Akureyri - 26.06.2014, Page 2
2 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014
Sumarbústaðurinn (ca 50 fm2)
er í landi Núpa í Aðaldal.
Upplýsingar gefur Gísli
í síma 462-1154 / 862-1154
Sumarbústaður til sölu
Slökkviliðsstjóri kallaður kvalari
Eins og fram kemur í forsíðufrétt
þessa blaðs hefur Akureyrarbær
verið dæmdur til að greiða tveim-
ur slökkviliðsmönnum bætur eft-
ir ólöglegar uppsagnir. Kostnaður
skattgreiðenda nemur sjö milljón-
um króna vegna annars vegar bóta
sem bærinn þarf að greiða þeim og
hins vegar málskostnaðar. Mennirn-
ir, Ingimar Eydal varaslökkviliðs-
stjóri og Sveinbjörn Dúason varð-
stjóri, stefndu bænum eftir starfslok
beggja sem bar að með svipuðum
hætti árið 2012. Brotinn var á þeim
andmælaréttur þegar þeir hættu
störfum og meðalhófsregla ekki virt.
Í dómskjölum eru raktar alvar-
legar ásakanir á hendur Þorbirni
Guðrúnarsyni, sem hætti sem
slökkviliðsstjóri í fyrra eftir
margra ára úlfúð innan liðsins
og ásakana í allar áttir um ein-
elti. Ingimar Eydal rekur í málinu
að eftir að Þorbjörn var ráðinn
slökkviliðsstjóri árið 2006 hafi
hann eftir því sem leið á haldið
frá sér upplýsingum. Í stefnu er
staðhæft að framkoma Þorbjörns
Guðrúnarsonar slökkviliðsstjóra
gagnvart Ingimari hafi sífellt farið
versnandi en þeir tveir sóttu báð-
ir um starf slökkviliðsstjóra þegar
Þorbjörn var ráðinn 2006. Segir í
stefnu að Þorbjörn hafi takmarkað
upplýsingaflæði þannig að Ingimar
hafi oft orðið afskiptur þegar mik-
ilvægar ákvarðanir voru teknar um
málefni slökkvistöðvarinnar. Er
staðhæft að vakin hafi verið athygli
annarra yfirmanna hjá bænum á
þessu ástandi, fyrst munnlega í
trúnaðarsamtölum, en síðan skrif-
lega, símleiðis og með tölvupósti. Í
stefnu er staðhæft að viðbrögð yf-
irmannanna hafi í raun engin verið
vegna þessa og hafi Þorbjörn því
komist upp með einelti gagnvart
Ingimari og fleiri starfsmönnum
slökkviliðsins, a.m.k. frá árinu
2008. Hámarki náði dramatíkin
þegar bærinn taldi hvorki Ingimari
né Sveinbirni heimilt að snúa aftur
til starfa hjá slökkviliðinu eftir árs
launalaust leyfi þar sem þeir höfðu
starfað hjá Isavia en þá höfðu orðið
skipulagsbreytingar í millitíðinni.
„ANDLEGT OFBELDI“
Í stefnu segir að birtingarmynd-
ir eineltisins af hálfu Þorbjörns
slökkviliðsstjóra hafi verið marg-
víslegar. Hafi það m.a. komið fram
í neikvæðum athugasemdum, lítil-
lækkandi framkomu, lélegu upp-
lýsingaflæði og virðingarskorti og
„annars konar andlegu ofbeldi“ eins
og það er orðað. Að auki hafi Þor-
björn reynt með ýmsum ráðum að
losna við varaslökkviliðsstjórann.
Segir í dóminum að árið 2011 hafi
verið gripið til aðgerða vegna þess
ófremdarástands sem þá var búið
að grassera. Samkvæmt gögnum
tilkynnti Þorbjörn Guðrúnarson
slökkviliðsstjóri í lok janúar 2012
starfsmannastjóra stefnda, Höllu
Margréti Tryggvadóttur, um að
hann hefði sætt einelti af hálfu
undirmanna sinna á Slökkvistöð-
inni á Akureyri. Akureyrarbær
brást strax við og leitaði til Lífs
og sálar sálfræðistofu ehf. Í verk-
beiðni stefnda var þess farið á leit
að lagt yrði mat á samskipti starfs-
manna á slökkvistöðinni.
GAGNRÝNISVERT EINKALÍF
Heimaríki slökkviliðsmanna, eldri
rígur og einkalíf Þorbjarnar Guð-
rúnarsonar er nefnt í dóminum
sem ástæður illinda og þess að
undirmenn hans báru ekki traust
til hans. Í niðurstöðukafla í ský rslu
Lífs og sálar sálfræðistofu segir
að Þorbjörn hafi upplifað baktal
og róg um hann og hans einkalíf.
