Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Side 4

Akureyri - 07.03.2014, Side 4
4 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 60 manns sóttu um eitt starf í Mývatnssveit Í dag gæti skýrst hver hlýtur stöðu framkvæmdastjóra Jarðbaðanna í Mývatnssveit. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins stendur valið milli tveggja umsækjenda. Áhugi á starf- inu var mun meiri en bjartsýnustu menn sáu fyrir, um 60 manns sóttu um og nær allir utan svæðisins. Nú- verandi framkvæmdastjóri flytur senn suður til Reykjavíkur þar sem hann mun taka við stjórn fjölskyldu- fyrirtækis. Jarðböðin hafa skilað hagn- aði síðari ár. Yfir 100.000 gestir nutu þjónustunnar í Bjarnarflagi síðasta ár sem er met. Starfsemin samanstendur af veitingaaðstöðu, búningsklefum, gufubaði, eftirsóttu lóni með heitu vatni í tengingu við náttúru. a Nýtt starf hafið í Húsmæðraskólanum Oddur Helgi Halldórsson, formaður Fasteigna Akureyrar og framkvæmda- sviðs bæjarins segir að endurbætur á Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99, hafi tekist afar vel, húsið sé hið glæsilegasta, hin mesta bæjarprýði og vonandi eigi nýjum notendum eftir að líða vel í því. Húsið fékk nýtt hlutverk umk síðustu helgi þegar skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk í bæn- um fluttist þangað. „Ég var búinn að taka eftir því að það var komið á fjárlög hjá ríkinu að selja sinn hluta hússins, en hús- ið var í skiptri eign, ríkið átti 75% og bærinn 25%. Ég vissi að húsið var hvorki friðað að utan, né innan, en mig langaði til að varðveita það og varðveita þá heildarmynd húsa eftir Guðjón, sem til er á Akureyri. Ef einhver og einhver keypti húsið og breytti því þá var engan veginn hægt að tryggja varðveislu. Ég vissi líka að bæjarfélaginu var treystandi til að gera húsið upp með sóma, þar sem upprunanum væri sýnd virðing,“ segir Oddur um upphaf þeirrar ákvörðuna að breyta húsinu og koma á fót nýrri starfsemi í því. Ákvörðunin var umdeild og skrif- uðu íbúar allmargar mótmælagrein- ar sem m.a. voru birtar í Akureyri vikublaði. Eigi að síður segist Odd- ur Helgi mjög þakklátur hversu vel fólk almennt hafi tekið í þá hugmynd hans að kaupa Húsmæðraskólann og breyta honum í skammtímavist og skólavistun fyrir fatlaða. „Það veitti okkur tækifæri til að sýna húsinu þá virðingu sem það átti skilið og einnig að koma því í notkun aftur. Koma lífi í húsið. Við ákváðum strax að reyna að breyta því sem allra allra minnst að utan og breyta því þannig að inn- an að breytinarnar væru hugsanlega afturkræfar. Hins vegar urðum við að taka tillit til þeirra laga og reglu- gerða sem hafa breyst frá því húsið var byggt. Það var búið að breyta stóra glugganum í stigaganginum, en við ákvaðum að taka þá breytingu til baka og gera hann í upprunalegri mynd. Stigagangurinn er mjög fal- legur og áberandi hluti hússins. Við ákváðum líka að reyna að halda í þá hugsun því stigauppgangan og pallarnir fyrir neðan og ofan eru í raun hjartað í húsinu.