Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 8
8 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR „LAST vikunnar að mínu mati fær Íslandsbanki á Akureyri fyrir að hafa sagt upp tryggum og jafnframt einum besta þjónustufulltrúa sem bankinn hefur haft síðustu 30 ár tæplega!“ Svo skrifar kona í bréfi til blaðsins. Það eru mér margir sammála um að Íslandsbanki ætti að skammast sín fyrir þessa ákvörðun.“ LAST fá þeir sem dilla konum og kvennabaráttu í tíma og ótíma en líta framhjá því að karlar verða ekki síður fyrir órétti en konur. Svo mælir kona úr sveit sem hringdi í blaðið. Kveikjan að skrifum konunnar var að hún las í Akureyri vikublaði að „það ætti að dansa út um allt“ eins og hún orðaði það „vegna ofbeldis gegn konum“. Konan segist oft verða vitni að því „...að konur séu sniðugar að beita andlegu ofbeldi. Það er samt eins og að konur eigi bara alla samúð en mér finnst að karlmenn eigi líka að fá samúð,“ segir konan. LOF fá allar þær konur og karlar sem mættu í Hof í hádeginu síðastliðinn föstudag og dönsuðu af hjartans list fyrir gott og þarft málefni. Svo skrifar kona í brýningu til blaðsins „Frábær stund,“ bætir konan við... LAST fá hundaeigendur sem ekki láta hreinsa upp skítinn eftir þá, segir enn einn bæjarbúinn á Akureyri sem kveður sér hljóðs í þessum dálki vegna hundaskíts. „Skíturinn dreifist nú orðið um allar stéttir niðri í bæ, fólk er afskaplega ósvífið og ekkert gert. Ef hundaeftirlitsmaðurinn er kallaður til þá bara segir hann eitthvað en beitir engum viðurlögum og það er látið duga. Ég samdi vísu um þetta um daginn þegar ég var á göngu í miðbænum og sá manneskju með stóran hund – eða öllu heldur var þetta hundur með manneskju. Hér er vísan eftir mig: Skyldi það vera skítahundur er skondrar þarna á undan mér? Afurðin er illur fundur en eigandinn – hann flýtir sér. AKUREYRI VIKUBLAÐ 7. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2013 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND NORÐLENDINGAR HAFA UPPLIFAÐ dýrðardaga við leik og störf undanfarið. Völundur AÐSEND GREIN BJARKEY SIGURÐARDÓTTIR Takk fyrir mig Það eru sönn forréttindi að geta horft og hlustað á sinn uppáhalds tónlistar- mann á tónleikum hér á Íslandi, hvað þá norður í landi. Á laugardagskvöldið fór ég á eina bestu tónleika ævi minnar er ég hlýddi á Eivøru Pálsdóttur syngja og spila með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. Ég þreyt- ist seint á því að tala um það hvað Eivør er stórkostleg listakona og tónlistargyðja. Síðast liðið laugardagskvöld stóð hún á sviðinu í Hofi og að sínum alkunna sið greip áhorfandann með sér inn í sinn heim sem er dulúðugur, fagur, norrænn og seiðandi. Tónsmíðar hennar hreyfa við mér, snerta í mér alla þá strengi sem finna má innra með mér og prógramið þetta kvöld þannig uppsett að undirrituð felldi tár strax í fyrsta lagi, og í stað þess að reyna eitthvað að berjast við þau flæddu þau af og til alla tónleikana. Slík og þvílík áhrif sem vel samin og fallega flutt tónlist getur haft. Tónleikarnir voru í senn töfrandi og magnþrungnir. Það skiptir samt sem áður engu máli hvort hún er ein með gítarinn sinn á Græna hattinum eða með stórhljómsveit á bak við sig, lagasmíðar hennar valda þessu öllu og flutningur hennar ávallt jafn innilegur og einlægur. Ljúfir tónar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar liðu um salinn eins og dalalæða þegar við átti, yfir í hávaða rok þegar mest gekk á. Eivør sýndi hvers megnuð röddin hennar er með fjölbreyttu lagavali og hvað hún