„Um þessi kvörtunaratriði segir í
skýrslunni að allir viðmælendur
hafi verið sammála um að slíkt hafi
átt sér stað en að þar hafi komið
til framkoma Þorbjörns í einkalífi,
sem hafi verið mjög gagnrýnisverð.“
Í annarri skýrslu sem greint er
frá í dóminum kemur fram annað
sjónarhorn en þar segir í lokaorð-
um: „Þorbjörn greinir frá þreytu og
kvíða vegna ástandsins í vinnunni
þó svo að hann telji að ástandið
hafi lagast eitthvað við það að tveir
varðstjórar fóru í leyfi.“
GÁTU EKKI UNNIÐ SAMAN
Margoft kemur fram að Eiríkur
Björn Björgvinsson bæjarstjóri hafi
varið drjúgum tíma í að leysa mál-
ið. Tvær viðamiklar og kostnaðar-
samar sálfræðiskýrslur voru einnig
unnar. Undirmenn Þorbjarnar töldu
mikinn mun á því hvernig bærinn
brást við kvörtunum starfsmanna
um einelti af hálfu Þorbjarnar en
þegar Þorbjörn taldi undirmenn
beita sig einelti. Einnig segir: „Í
sálfræðiskýrslu Sveinu Berglindar
Jónsdóttur er síðastgreindum at-
burðum lýst þannig: „Akureyrar-
bær ákvað að reyna sættir í málinu
og byrjað var að ræða við Þorbjörn
Guðrúnarson. Þorbjörn treysti sér
ekki til að vinna aftur með þessum
aðilum.“
MEIÐYRÐI, VALD-
NÍÐSLA, RÓGBURÐUR
Ingimar reisti sinn málatilbúnað
m.a. á því að Akureyrarbær hafi
ekki farið að lögum í ítrekuðum
tilraunum við að koma honum frá
störfum og að stefndi bæri hús-
bóndaábyrgð á ólögmætum mein-
gerðum starfsmanna sinna, sem
frá árinu 2008 hefðu valdið hon-
um fjártjóni og miska. Segir svo:
„Stefnandi byggir á því að „með
einelti á vinnustað, valdníðslu yf-
irmanna stefnanda, ólögmætri
notkun á stjórnunarheimildum fyr-
irsvarsmanna stefnda, misvísandi
upplýsingaveitu starfsmanna
stefnda, meiðyrðum, rógburði og
ólögmætum stjórnvaldsákvörðun-
um stefnda hafi honum í raun verið
bolað frá störfum án þess að hann
nyti réttar síns samkvæmt ráðn-
ingar- og kjarasamningum“.
Þessi ummæli ásamt fleirum
sem vikið verður að hér að neðan í
stefnunni kölluðu á hörð viðbrögð
Akureyrarbæjar sem taldi að refsa
ætti sérstaklega fyrir svo ósæmileg
skrif. Héraðsdómur taldi sum orðin
í stefnunni ámælisverð, en ekki
þóttu efni til þess að beita nefnda
aðila réttarfarssektum.
KALLAÐUR KVALARI
Ekki er síður gengið langt í orða-
notkun í stefnumáli Sveinbjörns
og sætir tíðindum að sjá slík orð
í opinberum dómskjölum. Um
Sveinbjörn segir að breytt starfs-
lýsing hans haustið 2009 hafi
valdið honum fjárhagslegu tjóni og
álitshnekki. Að auki hafi Þorbjörn
slökkviliðsstjóri haldið eineltinu
áfram eftir það og hafi hann verið
í sífellt veikari stöðu til að verja sig
gegn óvild yfirmannsins. „Þannig
hafi kerfisbundið verið færð frá
honum verkefni, ábyrgð og aðgang-
ur að upplýsingum á vinnustaðnum.
Hafi þessi framkoma Þorbjörns að
lokum leitt til þess að hann hafi
ekki talið sig eiga annarra kosta völ
en að fara í launalaust leyfi 1. des-
ember 2011, þegar til stóð að segja
upp tíu starfsmönnum slökkvi-
liðsins ef ekki fengjust nægilega
margir til þess að fara í slíkt leyfi.
Hafi stefnandi verið orðinn lang-
þreyttur á stanslausu áreiti og óvild
á vinnustað, þar sem kvalari hans
hafi farið með völdin og enginn yf-
irmaður hjá stefnda verið tilbúinn
að grípa inn í...“
BÆRINN SINNTI EKKI SKYLDU
Í dómunum segir að ekki hafi ver-
ið gætt að réttindum Sveinbjörns
og Ingimars og andmælaréttur
ekki virtur áður en Þorbjörn með
fulltingi yfirmanna tók ákvörðun
um að hafna vinnuframlagi þeirra
tveggja að loknu launalausu leyfi.