“ Húsið er ein af perlum Guðjóns Samúelssonar og Oddur Helgi segist sannfærður um að Guðjón sé hæstá- nægður með hvernig til tókst og nýja hlutverk hússins. Góðir hönnuðir hafi komið að málum átt gott sam- starf verið við minjavernd. Einnig hafi Hólmsteinn Snædal húsamiður veitt góð ráð. Vistun og menntun fatlaðra hef- ur verið á þremur stöðum á Akur- eyri, þ.e.a.s. í Skólastíg 5, Árholti við Glerárskóla og Birkilundi 10. Í fréttatilkynningu frá Akureyrar- bær segir að um mikla breytingu til batnaðar sé að ræða í þjónustu við fatlað fólk á Akureyri því það teljist ótvíræður kostur að hafa alla starf- semina á einum stað. Úr Þórunnar- stræti sé einnig stutt í margskonar afþreyingu sem fólkið nýti sér. Húsið var vígt 13. október 1945 en stefnt er að formlegri vígslu nú 15. mars næstkomandi. a Sjósund í djúpum skít?! Niðurstöður úr sjósýnatökum með- fram strandlengjunni á Akureyri þann 21.janúar sl. sýna að magn saurkólíbaktería er yfir viðmiðunar- mörkum á flestum sýnatökustöðum. Við Strandgötu er saurgerlamagn áttfalt hærra en umhverfismörk leyfa. Í sýni sem tekið var við Strand- götu mældist fjöldinn 790/100 ml. Í sýni sem tekið var við menningar- húsið Hof mældist fjöldinn 240/100 ml. Fyrri mælingin sýnir að saur- mengun er áttfalt yfir efri mörkum. Samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp eru við- miðunarmörk fyrir saurkólíbakteríur í strandsjó nálægt útivistarsvæðum 100 bakteríufrumur í 100 ml af sjó (100 cfu/100 ml). María Markúsdóttir, heilbrigðis- fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Norður- lands eystra, segir augljóst að ekki sé hægt að mæla með sjósundi við slík- ar aðstæður „Við erum þó ekki að banna sjósund þarna heldur benda á stöðuna, nú er versti árstíminn hvað varðar fjölda saurkóligerla, sjósýni koma verst út á þessum dimmasta og kaldasta tíma, ársins, það vantar sólageislana, útfjólubláu geislana til að drepa bakteríurnar.“ Vandinn við ófremdarástand frá- rennslismála á Akureyri tengist því að þótt langt sé síðan fyrst var lögð fram áætlun um skólprennslisstöð og lengingu útrásar, hefur ítrekað verið frestað að bregðast við með tilheyrandi kostnaði. Allir sýna- tökupunktar eru meira og minna yfir umhverfismörkum þessa dagana. Senn fer af stað starfsemi siglinga- klúbbsins Nökkva við hámengaða strandlengju Akureyringa. Hvernig þetta fer saman við ímynd bæjarins, matvælaframleiðslu og menningar- stig íbúa, segist heilbrigðisfulltrúi engu geta svarað. Spurð hvort gárungarnir gætu orðað það þannig að sjósundmenn myndu að óbreyttu baða sig í djúpum skít, segir María: „Ég myndi sjálf ekki baða mig þarna persónulega. Við höfum sett þessar niðurstöður inn á heimasíðuna okkar til upplýs- ingar en við munum svo rannsaka þetta aftur bráðlega.“ a Mesta úrkoma í 24 ár Eins og fram kemur mér á öðrum stað í blaðinu með mynd frá Húsavík var óvenjueindregin austan- og norðaust- anátt ríkjandi í mánuðinum. Veðurstof- an segir í yfirliti um febrúarmánuð að sérlega þurrt hafi verið um landið vestanvert allt norður fyrir Breiðafjörð og sömuleiðis inn til landsins á Norð- urlandi vestanverðu. Á þessu svæði var febrúar hinn þurrasti um áratuga- skeið, í Reykjavík frá 1966 og frá 1977 í Stykkishólmi. Úrkoma var hins vegar með mesta móti nyrst á Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi. Á Akureyri sú mesta í febrúar síðan 1990. Hlýtt var í veðri og hiti vel yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en í meðallagi sé miðað við hin óvenju- hlýju ár síðasta áratuginn. Meðalhiti í Reykjavík var 1,7 stig, 1,4 yfir með- allagi fyrrnefndu áranna, en 0,2 yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var hiti 1,3 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990. a MYNDIN ER EKKI tekin þar sem akureyrsk strandlengja er saurmenguðust. Völundur STEFN ER AÐ formlegri vígslu eftir breytingar 15. mars næstkomandi. Völundur

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.