hefur gríðarlegt vald á röddinni. Hún getur verið svo mjúk og þýð, seiðandi sírena sem fer leikandi með háa tóna og svo allt í einu búið til hin skrítnustu og myrku hljóð í lögum eins og Trøllabundin. Mig langar að þakka Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, undir stjórn Guðmundar Óla, fyrir þetta frábæra verkefnaval og hve ánægjulegt var að horfa á tónlistarfólkið njóta vinnunnar sinnar. Ég vil einnig þakka S.N. fyrir að gefa svo mörgum nemendum Tónlistar- skólans á Akureyri tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem þessum því það má með sanni segja að slík verkefni séu einstakur og spennandi skóli. Í lokin langar mig að þakka Eivøru fyrir þá tryggð sem hún sýnir aðdáend- um sínum hér á Íslandi. Það er algjörlega ómetanlegt. Hjartans þakkir. Höfundur er söngkona. Unga og frábæra fólkið okkar Það hafa verið sönn forréttindi að fylgjast með skrif-um ungs fólks síðustu vikur, bæði hér í þessu blaði, á vefnum akureyrivikublad.is sem og í fleiri fjölmiðl- um. Hafi einhver haldið að unga fólkið okkar sé ófært um að fjalla í riti og ræðu um ýmis samtímamálefni – „þetta er allt að fara til helvítis mantran“ – birtist manni síðustu daga vel hve vandræðalegur fordómur birtist í slíkri sýn. Með milligöngu og aðstoð Brynjars Karls Óttars- sonar, kennara við Síðuskóla, hefur þetta blað birt um nokkurt skeið greinar frá nemendum á grunnskólastigi sem hafa vakið athygli. Þar má síðast nefna grein um áhrif Vaðlaheiðarganga og grein um framkomu fólks við starfsfólk í stórmörkuðum. Ekkert útilokar að nem- endur fleiri grunnskóla og eða framhaldsskóla fái inni með skoðanir sínar og samfélagsmeiningar á síðum blaðsins. Fyrir hefur komið að ungmenni hafa samband við ritstjóra og vilja segja eitthvað en skortir kjark þar sem textameðferð eða strúktúr greina sé ábótavant. Í slíkum tilvikum hjálpar blaðið fólki, ungu sem öldnu, að forma textann uns niðurstaðan verður til sóma. Að því gefnu að umræðuefnið fylli ákveðnar kröfur. Það er með öðrum orðum ósk blaðsins að lýðræðisleg skoðanaskipti kvikni sem víðast og fari sem víðast. Nú síðast steig nemi í Menntaskólanum á Akur- eyri fram og reis upp gegn meiðandi ummælum og framkomu MORFÍS-hóps. Ekki þurfti sá nemandi neina aðstoð. Nemandinn ákvað að skrifa grein og birta á akureyrivikublad.is, grein í kjölfar þess að BB hafi birt frétt um niðrandi framkomu annars skóla í MORFÍS ræðukeppninni í garð nemandans. „Þetta veldur því að ég vill biðja allar stelpur og konur að hugsa hvað þær leyfa öðrum að segja um sig og við sig ... Stelpur, nú er ekki seinna vænna en að við látum til okkar taka. Stöndum upp fyrir sjálfum okkur, því ef við gerum það ekki hver gerir það þá?“ Svo skrifaði Eyrún Björg Guðmundsdóttir nemi við MA á vefnum akureyrivkublad.is. Liðsstjóri ræðuliðs MÍ, sem lét ósæmileg orð falla um mótherja í MORFÍs ræðukeppni, hefur nú sagt af sér sem trúnaðarmaður nemenda í skólaráði og skólanefnd menntaskólans. Hann fær tækifæri til að læra af reynslunni. Orð skipta máli. Að svara orðum með orðum skiptir máli. Ungmenna Íslands er framtíðin. Það er löngu tíma- bært að hvetja þau til að hafa áhrif í samfélaginu. Það er ekkert að óttast þótt menning taki breytingum m.a. vegna rafrænu byltingarinnar. Börn verða að jafnaði betri og hæfari en foreldrar þeirra. Út á það gengur þróunarkenningin. Björn Þorláksson BJARKEY SIGURÐARDÓTTIR Tónsmíðar hennar hreyfa við mér, snerta í mér alla þá strengi sem finna má innra með mér

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.