„Að auki þykir stefndi [Akureyrar-
bær] í ljósi þess sem hér að framan
var rakið heldur ekki hafa kannað
málsatvik nægjanlega líkt og hon-
um var skylt,“ segir einnig.
Bærinn skapaði sér því skaða-
bótaábyrgð gagnvart mönnunum
tveimur. -BÞ
Úr þingmennsku í blaðamennsku
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum
þingmaður, tekur við ritstjórn
blaðsins Vestfirðir frá og með byrj-
un september. Blaðið mun koma út
á tveggja vikna fresti undir stjórn
Kristins en hann hefur gegnt þing-
mennsku bæði fyrir Al-
þýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkinn.
„Já, ég mun gera út frá
Bolungarvík, ég hef áhuga
á blaðamennsku og var að
svipast um eftir atvinnu
sem ég gæti stundað fyrir
vestan. Ég hitti Ámunda
Ámundason og þetta barst
í tal. Niðurstaðan er að ég
tek þetta að mér.“
Fótspor gefur út Vest-
firði, systurblað Akureyr-
ar vikublaðs með meiru.
Kristinn segist áður hafa ritstýrt
blöðum en þó aðeins pólitískum.
Hann segist ekki í neinum stjórn-
málaflokki lengur. Blað undir hans
stjórn verði ekki flokkspólitískt en
það verði „vestfjarðapólitískt“. „Í
grófum dráttum mun blaðið bjóða
upp á fréttaflutning af svæðinu og
viðburði. Svo verður töluvert mikil
umfjöllun um hagsmunamál, mál-
efni sem brenna á íbúum hér og
varða framtíð svæðisins og afkomu
íbúanna,“ segir Kristinn spurður
um ritstjórnarstefnu. Hann neit-
ar því ekki aðspurður að þekking
hans á stjórnkerfum, valdi og ref-
ilstigum íslensks samfé-
lags kunni að nýtast í nýja
starfinu. Blaðið muni gera
kröfur um úrbætur ekki
bara á þá sem starfi utan
Vestfjarða heldur einnig
þá sem starfi innan svæð-
is. Hann líti á það sem
kost að hafa útgefandann
búsettan í Reykjavík og
þurfa ekki að hafa áhyggj-
ur af hvernig útgefandi
bregðist við mismunandi
viðbrögðum íbúa í hér-
aði þegar blaðið stingi á
kýlum. „Ef kýli munu sjást verður
stungið á þeim,“ segir Kristinn og
hlær.
MOSKUMÁLIÐ KEIM-
LÍKT SNORRAMÁLINU
En hvað segir ritstjórinn verðandi
um moskumálið og Framsóknar-
flokkinn sem hann sat síðast sjálfur
á þingi fyrir?
„Fráleit framganga oddvita Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík, satt
að segja. Það var gert út á óttann
og mesta áhyggjuefnið í þessu máli
er að það tókst. Að sumu leyti er
moskumálið þó angi af sama máli
frá Akureyri, máli Snorra í Betel sem
var rekinn úr vinnunni sinni fyrir
skoðanir um samkynhneigð. Það er
sama hvort þú horfir á Snorra-málið
eða mosku-málið, bæði mál snúast
um skoðanir á trúfrelsi. Snorri lýsti
ekki skoðunum sínum í kennslunni
sjálfri en bæjarstjórn Akureyrar tók
af honum skoðanafrelsið. Þótt ég sé
ósammála Snorra þá á hann varinn
rétt í stjórnarskrá til að hafa skoð-
anir sínar.“
Um blaðamennsku samtímans
segir Kristinn að sumpart standi
blaðamenn sig vel í fréttaflutningi
og því að gera mismunandi sjón-
arhonum skil. Blaðamannastéttin
standi sig síður í því að setja sig inn
í umfangsmikil mál, umfjöllun sé
oft yfirborðskennd.
„Ég boða gagnrýnið blað sem
mun ekki bara skamma þá sem
búa utan Vestfjarða heldur munu
ráðamenn í héraði engan frið fá
heldur ef ástæða er til.“ -BÞ
KRISTINN H.
GUNNARSON,
nýr ritstjóri hjá
Fótspori. Boðar
gagnrýnið blað.
ÞAÐ VAR KYRRT yfir Slökkvistöðinni á Akureyri þegar ljósmyndari leit við í gær. Þar hafa áður blossað ítrekað upp eldar í
samskiptum slökkviliðsmanna. Völundur