Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 1

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 1
7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 VI KU BL AÐ BÍ L DS HÖF ÐA 1 2 - 110 R E YK JAVÍK - SÍMI: 577 1515 - WWW.SKORRI.IS Íslendingar bak við kaupin KHG European Hospitality Partners, félag sem bauð hæst eða 384 milljónir króna í eignina Skútustaðaskóla í Mý- vatnssveit á uppboði í síðustu viku, er með lögheimili í Lúxemborg. Þetta sýnir rannsókn Akureyrar vikublaðs. Skútu- staðaskóli hefur gegnt hlutverki hótels síðari ár undir nafninu Hótel Gígur. Sá sem er skráður fyrir öllum hlutum félags- ins í Lúxemborg er Íslendingur og sonur fyrrum eiganda. Gerðarbeiðendur á uppboðinu voru Byggðastofnun og Stafir Lífeyrissjóður. Hótel Mývatn ehf. var þinglýstur eigandi fasteignarinnar sem fjárfestingarfélag- ið KHG European Hospitality Partners keypti. KHG European Hospitality Partners var stofnað seint á síðasta ári. Í stjórninni, sem samanstendur af fimm einstaklingum, er einn Íslendingur, Sveinn Jónatansson lögmaður í Reykja- vík. Hlutir félagsins eru hundrað. Þeir eru allir í eigu annars Íslendings, Valdimars Jónssonar, sem búsettur er í Prag. Valdi- mar Jónsson er sonur fyrrum eiganda húsnæðisins, Jóns Ragnarssonar. Jón Ragnarsson keypti eignina á sínum tíma á tuttugu milljónir króna af Skútustaða- hreppi og breytti í hótel. Jón reisti m.a. Hótel Örk og rak Hótel Valhöll um tíma. Fjórir buðu í hótelið á uppboðinu sem fram fór í Skútustaðaskóla í síðustu viku. Innlendu bjóðendurnir töldu fyrirfram að kaupverðið færi ekki svo hátt. Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, sem stýrði uppboðinu segir að frestur til að standa við boðið renni út 6. mars næstkomandi. Til að kaupin gangi í gegn þarf KHG að uppylla ýmsar lagalegar skyldur s. s. hafa rétt á að eignast fasteign á Íslandi. Ef félagið fer þá leið að borga með evrum gæti heildarkostnaður við kaupin orðið tugmilljónum lægri en ef Íslendingar inn- anlands ættu í hlut. Sjá nánar bls. 6 -BÞ / SA TIL ER FÓLK sem hleypur upp og niður Gilið ótilneytt. Húrra fyrir þeim! Völundur Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum!

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.