Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 13

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 13
20. febrúar 2014 7. tölublað 4. árgangur 13 Niður í eyrar – út í hólma - Minningabrot Ég er fæddur og uppalinn frammi í firði – eins og við Eyfirðingar segjum, um það bil í miðri byggð- inni, þar sem kallað er Grundar- pláss. Austan árinnar, þar sem ég átti heima er ekki mikið flatlendi, það er allt Grundarmegin, Grundarnesið sjálft. Að austan- verðu var þó hólminn, u.þ.b. 6-7 hektara spilda þegar best lét, en Eyjafjarðaráin braut jafnt og þétt af honum. Dálítil kvísl úr Eyjafjarðaránni myndaði þennan hólma og eyrar talsvert miklar sunnan við hann. Kvíslin var stundum nokkur farartálmi, oftast mátti þó kom- ast yfir hana með því að vaða og nógu smávaxinn kúas- mali stalst stundum til að klifra á bak síðustu kúnni þegar kýrnar voru sóttar niður í eyrar. Í kvíslinni voru dálitlir hyljir á tveim stöðum. Á allra heit- ustu sumardögum var hægt að baða sig í hyljunum, einkum þeim norðari þar sem vatnið hafði hlýnað heldur meir á leið sinni eftir kvíslinni. Samt var betra að busla í Sílapollinum sem var sunnar á nesinu, þar var líka hægt að veiða hornsíli, kvótalaust. Rétt hjá var Síkið, oft hlýtt og hálffullt af fergini – en bæði við systkin- in og kýrnar vissum að það var botnlaust og því fékk ferginið að vaxa í friði fyrir baðgestum og gráðugum nautgripum. Á þess- um slóðum var mikið af fuglum og daglegt brauð að finna hreiður. Þarna verptu lóa og spói, stelkur og hrossagaukur, grænhöfði og rauðhöfðiog grátittlingur uppi í brekkunum. Á eyrunum var sand- lóan sem kveinkaði sér svo mikið ef komið var nærri hreiðrinu. Í hólmanum og þó meir í Kríu- hólmanum, sem var norðurendi stóra hólmans, var gæsavarp og þar var líka krían. Það var í senn spennandi og hættulegt að fara um kríuvarpið en gaman að sjá stóru gæsareggin. Hólminn var oftast nær sleginn eftir túnaslátt, þótt hann væri svo sem eitt af túnunum. Það var lengi gert að slá alla þessa hektara með gamla W4, Ferguson eða álíka vél og ekki var til að flýta fyrir að margar spóa- fjölskyldur voru gjarna að þvælast með unga sína í óslægjunni. Tals- vert var á sig leggjandi til að forða þeim öllum frá ljánum en spóar eru erfiðir í smölun og rekstri, það veit ég af reynslu. Að sama skapi var tímafrekt að þurrka og taka saman, þarna var mikil spretta og völlurinn stór. En það var samt ævinlega gaman. Þegar komið var fram á síðsumarið voru oftast góð- ir þurrkar – eins og reyndar oftast í Grundarplássinu – og hvað er skemmtilegra en heyskapur á flötu túni í góðu veðri? Þótt ekki væri engjavegurinn langur, líklega inn- an við 2 km, var lengi siður að færa engjakaffi í hólmann, því fylgdi sérstakur hátíðarbragur. Það gat líka verið ljómandi tilbreyting að spenna hest frá rakstrarvél og fara á honum yfir kvíslina, suður allt nesið og upp gamla bæjarhólinn til að sækja kaffið og allt sem því fylgdi. Aðeins þurfti að varast eitt á þessu slóðum, það var áin sem oft var holbekkt því hún sló sér frá Grundarnesinu norðaustur og gróf sífellt úr hólmabakkan- um. Reyndar minnist ég þess að hafa séð hálfslegnar torfur sem höfðu fallið í ána milli sláttar og hirðingar, þetta minnti á að engu var að treysta. Þessi á sýnist vera heldur meinleysisleg en oft varð hún býsna hrikaleg í vorleysing- um. Í Grundarplás- sinu fellur hún frá austurlandinu vestur að Grundarnesinu og síðan frá því austur að Bringuhólma og Stórhamarshólma og loks norðan við hinn síðarnefnda alveg upp undir bæina á Stóra- Hamri áður en hún tekur aftur strikið til vesturs langa leið undir brekkurnar vestan ár. Þessir sífelldu krókar töfðu mikið fyrir jakaburði þegar áin var að hreinsa sig á vorin og stundum mynduðust gríðarmiklar jakastíflur í henni. Þá gat svo farið að hún flæddi upp á eyrarnar og hólmana með öllum þeim leir- burði sem vorleysingum fylgja. Þá var stundum talsvert ryk í heyinu og jafnvel stóð mökkurinn upp af snúningsvélinni. En oftast var áin kyrrlát, átti að vísu nokkrar radd- ir, einkum á kvöldin, Suður af eyr- unum var dálítið brot og þar mátti heyra niðinn – misjafnan eftir veðri og vindum. Þarna á brotinu var einatt silungur á ferðinni, allt upp í 6 punda sjóbirting. Slíkan fisk er ótrúlega gaman að draga á land og fátt smakkast betur. Ofan við brotið var hylur í ánni, afskap- lega veiðilegur, en þar held ég hafi verið