmynd, leik- muni og búninga á milli landshluta en það er fagfólk á öllum vígstöðvum sem hefur unnið að undirbúningi vegna þessa frá því í haust. Ég hvet allt leikhúsáhugafólk og aðra til að koma og sjá magnaða uppsetningu Þjóðleikhússins á þessari sögu sem svo margir þekkja.“ a Sunna og Saga leika lesbíur Á næstu fjórum vikum verða frum- sýndar tvær nýjar uppfærslur hjá Leikfélagi Akureyrar. Í næstu viku fer Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns- son á fjalirnar og verður öllu tjaldað til eins og Akureyri vikublað hefur fjallað um. 14. febrúar næstkomandi munu svo tvær ástsælar leikkonur á Akureyri, þær Sunna Borg og Saga Jónsdóttir, bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu og varpa ljósi á líf miðaldra lesbía sem hafa búið saman í felum. Lísa og Lísa er sagt einlægt og meinfyndið leikrit en verkið er nýtt írskt verðlaunaverk. Amy Conroy leikkona, leikstjóri og skáld er höf- undur, búsett í Dyflinni. Hún hlaut verðlaun Dublin Fringe-hátíðarinn- ar 2010 fyrir leikritið um Lísurnar tvær og var tilnefnd til írsku leik- listarverðlaunanna 2012, bæði sem höfundur og leikkona. Jón Gunnar leikstýrir en hann útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Centre London árið 2006. Hann hefur leikstýrt í atvinnuleik- húsum á Íslandi, Englandi og í Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The Royal Shakespeare Company og hjá Vestur- porti. Jón Gunnar hefur haldið fjölda námskeiða, leikstýrt í menntaskól- um og stjórnað Götuleikhúsinu í Reykjavík. Um leikmynd og búninga sér Mó- eiður Helgadóttir en lýsingu annast Þóroddur Ingvarsson. a MIKLAR ANNIR ERU framundan í húsakynnum Leikfélags Akureyrar. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.