Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 16
16 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014
Einsöngvarar með kórnum eru Garðar Thor Cortes
og Ari Jóhann Sigurðsson
Stjórnandi Stefán R. Gíslason :: Undirleikari Thomas Higgerson
Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá,
óperuaríur og sígild kórverk, íslensk og erlend.
Miðasala hjá www.menningarhus.isNÝ
PR
EN
T
eh
f.
Garðar Thor Cor
tes
Ari Jóhann Sigurð
sson
www.heimir.is
Karlakórinn Heimir
& garðar thor cortes
í Menningarhúsinu HOFI
sunnudaginn 2. mars 2014, kl. 16
AÐSEND GREIN SÓLEY BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR
Lýðræði og
lýðræði
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosn-
inga 2010 á Akureyri voru nokkur
umræðuefni meira áberandi en önn-
ur. Það var miðbæjarskipulagið og
þá sérstaklega síkið, það voru at-
vinnumálin og það var gagnsæi og
opin stjórnsýsla. Síkinu var sópað af
borðinu að kröfu margra
bæjarbúa og miðbæj-
arskipulag endurunnið,
stofnaður var atvinnu-
málahópur sem hefur not-
að sl. fjögur ár í að ráða
tvo atvinnumálafulltrúa
og skilar hugsanlega af
sér atvinnumálastefnu í
vor. Umræða um gagnsæi
og opna stjórnsýslu
reyndist vera orðin tóm.
Nú líður aftur að kosn-
ingum og aftur má sjá umræðuefnin
mótast og nú virðist beint lýðræði
eiga að vera ofarlega á blaði. En hvað
eigum við að gera með beint lýð-
ræði? Eigum við að kjósa um næsta
síki? Næstu Dalsbraut? Á einfaldur
meirihluti bæjarbúa að ákveða sam-
göngumál eins hverfis?
Munurinn á beinu lýðræði og
fulltrúalýðræði er í sjálfu sér ekki
svo mikill. Með því að setja einstaka
mál í íbúakosningu þar sem einfald-
ur meirihluti ræður eru kjörnir full-
trúar í raun og veru aðeins að varpa
ábyrgðinni yfir á íbúa. Í raunveru-
legu lýðræði finna hagsmunaaðilar
bestu lausnirnar í sameiningu. Þá
leggja stjórnvöld sig fram um að
draga fram vilja þeirra sem ekki
eru vanir að hafa sig frammi í um-
ræðunni en hafa mikla raunverulega
hagsmuni í því máli sem um er rætt.
Betra lýðræði er ekki val-
möguleiki sem hægt er að skella
á borðið í kosningabaráttunni og
framkvæma svo með nokkrum íbúa-
kosningum. Betra lýðræði er vegferð
sem við verðum að fara að leggja
af stað í. Því fyrr sem við tökum
fyrstu skrefin, því fyrr komumst við
á áfangastað.
Fyrsta skrefið er gagnsæið. Hvers
vegna ættum við ekki að hafa að-
gang að þeim gögnum sem nauðsyn-
leg eru til að ræða saman
af skilningi og þekkingu?
Hvers vegna ættum við
ekki að geta fylgst með
umræðu kjörinna fulltrúa
um málefni okkar? Hvers
vegna ættum við ekki að
geta rætt málin á sömu
forsendum og þau sem í
dag taka ákvarðanirnar?
Ég hef sjálf nokk-
uð haldgóða reynslu af
stjórnun. Ég hef í störf-
um mínum gert ýmsar tilraunir
með gagnsæi. Í einu félagi lagði ég
til lagabreytingar sem gefa öllum
sem áhuga hafa tækifæri til að sitja í
stjórn. Þar felldum við niður ákvæði
um afmarkaðan fjölda stjórnar-
manna og settum í staðinn ákvæði
um að allir sem samþykktir séu á
aðalfundi skipi stjórn viðkomandi
félags. Í öðru félagi eru allar ákvarð-
anir teknar á opnum stjórnarfundum.
Báðar þessar breytingar hafa fallið
vel kramið og þær síðarnefndu orðið
til þess að stjórnarfundir félagsins
eru þétt setnir almennum félögum
sem taka virkan þátt í þeim umræð-
um sem eru undanfari ákvarðana.
Betra lýðræði kemur ekki af
sjálfu sér heldur þegar kjörnir full-
trúar hafa kjark til að losa gripið á
stjórnartaumunum, veita almenningi
aðgang að gögnum og umræðu og
hvetja til raunverulegrar þátttöku.
Sóley Björk Stefánsdóttir
Höfundur býður sig fram
í fyrsta sæti á lista VG til
sveitastjórnarkosninga.
