Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 10

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 10
10 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 AUGLÝSINGASÍMINN ER 578-1190 Fjáröflunarátak Fjáröflunarátakið Út að borða fyr- ir börnin er nú hafið í fjórða sinn og stendur yfir til 15. mars. Barna- heill – Save the Children á Íslandi standa að átakinu í samvinnu við 22 veitingastaði sem gefa andvirði, eða hluta andvirðis, af völdum réttum. Með því að taka þátt í átakinu styður fólk verkefni Barnaheilla gegn of- beldi og börnin fá að gera eitthvað skemmtilegt með fullorðna fólkinu. Átakið nýtur vaxandi vinsælda, en á síðasta ári tóku 16 veitingastað- ir þátt. Nú eru þeir 22 talsins, þar af nokkrar keðjur sem starfa víða um land. Á Akureyri leggja nokkrir veitingastaðir málefninu lið. 35% af sölu Domínós fara til Barna- heilla, 25% af sölu Hamborgarafa- brikkunnar, 25% af sölu Striksins og 25% af sölu Subway. Samkvæmt barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; lík- amlegu, andlegu og kynferðislegu - og þau eiga rétt á vernd gegn einelti og vanrækslu. a KEA-mótaröðin fer vel af stað Einu kvöldi í KEA mótaröðinni í hestaíþróttum er lokið. Knapar í flokknum 17 ára og yngri sýndu mikla takta að sögn mótshaldara og nýir keppendur settu svip sinn á mótið. Keppendur komu víða að allt frá Reyðarfirði í austri, norður fyrir að Reykjavík í suðri. KEA mótaröðin hófst fimmtu- dagskvöldið 13. febrúar en hún er með breyttu sniði í ár því nú er liðakeppni. Fimm lið keppa og eru liðsstjórar þau Anna Catharina Gros, Baldvin Ari Guðlaugsson, Guð- mundur Hjálmarsson, Viðar Braga- son og Þorbjörn Hreinn Matthíasson. Mikil spenna er á milli liða og meðal hestamanna hafa verið skemmtilegar vangaveltur um úrslit. Sjaldan hafa jafnmargir komið að fé- lagsmóti hjá Létti í langan tíma sem sýnir að sögn forráðamanna grósku og uppgang. Stjórn mótaraðarinnar hafi verið mjög samstíga í að gera viðburðinn sem hátíðlegastan. Næst verður keppt í Reiðhöllinni í mótaröðinni næsta fimmtudags- kvöld. a VESTNORD LÖGMENN ER lögmannsstofa sem Gísli Tryggvason, sem Akureyringum er vel kunnur, og Eyjólfur Ármannsson hdl. stofnuðu í upphafi árs. Vinum og velunnur- um var boðið í opnunarhóf af því tilefni á dögunum. SIGURVEGARAR Í FLOKKNUM 17 ára og yngri sl. fimmtudagskvöld VETRARRÁÐSTEFNA SÁLFRÆÐINGA Vetrarráðstefna Félags sálfræðinga á Norður- og Austurlandi, í samstarfi við Sálfræðibraut Háskólans á Akureyri, verður haldin föstudaginn 28. febrúar næstkomandi, kl 13:30-17:30 í húsakynnum Háskólans á Akureyri á Sólborg. Á dagskrá eru fjölbreytt erindi um ýmis viðfangsefni sálfræðinnar og eru erindrekar ýmist fræðimenn og/eða klínískir meðferðaraðilar. Steinunn Gestsdóttir fjallar um þýðingu sjálfstjórnar barna fyrir farsælan þroska; Halla Helgadóttir segir frá Kötlu greiningaraðferð, þ.e. heilaritum sem notuð eru til að greina ADHD hjá börnum; Margrét Bárðardóttir talar um núvitund í sálfræðilegri meðferð; Hjalti Jónsson flytur tónlistaratriði; Ársæll Már Arnarssson greinir frá vímuefnanotkun 10. bekkinga á Akureyri skólaárið 2013-2014; og Alice H Björgvinsdóttir og Sigrún V. Heimisdóttir fjalla um áhrif sérhæfðar félagsfærnimeðferðar í hópi á sjálfsmat. Verð er kr. 4000 og fer skráning fer fram á netfanginu fsnaust@gmail. com til og með 24. febrúar. Margvísleg störf í boði. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt Sumarstörf hjá Akureyrarbæ Umsóknartímabil sumarstarfa 2014 er hafið 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á ft r að kila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vi nuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50%

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.