hvíldarheimili fiskanna – ef þeir voru þá nokkurn tíma þar. Áin er meiri en svo að menn geri sér að leik að vaða hana enda var sjaldan farið milli bæja austan og vestan ár. Þó átti Bringa kirkju- sókn að Grund fyrr á árum en þangað var aldrei farið – nema þegar fermt var í eitt skipti. Þegar ég var lítill var ég frekar hræddur við ána, einkum bakk- ana, enda þótti mér nógu hræði- legt að detta í kvíslina þótt ekki væri meira vatnsfall. Samt var þetta svæði að mörgu leyti lokk- andi, kílarnir og pollarnir í Nes- inu, hólminn með öllum sínum fuglum. Eftir vöxt í ánni var líka hægt að fara í rannsóknarleið- angra og finna ýmislegt dót sem áin hafði borið upp á eyrarnar. Stundum hafði landslagið líka breyst í vatnavöxtunum, þannig var hver ferð ný á sinn hátt og landið ókunnugt að einhverju leyti en alltaf uppspretta ævin- týra og gleði. a ÚR MYNDASAFNI GRENNDARGRALSINS Mynd af liðinu Stílistaníó. Texti með mynd: Liðin sem taka þátt í Leitinni að Grenndargralinu útbúa kynn- ingarspjöld þar sem liðsmenn eru kynntir. Stílistaníó tók þátt haustið 2009 en liðið var skip- að þeim Dagnýju og Jónönnu úr Síðuskóla. GETRAUNIN EITT AF ÞVÍ sem þátttakendur í Leitinni að Grenndargralinu þurfa að kljást við er að ráða í myndir úr heimabyggð sem búið er að brengla. Nú geta lesendur Akureyrar vikublaðs spreytt sig á einni slíkri. Spurt er: Hvaða kennileiti úr heimabyggð er á myndinni? Svör sendist til: grenndargral.@gmail.com. Einn heppinn þátttakandi hlýtur örlítinn glaðning frá Grenndargralinu. VALDIMAR GUNNARS- SON SKRIFAR. – Geymt en ekki gleymt – Saga Akureyringanna á Kong Trygve Þann 19. mars árið 1907 lagði flutn- ingaskipið Kong Trygve af stað frá Akureyri austur fyrir land og áleiðis til Reykjavíkur þaðan sem ætlunin var að sigla til Kaupmannahafnar. Mikill hafís var fyrir öllu Norður- landi og slæmt veður svo skipið lá í vari við Hrísey fyrstu nóttina. Daginn eftir hélt skipið för sinni áfram en á leið sinni sigldi það ít- rekað á ísjaka. Það kom þó ekki að sök vegna þess hve skipið fór hægt yfir. Næstu tvo sólarhringa eða svo rifust skipstjóri og stýrimaður Kong Trygve um hvort halda ætti förinni áfram eða snúa við. Að lokum var tekin ákvörðun um að halda áfram og átti það eftir að reynast örlagarík ákvörðun. Um þrjúleytið aðfaranótt 23. mars rakst skipið á stóran ísjaka með þeim afleiðingum að það byrj- aði að leka. Þá var skipið statt u.þ.b. 100 mílur út af Langanesi. Fjórum klukkustundum síðar var skipið sokkið en skipverjar og farþegar, 32 að tölu, komust í þrjá björgunar- báta. Á meðal farþega voru nokkrir Akureyringar. Einn þeirra var kona að nafni Sveinbjörg Jóhannsdóttir. Hún kom sér fyrir í stærsta björg- unarbátnum ásamt átta íslenskum farþegum og sex úr áhöfn. Í þeim hópi var m.a. sjálfur skipstjórinn sem var fyrstur allra til að koma sér í björgunarbát. Af einhverjum ástæðum greip Sveinbjörg með sér vatnsfötu úr hinu sökkvandi skipi. Fatan átti eftir að koma að góðum notum því rétt eins og Kong Trygve rakst björgunarbáturinn á ísjaka og varð fyrir skemmdum. Bátinn tók að leka og varð þannig þessi undarlega ákvörðun Sveinbjargar, að grípa með sér fötuna, bátsverjum til lífs. Báturinn kom að landi við Borgarfjörð eystri fyrri part dags 24. mars. Þá hafði hann rekið stjórn- laust í sjónum í 30 klukkustundir. Einn lést um borð í bátnum en það var danskur háseti. Sveinbjörg og hinir þrettán bátsverjarnir komust lifandi frá þessum hildarleik. Það var ekki síst Sveinbjörgu og fötunni hennar að þakka. Af hinum bát- unum tveimur er það að segja að annar komst í land tveimur sólar- hringum eftir að bátur Sveinbjargar rak að landi. Einhverjir létu lífið á leiðinni og var líkunum varpað fyrir borð. Á meðal þeirra sem komust af voru mæðgur frá Akureyri en það voru þær María Guðmundsdóttir og Jónína Magnúsdóttir dóttir hennar. Þær sýndu mikið hugrekki. Móðirin söng til að stytta öðrum stundina og dóttirin lét aldrei bugast þrátt fyrir ömurlegar aðstæður. Í þriðja bátnum, sem jafnframt var lítill og ótraustur, var einn Íslendingur. Hann hét Jósep Jósepsson og var kaupmaður á Akureyri. Hann hafði til að byrja með verið í sama bát og mæðgurnar en gaf eftir plássið sitt til handa ungri stúlku sem var í litla bátnum. Þar með bjargaði hann lífi stúlkunnar á eigin kostn- að. Jósep fórst með bátnum sem og sjö aðrir. a

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.