Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 14

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 14
14 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 Heyrst hefur HEYRST HEFUR að Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, sé ekki sáttur vegna þeirra ummæla Daníels Snorrasonar, fyrrverandi lögreglumanns á Akureyri, að Hildi Eir Bolladóttur presti beri að „afklæðast hempunni“ eftir að hún lýsti þeirri skoðun að engu máli skipti hvort Jesús hefði verið hommi eða ekki, það væri ekki síður frábært ef hann hefði verið hommi. Hildur Eir sló í gegn með ummælum sínum í netheimum en einstaka mótmæli komu fram, enda trúin tilfinningamál fyrir suma. Svavar Alfreð, nánasti samstarfsmaður Hildar Eirar í Akureyrarkirkju, er lögreglumanninum innilega ósammála. „Hildur Eir er fyrirmyndarprestur, hún fær okkur til að hugsa út fyrir rammann eins og Jesús, gerir allt vel og af hjartans einlægni. Þjóðkirkjan má telja sig lánsama að hafa hana í þjónustu,“ segir Svavar Alfreð... HEYRST HEFUR að stjörnurnar Friðrik Ómar og Jógvan Hansen hafi átt umdeilda innkomu þegar þeir komu fram í Hofi um helgina. Hefur heyrst að skipuleggjendur viðburðarins Börn fyrir börn í Hofi hafi staðið sig frábærlega, sérstak- lega hvað varðar tónleikana með hæfileikaríku börnunum. Krakkarn- ir hafi verið frábærir, sem og hljómsveitin og Lalli töframaður sem kynnti. En stjörnurnar Friðrik Ómar og Jógvan Hansen hafi ekki alveg verið í tengslum við skemmtunina. „Það var afar taktlaust af þeim að gera grín hvor að öðrum fyrir það hvað þeir voru feitir í æsku. Þennan brandara sögðu þeir fyrir framan fullt af börnum, þar af örugglega einhverja sem eru með komplexa út af þyngd eða öðru útlitstengdu sem búið er að innprenta hjá þeim að sé ekki “normið”. Eftir þennan “brandara” fluttu þeir lagið eiturlyfjalagið Rómeó og Júlía eftir Bubba Morthens. Á barnamenningarhátíð!“ Skrifar ósáttur tónleikagestur í athugasemd til blaðsins. HEYRST HEFUR að nokkur spenna ríki nú innan Háskólans á Akureyri í kjölfar þess að Stefán B. Sigurðsson rektor hefur ákveðið að hætta störfum í sumar. Um háskólarekt- ora gilda þær reglur að umsækjendur skulu hafa doktorspróf og djobbið því ekki fyrir hvern sem er! Er nú pískrað hvort einhver doktoranna innan skólans horfi vonaraug- um til starfans. Hitt þykir ekki heldur ólíklegt að maður utan Eyjafjarðarsvæðisins verði skipaður en í hvort sem verður ofan á heyr- ist pískrað að ef marka má hert pólitísk ítök valdaflokkanna hér á landi á ýmsum stofn- unum, Ríkisútvarpinu og Seðlabanka sem dæmi, muni ekki spilla fyrir ef kandídatar um stöðu rektors á Akureyri séu í réttum flokkum... Færeyingarnir koma – og sigra Það var setið hvert sæti í Hamra- borgarsal Menningarhússins Hofs á Akureyri laugardagskvöldið 15. febr- úar, þegar Eivør Pálsdóttir mætti í fylgd eiginmanns síns, Trónds Boga- sonar og nokkurra annarra landa sinna, færeyskra, og bauð Akureyr- ingum upp á tónleika. Við flutninginn naut hún aðstoðar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og píanóleikarans Magnúsar Jo- hannsens. Stemmningin var ‚mögn- uð‘, enda vissu áheyrendur, að þeir máttu eiga vona verulega eftirminni- legum viðburði. Eivør á sér langan og glæsilegan feril í söng sínum og framkomu á sviði. Einungis 12 ára að aldri fór hún í Ítalíuferð sem einsöngvari með færeyskum karlakór, 13 ára kom hún fram í færeysku sjónvarpi og hlaut söngverðlaun þjóðar sinnar á sama ári. Síðan hefur hver sigurinn rekið annan og það innan hinna aðskilj- anlegustu tónlistargreina, því að hún hefur ekki einungis sungið lög heimaeyja sinna, heldur getið sér gott orð víða um lönd sem flytjandi sunginnar tónlistar allt frá barna- gælum og þjóðlögum til rokks, ball- aða, jazzs og klassíkur. Eftir hana liggja nokkur lög og einnig hefur hún