Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Síða 4

Akureyri - 20.02.2014, Síða 4
4 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 8 nætur / 9 dagar Verð frá kr. 190.700 Beint flug frá Akureyri 18. - 26. júní (Flugvallarskattar innifaldir) Sími: 461 1841 - www.nonnitravel. is Portoroz & Ljubljana - Júlíönsku alparnir & Bled (örfá sæti laus) Slóvenía & Ungverjaland - Slóvenía & Króatía (uppselt) Málið komið á annað stig Í viðtali við Geir Kristin Aðalsteins- son sem birtist í Akureyri vikublaði 12. janúar 2012 skömmu eftir að stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar tók þá ákvörðun að ráða Þorvald Lúðvík Sigurjónsson sem fulltrúa almannaþjónustu í starf framkvæmdastjóra AFE, kom fram að stjórnin hefði ekki verið einhuga að ráða Þorvald til starfans. Þar bar einnig á góma hvernig málið var kynnt almenningi fyrst. Í opinberri fréttatilkynningu frá AFE þegar ráðningin var kynnt fjölmiðlum sagði að Þorvaldur hefði „aðstoðað“ sér- stakan saksóknara við rannsóknir. Í síðustu viku var Þorvaldi Lúðvík birt ákæra þar sem hann er sakaður um efnahagsaf- brot í svokölluðu Stím- máli. Sjálfur hefur Þorvaldur Lúðvík ósk- að eftir að vera leystur undan starfskyldum sem framkvæmdastjóri og hefur stjórn AFE orðið við því. Hann er þó enn að störfum hjá félaginu. STJÓRN SAMKVÆM SJÁLFRI SÉR Grétar Þór Eyþórsson, stjórnsýslu- fræðingur við Háskólann á Akur- eyri, segir að þegar stjórn AFE réð Þorvald Lúðvík á sínum tíma til starfa hafi hann haft réttarstöðu sakbornings í málinu. Stjórnin, eða meirihluti hennar, hafi því talið að málið væri ekki þess eðlis að það þyrfti að koma í veg fyrir ráðningu. Um beina faglega hæfni hafi sér vit- anlega ekki verið deilt. „Formaður stjórnar sagði sakfellingu eina geta breytt málinu. Því hlýtur stjórnin að hafa þá þegar verið búin að gera ráð fyrir þeim möguleika að til ákæru gæti komið. Nú, þegar ákæra er staðreynd er málið þó engu að síður komið á annað stig, þó vissulega sé Þorvaldur Lúðvík ekki dæmdur fyrir eitt eða neitt. Það er að sjá að núver- andi stjórn með nýjum formanni hafi þótt þetta fremur óþægileg staða og því ákveðið að framkvæmdastjórinn kæmi ekki fram af hálfu félagsins a.m.k. á meðan mál hans væru óút- kljáð.“ Hinn nýi formaður sem Grétar Þór vísar til er Oddur Helgi Hall- dórsson. „Það, að Þor- valdur Lúðvík víki ekki að fullu, heldur starfi áfram baksviðs, verð- ur að túlka þannig að stjórnin beri traust til hans faglega. Það er því mat hennar að hægt sé að skilja á milli fag- legrar vinnu og þess að koma fram opinberlega af hálfu félagsins. Vafa- laust kann einhverjum að finnast lausn af þessu tagi orka tvímælis en ég tel að hefði hann ver- ið leystur alfarið frá störfum hefði stjórnin komist í vissa mótsögn við sjálfa sig þar sem hún ákvað að ráða hann á sínum tíma, þrátt fyrir að hann hefði réttarstöðu sakbornings,“ segir Grétar Þór. GEIR TÓK MISTÖKIN Á SIG Í viðtali Akureyrar vikublaðs við Geir Kristin, í ársbyrjun 2012, tek- ur Geir ábyrgð á því að Þorvaldur var sagður í fréttatilkynningunni hafa aðstoðað saksóknara þegar hið rétta var að hann lá undir grun um saknæmt afbrot sem nú er komið á formlegt stig innnan kerfisins. „Ég tek þau mistök á mig. Það var ekki meiningin að blekkja neinn,“ sagði Geir Kristinn þá, fv. formaður stjórn- ar AFE og núverandi formaður bæj- arstjórnar á Akureyri. KVÍÐUR EKKI NIÐURSTÖÐUNNI Blaðið hafði samband við Þorvald Lúðvík eftir að ákæran hafði verið birt honum. Hann vildi ekki segja neitt að svo stöddu. Ákæran hefur vomað yfir höfði Þorvaldar Lúðvíks um langt árabil og hefur hann lýst opinberlega hvers konar áþján fylgi slíkri bið. Sagt hefur verið að hin niðurstaðan, að ráða Þorvald ekki til AFE, hefði einnig ork- að tvímælis að því gefnu að hann hafi verið hæfastur umsækjenda til starfa. Engum manni sé hollt að vera kippt úr tengslum við samfélag sitt svo lengi meðan þess þurfi að bíða að réttarríkið vinni sína vinnu. Aðrir viðmælendur blaðsins benda á mikilvægi þess að fullt traust ríki milli almennings og þeirra sem starfa í umboði fyrir hann. Ekki síst vegna eftirmála hrunsins þar sem gríðarlegar álögur hafa færst á byrðar almennings, gagngert vegna brota sumra bankamanna sem sumir hafa þegar verið dæmdir sekir. „Þetta var aldrei einfalt mál,“ sagði sveitar- stjórnarmaður í Eyjafirði í samtali við blaðið. MUN HAFA SINN FARVEG Í stöðufærslu Þorvaldar Lúðvíks á facebook tjáir hann sig á eigin síðu með eftirfarandi hætti: „Í dag barst mér ákæra frá embætti sérstaks saksóknara. Í henni er ég ákærður fyrir hlutdeild í umboðs- svikum framkvæmdastjóra hjá Glitni vegna viðskipta með skulda- bréf útgefnu af Stími ehf.. Nánar er tiltekið að ég hafi með „hvatningu og liðsinni“ stuðlað að fjártjóni sem síðar varð, en ekki lá fyrir að myndi verða er viðskiptin áttu sér stað á árinu 2008. Þess ber sérstaklega að geta að ég vann ekki í Glitni fyrr eða síðar, né hafði umboð fyrir hönd þess banka. Það er að ákveðnu leyti léttir að þremur og hálfu ári eftir að hafa fengið stöðu sakbornings skuli nú leitast við skýra það. Málið verður dómtekið 28. febrúar og mun hafa sinn eðlilega farveg.“ a SKIPTAR SKOÐANIR HAFA verið bæði meðal stjórnarmanna AFE og almennings um ráðningu framkvæmdastjóra Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar. Völundur FRAMKVÆMDASTJÓRI AFE ákærður fyrir efnahagsbrot. GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON: Orkar tvímælis en stjórn samkvæm fyrri ákvörðun. GEIR KRISTINN AÐALSTEINSSON: Sagði í fréttatilkynningu að Þorvaldur Lúðvík hefði aðstoðað sérstakan saksóknara. Sú „aðstoð“ hefur nú breyst í ákæru. Völundur

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.