AÐSEND GREIN SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
„ZONTA segir NEI“
Líkamlegar og andlegar afleiðingar
ofbeldis á konur
Ofbeldi gegn konum er alvar-
legt heilbrigðisvandamál sem hef-
ur einnig veruleg áhrif á
félagslega stöðu kvenna.
Því er mjög mikilvægt að
hefja forvarnir snemma
til að reyna að koma í veg
fyrir ofbeldi og vekja fólk
til umhugsunar um skað-
semi þess fyrir líkama og
sál.
Kona sem beitt er
ofbeldi getur orðið fyr-
ir sálrænu áfalli og
upplifað langvarandi
streitu. Afleiðingar þess
geta verið mjög alvarlegar eins og
áfallastreituröskun og ýmis geð-
ræn vandamál s.s. þunglyndi, kvíði,
persónuleikaröskun o.fl. Að verða
fyrir ofbeldi getur einnig leitt til fé-
lagslegra vandamála s.s. lágs sjálfs-
mats, erfiðleika með tengslamyndun,
náin sambönd og kynlíf. Konan get-
ur verið með sjálfsvígshugsanir og
þróað með sér áfengis- og vímuefna-
vandamál þar sem hún getur farið
að nota slík efni til að deyfa þann
tilvistarlega sársauka sem ofbeldið
veldur. Einnig geta komið fram flók-
in sálvefræn einkenni
eins og verkir, vefjagigt,
svefnvandamál, síþreyta
og fleira.
Langvarandi streita
sem er afleiðing ofbeldis,
getur haft bælandi áhrif
á ónæmiskerfið og þar
af leiðandi haft áhrif á
þróun ýmissa sjúkdóma
og heilsufarsvandamála.
Ofbeldi hefur því ekki
aðeins áhrif á einstak-
linginn sem fyrir því
verður, heldur getur það einnig haft
áhrif á fjölskyldu og vini og litað
allt samfélagið. Afleiðingarnar geta
einnig verið gífurlega kostnaðar-
samar fyrir þjóðfélagið vegna ör-
orku, lyfja, rannsókna, aðgerða, og
ýmissa meðferða. Þá má ekki gleyma
því að ofbeldi getur leitt til dauða.
Af ofansögðu er ljóst að mikilvægt
er að reyna að koma í veg fyrir of-
beldi og byrja við upphaf hvers lífs,
í móðurkviði.
Vissir þú að:
Yfir 600 milljónir kvenna búa í
löndum þar sem heimilisofbeldi er
ekki refsivert.
Helsta dánarorsök evrópskra
kvenna á aldrinum 16-44 ára er
heimilisofbeldi.
Konum er nauðgað á 26 sekúndna
fresti í Suður Afríku.
Í Brasilíu deyja 10 konur daglega,
eingöngu vegna heimilisofbeldis.
Ein af hverjum þremur konum
verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni.
Á föstudaginn var tók ég þátt í
“femínískri flóðbylgju” í Hofi ásamt
fleirum, mest megnis þó konum, þar
sem var dansað gegn ofbeldi. Í flest
þau skipti sem ofbeldi er til umræðu
eru konur í meirihluta og velti ég
því fyrir mér hvernig hægt er að fá
karlmenn til að taka þátt og hafa
áhrif á umræðuna.
Þann 8. mars næstkomandi, á
alþjóðlegum baráttudegi kvenna,
munu Zontaklúbbarnir á Akureyri
og Jafnréttisstofa standa fyrir fundi
á Hótel KEA sem ber yfirskriftina:
Takið þátt í baráttu gegn ofbeldi
á konum. Markmið fundarins er m.a.
að reyna að ná til karlmanna sér-
staklega og eins og yfirskrift fundar-
ins gefur til kynna er viðfangsefnið í
ár baráttan gegn ofbeldi á konum. Í
þeirri baráttu þarf stuðning karla og
kvenna og er það sannfæring mín að
sameiginleg barátta kynjanna skili
bestum árangri.
Öll berum við samfélagslega og
siðferðilega ábyrgð á að bregðast við
þegar ofbeldi er til staðar og mikil-
vægt er að þekkja einkenni, áhættu
og afleiðingar alls kyns ofbeldis, vita
hvernig skal bregðast við og hvert
skal leita.
Látum okkur ofbeldi varða, okk-
ur kemur það við.
Sigrún Sigurðardóttir
Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna.
ÞANN 8. MARS næstkomandi, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, munu Zontaklúbb-
arnir á Akureyri og Jafnréttisstofa standa fyrir fundi á Hótel KEA sem ber yfirskriftina:
Takið þátt í baráttu gegn ofbeldi á konum. Myndin er tekin á fundi í fyrra.
SIGRÚN
SIGURÐARDÓTTIR
SÓLEY BJÖRK
STEFÁNSDÓTTIR