gefið út plötur. Annars ætti ekki að vera mikil þörf á því að kynna Íslendingum þennan listasendiherra frænda okkar og bestu vina, Fær- eyinga, því hér á landi dvaldi Eivør um árabil meðal annars við nám í flutningi jazzs, en á þeim tíma, árið 2003, voru henni meira að segja veitt íslensku tónlistarverðlaunin í þrem- ur greinum. Eivør hefur verulega mikla rödd og hefur í raun ekki mikla þörf fyr- ir mögnun, nema helst til þess að nýta ‚elektrónikina‘ til þess að lita flutning sinn, en það gerir hún af mikilli kúnst, svo sem ekki síst kom fram í fyrra aukalaginu, sem hún veitti áheyrendum eftir ákaft lófa- tak þeirra. Þetta lag flutti hún án annars undirleiks en grænlenskrar trommu ‚qilaut‘, sem hún beitti af mikilli list. Annars var efnisskráin öll, 12 lög, eftir hana og eiginmann hennar, Trónd Bogason. Lögin eru öll mjög áheyrileg og söngvin og bjóða mörg hver upp á umtalsverð tækifæri til þess að sýna víðfeðma getu Eivarar í söng. Hún hefur mikið vald á röddinni og mikið þrek, enda klassískt menntuð í raddbeitingu. Þessa naut hún greinilega því að alla tónleikana söng hún viðstöðulaust og varð ekki vart við lát á styrk, ör- yggi í tóntaki eða því, hve vítt tón- svið hennar er, en það er mikið og að mestu leyti jafnt, hvar sem að er komið, hvort heldur á lágum tónum eða háum. Reyndar er röddin lítils háttar flá og hefur nokkuð barns- legan blæ, sem minnir dálítið á ýmsa flytjendur til dæmis bandarískrar sveitatónlistar, en þetta atriði lýtir ekki, heldur getur af sér blæ fersk- leika og er laðandi umfram nokkuð annað. Allar útsetningar fyrir hljóðfæri voru verk Tróndar Bogasonar. Þær spönnuðu vítt svið forvitnilegra hugmynda í notkun hljóðfæranna til þess að ná hrifum, sem féllu að lögunum. Ekki síst var skemmtilegt, hvernig útsetjarinn nýtti styrkleika- breytingar á markvissan hátt og náði þannig enn frekri blæbrigðum. Reyndar kom fyrir, að nokkuð væri ofgert á stundum og meðleikurinn þá heldur þróttmikill. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sýndi enn einu sinni fjölhæfni sína og getu undir sprota hins ágæta stjórnanda síns, Guðmundar Óla Gunnarssonar. Það er vafalítið, að víða hefur verið þörf mikillar ein- beitingar og nákvæmni við tóntak og það að halda fyrirskrifuðum styrk, en hér tókst það og annað prýðilega eða svo, að öll áferð meðleiksins lét vel í eyrum og hann var í ghóðu sam- ræmi við efnistök einsöngvarans. Hinir færeysku þátttakendur í meðleik með söng Eivarar Páls- dóttur lögðu fagurlega sitt til þessar- ar ánægjulegu kvöldstundar. Hún er vís til þess að dvelja um verulegan tíma í huga þeirra, sem nutu henn- ar með nærveru sinni og fengu að upplifa tónlistina í nálægð, líflegr- ar sviðsframkomu söngkonunnar og ekki síst þess unaðar, sem hún virðist hafa af því að deila list sinni með áheyrendum. a KVENNASKÍÐAGANGAN - Í SPOR ÞÓRUNNAR HYRNU Laugardaginn 22. febrúar býðst konum kjörið tækifæri til að hreyfa sig og njóta útivistar með því að skella sér á gönguskíði í Hlíðarfjalli. Kvennaskíðagangan – Í spor Þórunnar Hyrnu – verður nú haldin í sjö- unda sinn. Sem fyrr verður hægt að velja um tvær vegalengdir, 3,5 og 7 km. Upphitun hefst klukkan 12.50 en gangan hefst klukkan 13.00 og gengið er án tímatöku. Þátttökugjald er kr. 1500, frítt er fyrir 14 ára og yngri. Skíðaleiga er á staðnum og einnig er hægt að láta smyrja skíðin gegn vægu gjaldi. Skráning fer fram í gönguhúsi norðan Skíðastaða frá klukkan 11.30 Þegar í mark er komið verða ýmsar veitingar í boði og glæsileg útdrátt- arverðlan. Þetta er kjörið tækifæri fyrir mæðgur, vinkonur, saumaklúbba, vinnustaðahópa, hlaupahópa og fleiri að koma í fjallið og eiga skemmtilega stund saman. DÍVAN EYVÖR Í Hofi. Daníel Starrason Haukur Ágústsson Skrifar tónleikagagnrýni

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.